Fréttablaðið - 12.09.2020, Side 88

Fréttablaðið - 12.09.2020, Side 88
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Óttars Guðmundssonar BAKÞANKAR Skömmu fyrir jól fór ég í lið-skipti á hné. Aðgerðin tókst mjög vel. Röntgenmyndir af gerviliðnum sýndu fullkomna stöðu. Í raun var bara eitt lítið vandamál. Ég gat ekki fyrir mitt litla líf gengið á fætinum. Í hönd fóru endurteknar læknaheim- sóknir, sjúkraþjálfun og rann- sóknir. Allt kom fyrir ekki. Ég haltraði áfram með og án hækju. Í þessum hörmungum öllum tók sig upp gamalt brjósklos hinum megin svo að ég var orðinn fóta- laus. Ég fór í hlutverk farlama sjúklings. Konan mín fór í hlut- verk hins meðvirka aðstandanda sem studdi fótalausa manninn. Ég lærði að stjórna öllu mínu umhverfi með stunum og þján- ingarsvip. Verkjablæbrigði og alls konar aðgerðir voru aðalumræðu- efnið á heimilinu. Mér veittist létt að aðlagast píslarvættis- fórnar- lambshlutverkinu og velti því fyrir mér að fara í viðtal í fjöl- miðlum með mynd. Ætlaði að standa á hækjunum fyrir framan Borgarspítalann með þóttafullan raunasvip. Þegar ég hætti að geta hjólað fór ég að fitna af hreinni sjálfsvorkunn. Eftir nokkurra mánaða vesal- dóm fór að rofa til. Nýir læknar og sjúkraþjálfari komu að málinu. Gömul vinkona mín sendi mér lækna að handan sem höfðu sér- hæft sig í stoðkerfavandamálum. Verkirnir minnkuðu. En það var ekki sársaukalaust. Ég missti öll forréttindi sjúklingsins. Stunur voru harðbannaðar. Enginn sýndi þjáningum mínum neinn áhuga lengur. Konan mín fór á meðvirkni námskeið til að geta ráðið við ástandið ef allt færi á verri veg. Nú er ég farinn að sakna þeirra tíma þegar ég var mið- punktur tilverunnar. Kannski maður fari bara í liðskiptaaðgerð hinum megin. Aumingja ég Verslun í Kringlunni VEITINGASTAÐURINN 1.195,- © Inter IKEA System s B.V. 2020 Nýtt ERKÄNSLA ilmkerti í glasi 795,- 695,- ENRUM lukt fyrir sprittkerti Laugarásvegur 1 Pantaðu á skubb.is OG FÁÐU HEIMSENT Fyrir svanga ferðalanga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.