Fréttablaðið - 12.09.2020, Page 4
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN
Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla
Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og
íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á
lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla.
Úrval af felgum fyrir
Jeep® og RAM
Upphækkunarsett
í Wrangler
Upphækkunarsett
í RAM
Falcon demparar
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK
SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00
ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG
SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA
ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK.
FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
BREYTINGAR Á JEEP®, RAM
OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM
ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR
STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323
UMBOÐSAÐILI
Jón Baldvin Hannibalsson
fyrrverandi sendiherra og
ráðherra
greindi frá því í
Morgunblaðinu
að hann hefði
verið ákærður
fyrir kynferðis-
lega áreitni. Það
er embætti héraðs-
saksóknara sem gefur ákæruna út
en það var brotaþolinn í málinu,
Carmen Jóhannsdóttir, sem
greindi fyrst frá atvikinu í viðtali
við Stundina. Málið verður þing-
fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í
næstu viku og verða þinghöld í
málinu lokuð samkvæmt ákvörð-
un dómara.
Erla Stefánsdóttir
verkefnisstjóri frá Mixtúru
tók þátt í verk-
efninu Stelpur
filma! sem á að
rétta hallann í
íslenskri kvik-
myndagerð.
Erla segir vonir
bundnar við að
námskeiðið geti orðið
liður í því að leiðrétta kynjahalla
með því að bjóða upp á rými þar
sem stelpur fái næði til að þroska
kvikmyndahæfileika sína.
Jón Óttar Ólafsson
fyrrverandi rannsóknar
lögreglumaður
og félög honum
tengd fengu 135
milljónir króna
frá Samherja
fyrir vinnu þeirra
sem tengdist rann-
sókn Seðlabanka
Íslands á meintum gjaldeyrislaga-
brotum fyrirtækisins. Samherji
fer fram á rúmlega 300 milljónir
króna í skaða- og miskabætur frá
Seðlabankanum fyrir málarekstur.
Þrjú í fréttum
Þingfesting,
kvikmyndir
og bótakröfur
SUÐURLAND Bæjarstjórn Horna-
fjarðar vill sjá uppbyggingu á örygg-
isf lugvelli í Öræfum í ljósi fjölda
alvarlegra bílslysa og aðstæðna á
svæðinu. Annað hvort í Skaftafelli
eða á Fagurhólsmýri.
Í lok ágúst fór smárúta með
unglingaknattspyrnuliði Sindra út
af veginum við Skaftafell og f lytja
þurfti sjö með þyrlu til Reykjavíkur.
Ekki þótti skynsamlegt að flytja þá
130 kílómetra leið með bíl til Hafnar
og hvorki flugvöllurinn í Skaftafelli
né á Fagurhólsmýri eru malbikaðir.
Á undanförnum árum hafa orðið
banaslys á svæðinu.
Matthildur Ásmundsdóttir bæj-
arstjóri bendir á að það taki þyrlu
lengri tíma að komast til og frá
svæðinu en flugvél. Ekki sé verið að
fara fram á uppbyggingu hefðbund-
ins áætlunarflugvallar heldur að til
staðar verði malbikuð neyðarbraut.
„Þetta er svæði þar sem náttúruvá
er yfirvofandi alla jafna og getur
einangrast vegna flóða,“ segir hún.
Matthildur minnist alvarlegs
slyss sem varð í maí árið 2019 þar
sem rúta með meira en 30 ferða-
mönnum valt út af vegi. „Fyrir til-
viljun var nýbúið að hefla f lugvöll-
inn á Fagurhólsmýri og f lugvél gat
lent þar,“ segir hún. „Heilbrigðis-
stofnunin hér getur ekki tekið við
nema takmörkuðum fjölda.“
Bæjarstjórn hefur ekki skoðun á
því hvor brautin myndi henta betur
en fer fram á að stjórnvöld og Isavia
meti kostnaðinn við möguleikana.
Flugvöllurinn í Skaftafelli er í einka-
eigu. Fagurhólsmýri er hins vegar
skilgreindur sem öryggisvöllur og
ríkið hefur afnotarétt af honum
samkvæmt samningi. – khg
Bæjarstjórn óskar eftir uppbyggingu öryggisflugvallar í Öræfum
Þetta er svæði þar
sem náttúruvá er
yfirvofandi alla jafna og
getur einangrast
vegna flóða.
