Fréttablaðið - 12.09.2020, Qupperneq 74
ÞETTA ERU ÓLÍK
VERK: MÁLVERK,
VERK ÚR STEINI, GLERI OG
MARMARA.
Í aðalsal Hafnarborgar er haustsýningin Villiblómið, í sýningarstjórn Becky Forsythe og Penelope Smart, en hugmynd þeirra var valin úr fjölda innsendra tillagna að
haustsýningu ársins 2020. Þetta er
fyrsta samstarfsverkefni þeirra, en
báðar koma þær frá Kanada. Ellefu
listamenn, innlendir og erlendir,
eiga verk á sýningunni.
„Í huga okkar Penelope er villi
blóm tákn fyrir seiglu, mátt og mýkt
og hið hverfula og smáa. Í verkum
sínum beina listamennirnir sjónum
að plöntum og blómum á norður
slóðum, en þar er mikið um harð
gerðar jurtir í hrjóstrugu umhverfi,“
segir Becky. „Þetta eru ólík verk:
málverk, verk úr steini, gleri og
marmara. Saman mynda verkin
heild. Við Penelope skoðuðum verk
listamanna og völdum til sýningar
það sem okkur fannst mest spenn
andi.“
Þrjár kanadískar listakonur eiga
verk á sýningunni, en þau voru send
hingað til lands. „Það var gamall
draumur minn að sýna hér verk
eftir kanadíska listamenn og tengja
við Ísland,“ segir Becky.
Elsta verkið á sýningunni er frá
árinu 1967 og er eftir Jón Gunnar
Árnason, fengið að láni frá Nýlista
safninu. Unnur Mjöll Leifsdóttir
safnfulltrúi lýsir því: „Það er kraft
mikið og ógnvekjandi um leið.
Þarna mætir karllæg orka kvenorku
og það myndar mjúka og fallega
teikningu í rýminu.“
Unnur segist stolt af sýningunni.
„Hér er falleg og góð blanda af lista
verkum. Þar er unnið með það
agnarsmáa og fíngerða sem þrífst í
hrjóstrugu og harðgerðu umhverfi
og fegurðin í því er dregin fram.“
Sýningin stendur til 25. október.
Tákn fyrir seiglu og mýkt
Villiblómið er haustsýning Hafnarborgar. Ellefu listamenn eiga
verk á sýningunni og beina sjónum að plöntum og blómum.
Listamennirnir
Listamennirnir sem eiga verk
á sýningunni eru Arna Óttars
dóttir, Asinnajaq, Eggert
Pétursson, Emily Critch, Jón
Gunnar Árnason, Justine
McGrath, Katrina Jane, Leisure,
Nína Óskarsdóttir, Rúna Þork
elsdóttir og Thomas Pausz.
Í tilefni sýningarinnar kemur
út sýningarskrá með textum
eftir Becky Forsythe, Penelope
Smart, Ágústu Kristófersdóttur,
D‘Arcy Wilson, Ingu Björk
Marg rétar Bjarnadóttur og
Andra Snæ Magnason.
Becky Forsythe er annar sýningarstjóra sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Elsta verkið er eftir Jón Gunnar Árnason.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Bó k a m a r k a ð u r F é l a g s íslenskra bókaútgefenda hefur verið opnaður í Hörpu.
Markaðurinn var að venju haldinn
í febrúar og mars á þessu ári en
verulega dró úr aðsókn og sölu síð
ustu dagana, þegar COVID ástand
ið lagðist yfir landið. Fjölmargir
bókaunnendur urðu því af árlegri
heimsókn sinni á markaðinn.
Br y ndís Lof t sdóttir, f ram
k væmd a st jór i ma rk aða r ins ,
segir útgefendur hafa haft mikinn
áhuga á að halda haustmarkað
ef hentugt húsnæði fyndist og
reglur um f jöldatakmarkanir
yrðu rýmkaðar, líkt og nú hefur
gerst. „Við komumst hins vegar
ekki inn á okkar hefðbundna
stað við Laugardalsvöll, á meðan
fótboltaleikir standa yfir. Fyrir
nokkrum dögum opnaðist hins
vegar óvænt tækifæri fyrir upp
setningu markaðarins í rúmgóð
um og glæsilegum húsakynnum
Hörpu. Þar fer vel um bæði bækur
og fólk og aldeilis frábært að geta
tyllt sér við lítil borð með útsýni
yfir Reykjavíkurhöfn eða umluk
in ótal ljóðabókum, og gluggað í
góðar bækur.“
Á markaðinum eru ríf lega 5.000
bókatitlar sem skiptast nokkurn
veginn jafnt á milli skáldverka,
barnabóka og fræði og hand
bóka.
Barnabækur eru fyrirferðar
mestar, bæði í fjölda titla og fyrir
ferð. Þá fá skáldverk í kiljubroti
einnig sérstakan sess. Þar eru
þýddar bókmenntir í meirihluta
en glæpasögurnar fá nú sérstaka
deild enda langvinsælasti bóka
f lokkurinn. „Það er svo ánægju
legt að sjá að rómantískar bækur,
sem einfaldlega hétu einu sinni
ástarsögur, eru að vinna sig hratt
upp í vinsældum hjá lesendum
eftir langt hnignunarskeið. Ást og
haust fara líka svo vel saman. Lítið
kertaljós í kvöldmyrkrinu eykur
rómantíkina og skapar af bragðs
lestrarumhverfi,“ segir Bryndís.
Bókamarkaðurinn í Hör pu
stendur til 27. september og þar
er opið alla daga frá kl. 1220.
Fimm þúsund bókatitlar í Hörpu
Bryndís Loftsdóttir er framkvæmdastjóri markaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Sinfóníu hljómsveit Íslands býður upp á ókeypis kammertónleika í Hörpu á föstudögum
kl. 17.30 í september. Þar f lytja
hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar
létta og skemmtilega kammer
tónlist á klukkustundarlöngum
tónleikum á 1. hæð Hörpu. Það
er tilvalið að mæta snemma þar
sem veitingastaðurinn opnar kl.
16.30 en þar verður hægt að kaupa
drykki og tapasdisk.
Á næstu tónleikum, föstudaginn
18. september, verða f lutt verk eftir
Mozart, Schulhoff og Beethoven.
– kb
Ókeypis tónleikar í Hörpu
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU
AFMÆLISKRINGLUNNI
- fyrir 25-30 manns
PREN
TU
N
.IS
1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING