Hvöt - 01.04.1952, Síða 19
H V Ö T
17
Eftir Parker ’52
PROLOGUS
Svo sem vonlegl er, liefur lesendum
þessa blaðs mjög þótt vanta pistil ein-
hvers konar, sem verið gæti þeirn upp-
örfun og andlegur styrkur, þá er þeysi-
dögg þýzkra endursagna birgir mönn-
um sólarsýn og miklar prófaplágur hrjá
og pína skólalýð allan. — Pistli þeirn,
sem hér hefur göngu sína, er ætlað
að bæta úr þessu ófremdarástandi að
einhverju leýti. En þar eð maður sá,
sem spjall þetta út úr sér kreistir, er
hvorki alvís né alskyggn, fer hann þess
á leit við lesendur, að þeir verði hon-
um innan handar og sendi blaðinu línu
eða hafi samband við það á einlivern
annan liátt, og tjái oss þannig hörm-
ungar sínar og hundalíf. Ennfremur
mættu þeir á það minnast, livað mark-
vert getur og skemmtilegt í skólum
þeirra; hversu liitinn er hár og ill-
bærilegur í liinum jarðnesku helvítum,
eins og vistarverur þessar eru rétt
nefndar.
HETJA Á HUNDASUNDI
Engan furðar á því nú orðið, þótt
háreysti og óhljóðan sé þar, sem
íþróttamenn og unnendur þeirra eru
sarnan komnir, og vart er slíkt í frá-
sögn færandi. Þó viljum vér vekja
athygli manna á nýbreytni, er fram
kom í þessu efni á sundmóti skólanna
ekki alls fvrir löngu.
A sundmóti þessu bar svo við, að
nemendur frá einum skólanna auð-
kenndu sig á all forkostulegan máta.
Að sjálfsögðu reyndu þeir, ekki síður
en aðrir, að bera sveit sína tii sigurs
með ópi og argi, en þar að auk báru
þeir smáflögg, sem þeir veifuðu til
manna sinna eggjunarorðunum til frek-
ari áherzlu. Hinir, sem engin flögg
höfðu, tóku nú að óttast mjög um
árangur sinna manna. En liér fór sem
jafnan fyrr, að skjótt skipast veður
í lofti. Á úrslitastundu ærðist mesti
kappi flaggberanna og brá sér á liunda-
sund, en slíkt brýtur í bág við öll
siðgæðislögmál sundmanna, enda var
liðið allt frá leik dæmt.
HITLERS JUGEND Á ISLANDI?
Atburður sá, er vér liöfum að fram-
an lýst, verður að teljast æði merki-
legur, enda vakli hann upp forvitni
vora á fólki þessu. Við eftirgrennsl-
an höfum vér orðið þess áskynja, að
nemendur þessa skóla eru miklu betur