Matthildur
Ásmundsdóttir,
bæjarstjóri
DÓMSMÁL Kröfuhafar þrotabús
fasteignafélags í Reykjavík hafa
beint kröfu til Héraðsdóms Reykja-
víkur og krafist þess að skiptastjór-
anum verði vikið úr starfi.
Skiptastjórinn, Lárus Sigurður
Lárusson, seldi einu fasteignina sem
skráð er á félagið með tugmilljóna
afslætti, en verðmætur byggingar-
réttur fylgir fasteigninni sem stend-
ur við Skógarhlíð í Reykjavík.
Sá sem keypti eignina af þrotabú-
inu bauð 200 milljónir fyrir húsið í
fyrra en fékk ekki fjármögnun og
því varð ekkert af sölunni þá. Hann
hefur nú keypt húsið á 130 milljónir.
Ágreiningur er um raunveru-
legt eignarhald fasteignarinnar en
einn kröfuhafanna, Idac ehf., lýsti
sértökukröfu í búið og kveðst vera
raunverulegur eigandi hússins.
Skiptastjórinn hafi verið upplýstur
um eignarhaldið áður en kröfum
var lýst og var vísað bæði til árs-
reikninga og skattframtala búsins,
máli kröfuhafans til stuðnings.
Í kvörtun Idac ehf. til héraðs-
dóms kemur fram að eignin hafi
áður verið til sölu hjá Mikluborg þar
sem 200 milljóna kauptilboðið var
samþykkt í fyrra. Eftir að félagið var
tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus
skipaður skiptastjóri, hafi húsið
verið tekið úr sölu hjá Mikluborg
en selt stuttu síðar til sama kaup-
anda á mun lægra verði í gegnum
fasteignasölu eiginmanns og sam-
starfsmanns Lárusar, Sævars Þórs
Jónssonar.
Kröfuhafar fréttu fyrst af söl-
unni á skiptafundi 26. júní þar sem
skiptastjóri gerði munnlega grein
fyrir sölunni og að ákvörðun um
hana og um 2,5 prósenta söluþókn-
un hefði verið tekin á veðhafafundi.
Engin gögn voru lögð fram um söl-
una og þegar skiptastjóri neitaði að
afhenda gögnin greiddu kröfuhafar
atkvæði um að fresta skiptafundi.
Í yfirlýsingu frá stærsta veðhafa
þrotabúsins, sem fylgir kvörtun-
inni, segir hins vegar að enginn veð-
hafafundur hafi verið haldinn um
söluna og að sölulaun hafi hvorki
verið borin undir hann formlega
né óformlega. Þá er véfengt að
yfirvofandi nauðungarsala hafi
ráðið því að eignin hafi verið seld
á undirverði, enda hafi staðið til
boða, af hálfu veðhafans, að fresta
nauðungarsölunni um sex mánuði.
Samkvæmt heimildum liggja
fyrir verðmöt um að söluverð
eignarinnar sé eðlilegt en í kvört-
uninni til héraðsdóms eru gerðar
alvarlegar athugasemdir við að
skiptastjóri hafi selt fasteignina
langt undir markaðsverði. Hann
hafi neitað að leggja fram umbeðin
gögn vegna sölunnar, ekki orðið
við ítrekaðri kröfu um að boða
til framhaldsskiptafundar, ekki
boðað þrotamann til skýrslutöku,
og ítrekað veitt kröfuhöfum rangar
upplýsingar.
Sigurgeir Valsson, lögmaður Idac,
segir umbjóðanda sinn einnig hafa
kvartað til úrskurðarnefndar Lög-
mannafélagsins og krafist þess að
Lárus verði beittur agaviðurlögum.
Lárus S. Lárusson vill ekki tjá sig
um málið, stöðu sinnar sem skipta-
stjóra vegna.
adalheidur@frettabladid.is
Kvarta til Héraðsdóms undan
afsláttarkjörum skiptastjóra
Kröfuhafar þrotabús krefjast þess að skiptastjóra verði vikið úr starfi og að úrskurðarnefnd Lögmanna-
félagsins beiti hann agaviðurlögum. Sagður hafa selt fasteignina Þóroddsstaði með tugmilljóna afslætti.
Færði fasteignaviðskiptin til stofu eiginmannsins og neitar að afhenda kröfuhöfum gögn um söluna.
Byggingarréttur á lóð Þóroddsstaða gerir eignina mjög verðmæta að mati kröfuhafa. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kaupandi hússins bauð
200 milljónir í það ári áður
en hann greiddi 130 millj-
ónir fyrir eignina.
1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð