Fréttablaðið - 12.09.2020, Síða 12
1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
ENSKI BOLTINN Enska úrvalsdeildin
í knattspyrnu karla hefst í dag með
fjórum leikjum. Tímabilið hefst
þar eftir snarpt undirbúningstíma-
bil liðanna í deildinni, þar sem
leikmenn voru uppteknir í lands-
liðsverkefnum í miðjum undir-
búningnum. Áfram eru áhorfendur
ekki leyfðir ekki á leikvöngunum
en Bretum hefur gengið illa að ná
tökum á kórónaveirufaraldrinum
og eru hertar sóttvarnaaðgerðir
boðaðar í landinu til þess að freista
þess að hemja faraldurinn.
Því er ekki víst hvenær áhorf-
endum verður hleypt inn á völlinn
á nýjan leik en vonast var til þess að
stuðningsmenn gætu mætt í byrjun
október.
Chelsea hefur verið stórtækt á
félagaskiptamarkaðnum í sumar
en annars hefur markaðurinn verið
nokkuð rólegur, en lokað verður
fyrir félagaskipti í upphafi október-
mánaðar og liðin hafa því enn tíma
til þess að lappa upp á leikmanna-
hópa sína.
Eftir þrjátíu ára bið eftir meistara-
titli er Liverpool í nýjum aðstæðum
til að verja meistaratitilinn í ár. – hó
Liverpool
Liverpool hefur látið lítið fyrir
sér fara í félagaskiptaglugg-
anum. Gríski bakvörðurinn
Konstantinos Tsimikas er eini
leikmaðurinn sem Jürgen Klopp
hefur bætt við hópinn. Mest
er rætt um það hvort spænski
miðvallarleikmaðurinn Thiago
komi, en þá er líklegt að Gini
Wijnaldum fari í hans stað.
Veislan hefst á ný
Enska úrvalsdeildin hefst á ný í dag eftir stutt frí. Ekkert lið átti roð í
Liverpool í fyrra en í ár má búast við meiri spennu á toppnum.
Manchester City
Manchester City hefur bólstrað
hóp sinn á sumum stöðum og
stoppað í göt sem hafa myndast á
öðrum stöðum á vellinum. Nathan
Aké hefur bæst í varnarlínu liðsins.
Phil Foden, sem kom heim með
skottið á milli lappanna eftir dvöl
sína á Íslandi um síðustu helgi,
fær líklega það verkefni að fylla
skarðið sem David Silva skilur eftir
sig og Ferran Torres var fenginn til
þess að leysa Leroy Sané af hólmi.
Sergio Agüero kemur meiddur inn
í tímabilið og Pep Guardiola gæti
bætt sóknarmanni við hópinn.
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson mætir til leiks
með töluvert að sanna, eftir að
hafa átt rólega leiktíð hvað marka-
skorun og stoðsendingar varðar á
síðasta tímabili. Gylfi Þór lék tölu-
vert aftar á vellinum en hann á að
venjast með félagsliðum sínum á
síðustu leiktíð og flakkaði mikið á
milli leikstaða á vellinum.
Carlo Ancelotti hefur styrkt
miðsvæðið hjá Everton-liðinu
svo um munar en hinn kraftmikli
miðjumaður Abdoulaye Douco-
ure, leikstjórnandinn Allan og hinn
skapandi James Rodriguez, hafa
bæst við hópinn á síðustu dögum.
Gylfi Þór og Ancelotti hafa báðir
rætt í fjölmiðlum um að samstarf
þeirra sé gott síðan Ítalinn tók við
og líklegt er að Gylfi Þór sé enn í
stóru hlutverki hjá Everton.
Hafa verður einnig í huga að
Rodriguez er að koma úr tímabili
þar sem hann spilaði átta deildar-
leiki með Real Madrid. Þá mun
fjölhæfni Gylfa Þórs, sem er takt-
ískt sterkur og getur leikið ýmsar
stöður á vellinum í hinum ýmsu
leikkerfum, koma honum til góða
hvað spiltíma varðar. Gylfi Þór bar
fyrirliðabandið undir lok síðustu
leiktíðar og því kæmi það á óvart
ef mikil bekkjarseta yrði hlutskipti
hans á komandi keppnistímabili.
