Fréttablaðið - 12.09.2020, Side 33

Fréttablaðið - 12.09.2020, Side 33
Umsóknarfrestur er til 27. september. Með umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, stefania@hagvangur.is og Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is. Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins leitar að reynslumiklum verkefnisstjóra með bakgrunn kerfisstjóra og sterka tæknilega þekkingu á Microsoft hugbúnaði til að stýra innleiðingu á nýju málaskrárkerfi fyrir Stjórnarráðið. Hið nýja kerfi er hjartað í málavinnslu ráðuneytanna, fjölmörgum ferlum og samvinnu innan ráðuneyta. Starfið krefst mikilla samskipta við ráðuneyti, stofnanir og birgja. TÆKNILEGUR VERKEFNISSTJÓRI Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Innleiðing á nýju samskipta- og upplýsingastjórnkerfi fyrir ráðuneyti og stofnanir • Samvinna við framleiðanda og þjónustuaðila, skjalastjóra og aðra sérfræðinga innan ráðuneytanna í tengslum við innleiðingu og útfærslu kerfisins • Ábyrgð á daglegum rekstri kerfisins og áframhaldandi þróun á virkni og ferlum í samvinnu við kerfisstjóra Umbru, skjalastjóra ráðuneytanna og þjónustuaðila • Önnur tilfallandi verkefni í tengslum við þróun og rekstur Umbru á Microsoft 365 og Sharepoint umhverfi Menntunar- og hæfniskröfur: • Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt nám eða reynsla • Reynsla af verkefnastjórnun, innleiðingu og rekstri tölvukerfa • Þekking á skjalastjórnun og tengdum kerfum er mikill kostur • Góð þekking á Sharepoint og öðrum Microsoft 365 hugbúnaði • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti • Rík vitund um upplýsingaöryggi • Frumkvæði, góð samskipta- og leiðtogahæfni, ásamt ríkri þjónustulund og ögun í vinnubrögðum • Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar og breytingar Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins er miðlæg þjónustueining ráðuneytanna sem sér um tiltekna rekstrarlega þætti og annars konar þjónustu fyrir ráðuneyti og stofnanir. Starfsmenn eru 35 og notendur þjónustunnar á sjötta hundrað. Umbra er ISO27001 vottuð. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins leitar að kerfisstjóra með sterka tæknilega þekkingu á miðlægum Microsoft lausnum til að sinna kerfisstjórn og þjónustu við notendur ráðuneyta og stofnana. KERFISSTJÓRI Helstu verkefni: • Þátttaka í rekstri Microsoft 365 kerfa þar sem staðbundnum og skýjalausnum er blandað saman • Kerfisstjórnun og notendaþjónusta • Innleiðing og uppsetning nýrra kerfa og lausna • Taka þátt í vali á lausnum í takt við tækniþróun á hverjum tíma • Önnur tilfallandi verkefni í tengslum við þróun og rekstur á innri kerfum Umbru Menntunar- og hæfniskröfur: • Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt nám eða reynsla • Reynsla af rekstri útstöðva, SCCM og PowerShell • Reynsla af rekstri og innleiðingu tölvukerfa • Góð þekking á Microsoft 365 geira (tenant) og á skýja- og staðbundnum lausnum Microsoft æskileg • Góð almenn þekking og reynsla af Microsoft hugbúnaði, t.d. Active Directory, Azure, Intune, Exchange, Teams og Sharepoint • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti • Rík vitund um upplýsingaöryggi • Frumkvæði og góð samskiptahæfni, ásamt ríkri þjónustulund • Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar og breytingar • Sjálfstæði í starfi og ögun í vinnubrögðum Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi hagvangur.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.