Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Síða 10
10 FRÉTTIR 9. OKTÓBER 2020 DV Hættuleg einangrunar- stefna C laudia Ashanie Wilson var fjórtán ára þegar hún ákvað að verða lög- fræðingur. „Ég var alltaf að horfa á lögfræðidramað The Practice og fannst þetta vera mjög spennandi starf. Sér- staklega var ég hrifin af lög- fræðingnum Ellenor og vildi vera eins og hún. Ég man að kennarinn minn sagði að ég yrði örugglega fínn lögfræð- ingur því ég talaði svo mikið,“ segir Claudia og hlær. Hún er fædd og uppalin í Montego Bay, annarri stærstu borg Jamaíka, en ævintýra- þráin leiddi hana til Íslands þegar hún var aðeins 18 ára gömul. „Ég stefndi alltaf á að verða viðskiptalögfræðingur, keypti mér kennslubók í við- skiptalögfræði aðeins 14 ára gömul en skildi ekkert í henni. Ég lét það ekki stoppa mig og kom með bókina með mér þegar ég flutti til Íslands.“ Það er heldur ólíkt að alast upp á Jamaíka eða á Íslandi. Hún bjó í stóru húsi með for- eldrum, ömmu, afa, frændum, frænkum og fjórum systkin- um. Pabbi Claudiu er prestur en mamma hennar sjálfstætt starfandi, rak um tíma leigu- bílaþjónustu og verslun. Örlagarík bréfaskipti „Við krakkarnir vorum mikið að klifra í trjánum, tína ávexti og synda í ánni. Stundum veiddum við fisk og elduðum hann jafnvel bara við ána. Yfirleitt var ég úti allan dag- inn. En það eru breyttir tímar og ég er viss um að krakkar á Jamaíka eru jafn mikið í sím- anum og tölvuleikjum eins og krakkar hér.“ Claudia var alltaf góður námsmaður og frá sjö ára aldri hafði hún það sérstaka hlutverk að lesa fyrir afa sinn sem var ólæs og hafði aldrei gengið í skóla. „Ég las fyrir hann öll bréf sem hann fékk og skrifaði líka fyrir hann. Alltaf þegar hann hóaði í mig og kallaði Teacher! þá vissi ég að ég ætti að koma að lesa eða skrifa fyrir hann. Ég var sannfærð um að ég yrði kenn- ari, alveg þar til ég byrjaði að horfa á The Practice.“ Líklega hefur fjórtán ára Claudiu ekki órað fyrir fram- haldinu. Hún kom til Íslands árið 2001 og átti þetta bara að vera heimsókn. Hún hafði þá staðið í bréfaskriftum við ungan íslenskan mann sem bauð henni að heimsækja sig en á þessum tíma hafði hún aldrei einu sinni komið til Evrópu. Til að gera langa sögu stutta varð þessi maður síðar eiginmaður Claudiu og þau eignuðust saman tvíburana Owen Rúnar og Aaron Frey sem verða 15 ára í desember. Claudia segist alltaf hafa ver- ið með mikla réttlætiskennd, en áhugi hennar fyrir mann- réttindalögfræði og jafnréttis- málum jókst eftir skilnað. Varð meðeigandi í sumar Claudia útskrifaðist frá laga- deild Háskólans í Reykjavík árið 2014 og hlaut lögmanns- réttindi árið 2016. Lokaritgerð hennar fjallaði um Dyflinnar- reglugerðina og rétt hælisleit- enda til að andmæla endur- sendingu til öruggs þriðja ríkis. Hún er fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Ís- landi. Claudia hefur starfað hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners, frá árinu 2013 og í sumar var tilkynnt um að hún væri orðin meðeigandi. Helstu starfssvið Claudia eru mannréttindi, útlendinga- og flóttamannaréttur, gjald- þrotaskipti og refsiréttur. Þá hefur hún sérhæft sig í öflun atvinnuleyfa fyrir erlenda sérfræðinga til að starfa hjá íslenskum fyrirtækjum sem og erlendum fyrirtækjum með starfstöðvar hérlendis. Sam- hliða lögmannsstörfum sínum er Claudia stundakennari við Háskóla Íslands, Jafnréttis- skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og situr í fagráði SOS barnaþorpa á Íslandi. Þá hefur hún