Fréttablaðið - 12.09.2020, Side 38

Fréttablaðið - 12.09.2020, Side 38
Að 2F Húsi Fagfélaganna standa: Byggiðn - Félag byggingamanna Félag iðn- og tæknigreina (FIT) Matvæla- og veitingafélag Íslands (MATVÍS) Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) Samiðn - Samband iðnfélaga Nánari upplýsingar um starfið veitir Pálmi Finnbogason (palmi@2f.is). Umsóknir sendist á netfangið logmadur@2f.is. Umsóknarfrestur er til 22. september. LÖGFRÆÐINGUR ÓSKAST TIL STARFA Lögfræðingur óskast til starfa hjá 2F Húsi Fagfélaganna Helstu verkefni eru að veita ráðgjöf varðandi túlkun ráðningar- samninga, kjarasamninga og laga. Aðkoma að starfshópum á vegum iðnaðarmannasamfélagsins, þátttaka í kjaraviðræðum, umsagnir og málarekstur þegar svo ber undir. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið meistaraprófi í lögfræði og æskilegt er að hafa málflutningsréttindi. Þekking og reynsla af vinnumarkaðsmálum er kostur. Um er að ræða nýtt og spennandi starf í krefjandi starfsumhverfi. Lögfræðingur mun heyra undir skrifstofustjóra 2F sem er þjónustuskrifstofa iðnaðarmannasamfélagsins að Stórhöfða 31. Þjóðgarðsvörður Askja og Herðubreiðarlindir Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf þjóðgarðsvarðar á hálendi norðursvæðis laust til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum og framsýnum stjórnanda með mikla samskiptahæfni og áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum. Hér er auglýst staða þjóðgarðsvarðar á norðursvæði með fasta starfsstöð í Mývatnssveit og umsjónarsvæði sem nær t.d. til Öskju, Herðubreiðar, Holuhrauns og Gæsavatnaleiðar. Þjóðgarðsvörður mun eiga náið samstarf við þjóðgarðsvörð í Ásbyrgi og aðra þjóðgarðsverði. Næsti yfirmaður þjóðgarðsvarðar er framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs en þjóðgarðsvörður mun einnig vinna náið með svæðisráði norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Frekari upplýsingar um starfið: Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttar- félags. Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2020. Sótt er um starfið á Starfatorgi og skal umsóknum fylgja ítarlegt yfirlit um menntun og starfsferil ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Við hvetjum bæði karla og konur til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um Mývatnssveit: Í Mývatnssveit búa um 500 manns. Þar er fjölskylduvænt, heilsueflandi samfélag með ríka áherslu á sjálfbærni og nýsköpun. Þar er öflugt leikskóla- og grunnskólastarf og boðið upp á ókeypis skólamáltíðir fyrir börn og ókeypis frístund. Nánari upplýsingar um starfið veita Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, magnus.gudmundsson@vjp.is og Ragnheiður Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri, ragnheidur.bjorgvinsdottir@vjp.is Helstu verkefni - Umsjón með daglegum rekstri og stjórnun svæðisins - Framkvæmd stjórnunar- og verndaráætlunar þjóðgarðsins - Leiða starf við landvörslu og fræðslu á svæðinu - Samskipti og samvinna við hagsmunaaðila s.s. fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, skóla og íbúa á nærsvæðum þjóðgarðsins - Þátttaka í þróun og stefnumótun þjóðgarðsins - Almenn stjórnsýsla og útgáfa leyfa fyrir hálendi norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs Menntunar- og hæfniskröfur - Reynsla af stjórnun, rekstri og/eða mannaforráðum - Háskólamenntun sem nýtist í starfi - Þekking á umhverfismálum, náttúruvernd eða f erðaþjónustu - Góð hæfni í mannlegum samskiptum - Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og leiðtogahæfileikar - Þekking á öryggismálum og reynsla af ferðalögum til fjalla er kostur - Þekking á starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða er kostur - Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur - Góð íslensku- og enskukunnátta LAVANGO ehf leitar að sölustjóra Lavango ehf leitar að sölustjóra fyrir innlendan markað. Sölustjórinn mun halda utan um samskipti við ört stækk- andi hóp viðskiptavina félagsinns. Starfið krefst þekkingar á vinnslutækni í sjávarútvegi, fiskiðnaði, fiskeldi og öðrum matvælaiðnaði. Sölustjórinn veitir faglega ráðgjöf til við- skiptavina og sinnir gerð sölutilboða, arðsemisgreininga ásamt aðkomu að mótun sölu- og markaðsstarfs félagsins. Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi. Einstaklingurinn þarf að vera skipulagður, sjálfstæður, og lipur í mannlegum samskiptum. Sölustjórinn þarf að hafa frumkvæði og vera lausnaþenkj- andi og sjá möguleika á að skapa aukið virði fyrir viðskipta- vini okkar. Viðkomandi þarf að tala og skrifa íslensku og ensku. Farið er fram á góða tölvukunnáttu (Office). Reynsla af teiknivinnu í AutoCad eða öðrum sambærilegum forritum er kostur. Sölustjórinn mun starfa á söluskrifstofu félagsins í Mos- fellsbæ en reikna má með ferðalögum til viðskiptavina á Íslandi og til birgja erlendis. Umsóknir með ferilskrá sendist til lavango@lavango.is fyrir 20. september næstkomandi. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 8 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.