Fréttablaðið - 12.09.2020, Page 23

Fréttablaðið - 12.09.2020, Page 23
Opið virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14. Uppþvottavél, Serie 4 Fullt verð: 149.900 kr. Afmælisverð (hvít): SMU 46FW01S 116.900 kr. 14 manna. Sex kerfi, þar á meðal hraðkerfi á 60° C (klukkustund). Þrjú sérkerfi, meðal annars tímastytting og sérlega þurrt. Hljóð: 44 dB. Zeolith-þurrkun. Hnífaparaskúffa. „aquaStop“-flæðivörn. A Espressó-kaffivél, EQ.6 Fullt verð: 219.900 kr. Afmælisverð: TE 651319RW 169.900 kr. Glæsileg vél sem útbýr tvo kaffibolla í einu með einum hnappi. Hraðvirk upphitun. Hljóðlát kaffikvörn úr keramík. Snertiskjár með myndum. Þrýstingur: 15 bör. Hreinsar mjólkurkerfi með gufu eftir hverja notkun. Kælir: 213 lítrar. Frystir: 94 lítrar. „hyperFresh“-skúffa sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm. Kæli- og frystiskápar, iQ300 Fullt verð: 129.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr. Afmælisverð (stál, kámfrítt): Afmælisverð (hvítur): KG 36VVI32 KG 36VUW20 99.900 kr. 117.900 kr. Þvottavél, Serie 6 Fullt verð: 137.900 kr. Afmælisverð: WAT 2849BSN 109.900 kr. Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor. Sérkerfi eru meðal annars: Skyrtur, íþróttafatnaður, mjög stutt kerfi (15 mín.), stutt kerfi (30 mín.), viðkvæmt/ silki, ull o.fl. 9 kg ADiplomat Hangandi ljós Fullt verð: 31.900 kr. Afmælisverð: AN15698-15 24.900 kr. Trassel Hangandi ljós Fullt verð: 28.900 kr. Afmælisverð: AN15957-15 22.900 kr. Helgi Kr. Sigmundsson starfar sem meltingarlæknir á St.Mary´s Hospital í bænum Huntington í Virginíu fylki. Atli Steinn Valgarðsson stundar sérnám í skurðlækn- ingum í bænum Lubbock í Texas fylki. MYNDIR/AÐSENDAR nánast skipt niður í sóttvarnaum- dæmi. Ég fór úr öllu úti í bílskúr og aðhafðist og svaf í einum helmingi hússins og þau í hinum. Það voru margar vikur þar sem í raun enginn vildi hittast utan vinnu og held ég að það hafi verið sérstaklega erfitt fyrir eiginkonu mína og börn að í raun hanga alltaf heima í sjálfskip- aðri sóttkví. Grímuskylda var sett á hér mjög snemma í vor og eru reglurnar þannig að búðir eða veitingastaðir eru skylduð til að framfylgja henni. Fyrst var þetta mjög skrýtið en núna er maður orðinn vanur því að fara allt með grímu .“ Óvissan erfiðust Aðspurður um hvað hafi reynst erfiðast við ástandið segir Atli það hafa verið óvissuna: „Ótti við vöru- skort, ótti við smit og félagslega einangrun. Síðast en ekki síst ferða- takmarkanir sem að lokum höfðu mest áhrif á okkur. Vöruskorturinn varð í raun aldr- ei raunverulegur þrátt fyrir að það hafi verið tímabil þar sem klósett- pappír og sprittklútar kláruðust. Hins vegar voru ferðatakmark- anir sá þáttur sem mest áhrif hafði. Áætlað var f ljúga til Íslands í vor þegar þetta var allt í hámarki hérna, sem varð ómögulegt þar sem miklar ferðatakmarkanir voru í gildi. Flest f lug voru felld niður og okkur leið eins og við værum föst hérna. Ég sem heilbrigðis- starfsmaður var skilgreindur sem „essential employee“, eða nauðsyn- legur starfskraftur, og gat því ekki með góðu móti ferðast utan Banda- ríkjanna. Fjölskyldan vildi koma og aðstoða okkur en gat ekki. Ég er með græna kortið, en konan mín og sonur búa á Íslandi en heimsækja mig eins og þau geta hérna út. Þau mega ekki vera lengur en sex mán- uði, þar sem þau eru núna tæknilega bara ferðamenn á meðan þau bíða eftir græna kortinu. Dóttir okkar fæddist í  Bandaríkjunum og er því ríkisborgari. Ferðatakmarkan- irnar höfðu því mikil áhrif, konan og sonurinn komust ekki heim þegar þau þurftu að fara heim því vísa þeirra var að renna út, en sem betur fer sóttum við um undanþágu og fengum.“ Tvær fylkingar fólks Atli segir að borið hafi á ótta í borg- inni í vor. „Fólk skiptist í tvær fylk- ingar, þá sem tóku þessu mjög alvar- lega og þá sem hunsuðu algjörlega öll tilmæli. Með tímanum finnst mér eins og fólk hafi komist nær því að feta hinn gullna meðalveg og nú finnst mér flest ganga, veitinga- staðir og búðir eru opnar en hins vegar eru allir með grímur og reyna að halda sig í hæfilegri fjarlægð.“ Varðandi aðgerðir ríkisstjórnar- innar bendir Atli á að málið sé ekki einfalt, enda séu Bandaríkjamenn 330 milljónir og landið skiptist niður í mörg ríki. „Hvert ríki og hver sýsla fer með umtalsvert vald og var mjög mismunandi hvernig hvert ríki tók á málunum. Ég held að enn sé of stuttur tími síðan far- aldurinn hófst til að geta dæmt um hvaða viðbrögð eru og voru bestu viðbrögðin.“ Fókusinn á almenna smitgát „Smit munu halda áfram að grein- ast og býst ég við að samkomutak- markanir verði rýmkaðar og hertar til skiptis næstu misseri. Ég held að þessi veira sé komin til að vera, þar til að einhvers konar bóluefni eða lækning finnst. Þangað til held ég að almenn smitgát sé það sem fókusinn þarf að vera á.“ Atli segir ekki laust við að hann hafi íhugað að færa sig um set í ljósi aðstæðna. „Alltaf þegar krísur eiga sér stað vill maður vera í faðmi fjöl- skyldunnar og var það sérstaklega erfitt að vera í burtu frá fjölskyldu og vinum þegar óvissan var hvað mest og maður upplifði sig mjög hjálparlausan hérna úti. Núna er fjölskyldan mín komin til Íslands en ég get enn ekki ferðast á milli landa með góðu móti,“ segir Atli að lokum. SMIT MUNU HALDA ÁFRAM AÐ GREINAST OG BÝST ÉG VIÐ AÐ SAMKOMUTAK- MARKANIR VERÐI RÝMK- AÐAR OG HERTAR TIL SKIPTIS NÆSTU MISSERI Atli Steinn Valgarðsson H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.