Jóhann Berg
Jóhann Berg mun vonandi ná
að skilja að baki sér meiðslum
stráð keppnistímabil sitt í fyrra
og ná að spila reglulega með
Burnley í vetur. Það er allt í senn
virkilega mikilvægt fyrir Jóhann
Berg sjálfan, lið Burnley, þar sem
hann er lykilleikmaður þegar
hann er heill, og íslenska lands-
liðið sem þarf sárlega á kröftum
hans að halda þegar liðið mætir
Rúmeníu í undanúrslitum
umspils um laust sæti í loka-
keppni Evrópumótsins í byrjun
okóber. Jóhann Berg hefur
fengið góðan tíma til þess að ná
sér að fullu af þeim meiðslum
sem hafa verið að plaga hann
síðustu mánuðina. Hann hefur
notið skilnings á stöðu sinni
hvað endurhæfinguna varðar hjá
Sean Dyche, knattspyrnustjóra
Burnley. Vonandi eru meiðslin úr
sögunni í bili, Jóhann Berg á það
skilið að fá meiðslalaust tímabil
eftir þrautagöngu hans við að
ná sér almennilega góðum af
meiðslum sínum síðustu miss-
erin. Burnley mun áfram spila
sinn beinskeytta bolta og von-
andi að sköpunargáfa Jóhanns
fái að lífga upp á þann leikstíl
sem liðið hefur upp á að bjóða.
Tottenham Hotspur
Tottenham hefur bætt við sig
varnarmanninum Matt Doherty
og miðjumanninum Pierre-Emil
Højbjerg. Stuðningsmenn Spurs
óska þess að fá varaskeifu fyrir
Harry Kane, sem hefur verið
brothættur undanfarin ár. Gott
væri fyrir Mourinho að geta létt
á álaginu á Kane og um leið eiga
ás uppi í erminni á bekknum.
Manchester United
Félagið hefur ekki keypt jafn
marga leikmenn og stuðnings-
menn liðsins vonuðust eftir.
Donny van de Beek eykur á
breiddina inni á miðsvæðinu og
getur einnig spilað í vængstöð-
unum. Stuðningsmenn United
eru margir hverjir á því að liðið
þurfi á miðverði og vinstri bak-
verði að halda. Miklar líkur eru
á því að Jadon Sancho verði
orðinn leikmaður Manchester
United áður en lokað verður
fyrir félagaskipti.
Chelsea
Chelsea hefur hrist verulega upp
í hópi sínum síðustu vikurnar.
Thiago Silva var fenginn til þess að
koma stöðugleika á varnarleikinn
og Ben Chilwell er kominn í vinstri
bakvörðinn. Sóknarlína Chelsea
hefur síðan fengið verulega upp-
lyftingu í sumar en Timo Werner,
Hakim Ziyech og Kai Havertz eru
mættir á Stamford Bridge. Talið er
svo að Frank Lampard ætli að fá
Édouard Mendy til að veita Kepa
Arrizabalaga samkeppni um mark-
mannsstöðuna hjá liðinu.
Arsenal
Arsenal hefur styrkt vörnina
með Gabriel og William Saliba.
William var fenginn til þess
að bæta vopnabúrið í sóknar-
leiknum, en mesta gleðiefnið er
að Pierre-Emerick Aubameyang
virðist ætla að halda tryggð
sinni við Skytturnar.
Skattfrádráttur
rannsóknar- og þróunarverkefna
Umsóknarfrestur er til og með 1. október
Nánari upplýsingar rannis.is
Nýsköpunarfyrirtæki, sem eru eigendur að rannsóknar- og
þróunarverkefnum og hlotið hafa staðfestingu Rannís, eiga
samkvæmt lögum rétt á frádrætti gegnum skattkerfið.
Stuðningur við verkefni getur numið allt að 35% af útlögðum
kostnaði í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í
tilviki stórra fyrirtækja.*
*skattárin 2020 og 2021 (til endurgreiðslu 2021 og 2022)