Fréttablaðið - 12.09.2020, Page 41

Fréttablaðið - 12.09.2020, Page 41
Er Skatturinn að leita að þér? Skatturinn leitar að framsæknum hugbúnaðarsérfræðingi í Reykjavík sem og öflugum sérfræðingi til starfa á Siglufirði. Hugbúnaðarsérfræðingur í Reykjavík Á tæknisviði Skattsins er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem miða að liprum og öruggum rafrænum samskiptum við almenning og öruggri og hagkvæmri úrvinnslu upplýsinga sem Skattinum berast. Helstu verkefni og ábyrgð Starfið felur í sér þróun og rekstur á upplýsingakerfum Skattsins auk samskipta við samstarfsaðila vegna daglegra verkefna tengt skattframkvæmd. Starfshlutfall er 100%. Menntunar– og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði tölvunar-, verkfræði eða annarra raungreina sem nýtast í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða). Meistaragráða æskileg. • Þekking og/eða reynsla á Python, C#, .NET og SQL. • Færni í þarfagreiningu og hönnun lausna. • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli. • Frumkvæði og metnaður. • Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum. • Jákvæðni og þjónustulund. • Geta til að vinna undir álagi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jens Þór Svansson í síma 442-1000 eða í tölvupósti á jens.svansson@skatturinn.is Sérfræðingur á starfsstöð Skattsins á Siglufirði Á starfsstöð Skattsins á Siglufirði starfa 6 starfsmenn sem tilheyra álagningarsviði Skattsins. Helstu verkefni snúa að endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Helstu verkefni og ábyrgð Um er að ræða verkefni á sviði virðisaukaskattsframkvæmdar sem snýr að endurgreiðslum, þjónustu og upplýsingagjöf. Starfshlutfall 100%. Menntunar– og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða). • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli. • Frumkvæði og metnaður. • Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum. • Jákvæðni og þjónustulund. • Geta til að vinna undir álagi. • Góð almenn tölvukunnátta. • Talnalæsi er kostur. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hanna Björnsdóttir í síma 442-1000 eða í tölvupósti á hannab@skatturinn.is Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2020 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar. hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.