Fréttablaðið - 22.09.2020, Page 1

Fréttablaðið - 22.09.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 0 4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 REYKJAVÍK „Eftir að skólinn byrjaði aftur hefur dóttir mín fengið rosa- leg höfuðverkjaköst. Síðasta mið- vikudag leið yfir hana. Ég veit að það eru fleiri börn sem hafa fundið fyrir einkennum, til dæmis óút- skýrð útbrot og fleira,“ segir Jónína Sigurðardóttir, móðir barns í Foss- vogsskóla. Framkvæmdir fóru fram í sumar við húsnæði skólans sem áttu að tryggja að loftgæði þar væru heil- næm. Hluta skólans var lokað tímabundið í fyrra vegna myglu og ráðist var í framkvæmdir upp á tæpan hálfan milljarð króna. Eftir að framkvæmdunum lauk stigu for- eldrar barna fram sem fundu áfram fyrir einkennum. Framkvæmdum lauk í byrjun ágúst og barst lokaúttekt frá verk- fræðistofunni Verkís 17. ágúst. Er nú beðið eftir lokaúttektarskýrslu. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir segir Jónína að dóttir hennar finni fyrir einkennum í húsnæðinu. „Það er búið að útiloka allt annað en húsnæðið. Hún er búin að fara til tannréttingasérfræðings, augn- læknis, sálfræðings, sjúkraþjálfara og fara í taugapróf. Einkennin hverfa alltaf þegar hún er ekki í skólanum,“ segir Jónína. „Það snýst ekki um námið eða álag, það hefur aldrei verið jafn mikið álag á henni og í samkomubanninu, þá voru engin einkenni. Ég vildi óska þess að þetta væri eitthvað annað en húsnæðið.“ Valgerður Sigurðardóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að rífa þurfi húsnæðið og byggja nýtt. „Ég get ekki metið það öðru- vísi en að þetta húsnæði sé ónýtt og þurfi að rífa. Ég held að við náum aldrei öðruvísi að koma í veg fyrir þetta,“ segir Valgerður. „Í Kópavogi var Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda. Ég tel að það þurfi að gera hið sama í tilfelli Fossvogs- skóla.“ – ab / sjá síðu 6 Telur að rífa þurfi skólahúsið Móðir stúlku í Fossvogsskóla segir dóttur sína finna fyrir einkennum myglu í skólanum. Ráðist hefur verið í miklar framkvæmdir en borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að rífa þurfi skólabygginguna. Í Kópavogi var Kársnesskóli rifinn vegna myglu og raka- skemmda. Ég tel að það þurfi að gera hið sama í tilfelli Fossvogsskóla. Valgerður Sigurðar- dóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðis- flokksins HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 Hann er kominn! Nýr 100% rafmagnaður Volkswagen ID.3 Komdu í reynsluakstur #NúGeturÞú Mælst er nú til þess að fólk beri grímur í framhaldsskólum og háskólum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur í Verslunarskólanum fengu af hentar grímur í gær. Tilkynnt var um 30 ný tilfelli kórónaveirusmits hér á landi. Samkvæmt tölum almannavarna voru 242 manns í einangrun í gær, þar af 215 á höfuðborgarsvæðinu. Í sóttkví voru samtals 2.012. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FÓTBOLTI Kvennalandsliðið í knatt- spyrnu mætir Svíum í undankeppni EM í Laugardal. Efsta liðið í riðl- inum fer beint í lokakeppnina en þrjú lið með bestan árangur í öðru sæti fá einnig farseðil. Önnur sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti á EM. „Svíar eru með líkamlega sterkt lið en við teljum okkur vera það líka og við munum mæta þeim af fullum krafti í baráttunni,“ segir Jón Þór Hauksson, þjálfari lands- liðsins, sem kveður íslensku stelp- urnar munu mæta þeim sænsku af fullum þunga. „Vonandi heldur sá góði taktur sem hefur verið í liðinu áfram í þessum leik. Það er afar mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum,“ segir þjálfarinn. – hó / sjá síðu 12 Bak við luktar dyr er farmiði til Englands

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.