Hvöt - 01.04.1952, Blaðsíða 17

Hvöt - 01.04.1952, Blaðsíða 17
H V Ö T 15 framvegis yrði tvöföld bókfærsla við- höfð í reikningslialdi sambandsins. Svo sem venja er, fluttu hinir ýmsu fulltrúar skýrslur um störf félaga sinna, og lýstu jafnframt ástandi í bindindis- málum bver í sínum skóla. — Víða er málum þessum vel komið og þó inis- jafnlega. 1 sumum bindindisfélögum er allgott starf, önnur eiga erfitt uppdrátt- ar eða liggja niðri með öllu. Augljóst varð af skýrslum þessum, að ástandi í bindindismálum livers skóla er þar bezt komið, sem ríkt er eftir því geng- ið, að fylgt sé settum reglum, en sums staðar er illa á haldið. Aðalmál þessa þings var frumvarp að nýjum lögum fyrir sambandið. Þor- varður ömólfsson hafði sami-ð frum- varp þetta og var það fram lagt á fyrra þingdegi. Helztu nýmæli í frum- varpinu vora ákvæði þau, er mæltu svo fyrir, að skilvrði til þátttöku í sam- bandinu yrðu, að hvert félag hefði tóbaksbindindi í lögum sínum auk áfengisbindindis. — Ekki voru menn á eitt sáttir um afgreiðslu þessa máls. Minnihluti laganefndar, Árni Stefáns- son (Menntask.), taldi, að með þessu væri of stórt skref stigið, en leggja bæri meiri áberzlu á baráttuna gegn áfengis- neyzlu. Þorvarður Ömólfsson svaraði ræðu Árna. Hann benti einkum á hin illu álirif, sem tóbak liefur á mannslík- amann, og kvað tíma til kominn, að S. B. S. beitti sér af alefli gegn þeirri plágu, tóbaksnautninni. Allmargir ræddu þetta mál auk þeirra, sem nefndir eru bér að framan. Að lokum var ákvæði þetta samþ. með þeirri breytingu þó, að ekki kæmi það til framkvæmda^fyrr en að ári liðnu. Ymsar samþykktir vora ennfremur gerðar á þinginu, en óþarft er að geta þeirra hér, þar sem þær hafa flestar verið birtar í blöðum og litvarpi. Að þessu loknu var gengið til kosn- inga. Stjórn sambandsins skipa nú: FormaSur: Öli Kr. Jónsson (Kenn., end- urkosinn). VaraformaSur: Valdimar Örnólfsson (Menntask.). MeSstjórnend- ur: Tómas B. Sturlaugsson (Kenn.), Ásgeir Jóhannesson (Samvinnusk.) og Valva Ásgríms (Kvennask.). Eftirlits- mdSur: Þorvarður Örnólfsson kennari. íþróttanefnd: Baldur Halldórsson (Samv.sk) form. Að loknum þingstörfum var efnt til sameiginlegrar kaffidrykkju að Röðli. Þar fluttu ræður þeir Þorvarður Örn- ólfsson, kennari; Jón Böðvarsson, stud. mag. og Öli Kr. Jónsson, formaður sambandsins, er sagði þinginu slitið. — Að því búnu var stiginn dans til kl. I í danshúsum S. G. T. og S. K. T. Svo sem áður er um getið, sat þing þetta í 'lestrarsal íþöku, bókasafns Menntaskólans. Skylt er þakka léð lnís- næði, þó að salurinn væri illa til reiðu frá hendi húsvarða; kaldur og óræstuð borðin. — Flestir sættu sig fyllilega við þingstað þennan, þótt lélegur væri. Þeir vissu, að ýmislegt hefur breytzt á 15—20 árum, vissu, að sá tími er liðinn, þegar sambandið fékk, nær um- yrðalaust, hátíðasal skólans til afnota fyrir jiing sín. Þingfulltrúar kærðu sig kollótta um kuldann, því að aðstæð- uraar í Iþöku voru aðeins smækkuð

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.