nýlega tekið sæti í fagráði Jafnréttissjóðs Íslands og stjórn í Íslandsdeildar Am- nesty International. Sterkar fyrirmyndir Um tíma sat Claudia í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna og segir þá reynslu hafa skipt hana miklu. „Skiln- aðurinn hafði mikil áhrif á mig. Það var erfitt að ganga í gegnum skilnað svona langt frá fjölskyldu minni og mér fannst ég vera svolítið ein. Ég átti þó góða að og fór að hugsa um hvernig þetta væri fyrir aðrar konur af erlendum upp- runa þegar þetta var erfitt fyrir mig sem þó þekkti að- eins inn á réttarkerfið á þeim tíma, þekkti samfélagið og talaði góða íslensku. Ég ákvað að taka þátt í starfi Samtaka kvenna af erlendum uppruna til að hjálpa öðrum konum en á endanum voru það allar hinar konurnar sem hjálpuðu mér,“ segir Claudia auðmjúk. Áður hafði hún aðallega séð í fjölmiðlum fjallað um kon- ur af erlendum uppruna sem hluta af einhvers konar sam- félagslegu vandamáli og þær í hlutverki fórnarlamba. Þarna kynntist Claudia hins vegar metnaðarfullum og sjálfstæð- um konum sem höfðu komið sér vel fyrir í íslensku sam- félagi. „Þetta opnaði augu mín fyrir því að þó að ég sé af er- lendum uppruna þá á það ekki að koma í veg fyrir að ég geti verið virkur samfélagsþegn. Þarna voru sannkallaðar kjarnakonur, í góðum störf- um með góða menntun. Þær Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is sýndu mér að allt er hægt. Sannarlega eru kerfisbundnar takmarkanir þegar kemur að möguleikum kvenna af erlend- um uppruna en saman getum við minnkað skaðleg áhrif þeirra og breytt viðhorfinu.“ Hún segir mikilvægt að hafa sterkar fyrirmyndir og er þakklát fyrir að geta nú sjálf talist vera sterk fyrir- mynd fyrir konur af erlendum uppruna á Íslandi. „Í fyrra var ég í viðtali á RUV English og deildi eftir það leigubíl með konu sem var með mér í við- talinu. Hún sagði þá að hana hefði lengið langað að hitta mig og þakka mér fyrir. Hún hafði þá lesið viðtal við mig í Morgunblaðinu sem var tekið eftir að ég útskrifaðist úr lög- fræðinni 2014 og þá fannst henni hún líka geta gert það sem hún vildi. Hún hafði menntað sig sem arkitekt í heimalandinu og dreif í að fá námið viðurkennt hér, þrátt fyrir margs konar hindranir. Konan lét það ekki stöðva sig að hún fengi ekki vinnu eftir að hafa fengið viðurkenningu á menntun og stofnaði hún bara sitt eigið fyrirtæki. Það gladdi mig mikið að hafa veitt henni innblástur og það geng- ur allt mjög vel hjá henni að mér vitandi.“ Heiður að læra af Ragnari Þegar Claudia hóf að leita að lögmannsstofu til að vinna á í starfsnáminu varð fljótt ljóst hvaða stofa yrði fyrir valinu. „Ég las mér til um hvaða stof- ur væru mannréttindasinn- aðar og alltaf kom upp nafn Ragnars Aðalsteinssonar og Réttur. Ég ákvað því að sækja um þar. Það er ekki hægt að fá betri kennslu en frá Ragnari Aðalsteinssyni. Hann er gang- andi alfræðiorðabók og honum eru mannréttindi í blóð borin. Það er heiður að vera lær- lingur hans.“ Hún sagði Ragnari strax frá áhuga sínum á málefnum útlendinga og flóttamanna og það var þá auðfengið að vinna að verkefnum þeim tengdum. „Ásamt þessu vann ég með öðrum samstarfsfélögum mín- um og var þeim til aðstoðar. Ég hef því breiðan þekkingar- grundvöll. Þó að mín helstu Claudia Ashanie Wilson vinnur að bættum hag hælisleitenda og flóttafólks. Hún segir mikilvægt að konur af erlendum uppruna hafi sterkar fyrirmyndir. Claudia varð í sumar meðeigandi að lögmannsstofunni Rétti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.