Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Síða 17
EYJAN 17DV 9. OKTÓBER 2020 Á meðan Íslendingar herða sóttvarnir eru Svíar að slaka á þeim. MYND/GETTY ásökunum. Hafi hjarðónæmi verið markmiðið þá hafi ekk- ert verið gert til að spyrna á móti faraldrinum. Hins vegar telur hann ekki raunhæft að miða allar að- gerðir og stefnumótun að mögulegu bóluefni en alls kostar óvíst sé hvenær slíkt bóluefni verði tilbúið til dreif- ingar. Að hans mati er veiran komin til að vera hér næstu árin og þurfi því að miða að- gerðir að þeim raunveruleika og læra að lifa með henni. Áhættuhópar í forgang Helst er sænskum yfirvöldum umhugað um áhættuhópa. En þau hafa viðurkennt að þeim hafi til að byrja með mistekist að vernda þá hópa með full- nægjandi hætti. Mikill meirihluti þeirra sem látist hafa í Svíþjóð af völdum veirunnar voru íbúar á öldrun- arheimilum eða einstaklingar sem nutu umönnunar í heima- húsum. Tegnell hefur sagt að ef hann gæti breytt einhverju í viðbrögðum Svíþjóðar við veirunni þá væri það að hlúa betur að áhættuhópum við upphaf faraldursins. Íslenski viðmælandi DV í Svíþjóð segir að hann hafi tekið eftir gagnrýni á yfirvöld við upphaf faraldursins enda gekk veiran hratt fyrir landið og gífurlega margir létust. Hins vegar hafi umræðan undanfarið verið á aðra leið. Ánægja sé með þær mark- vissu og íhaldssömu aðgerðir sem hafi verið ráðist í enda megi sjá það nú á stöðunni. Smitstuðull hafi lækkað mikið, smituðum hafi fækkað sem og þeim sem þurfi að leggjast inn á gjörgæslu. „Það hafa ekki orðið mark- tækar breytingar á þessu smitgengi síðustu vikunnar. Menn héldu að þetta færi aft- ur af stað í haust þegar skól- arnir byrjuðu aftur og annað. En það hefur ekki orðið enn. Þetta er öðruvísi ferill á út- breiðslunni en eins og í til dæmis Danmörku og Noregi. Þannig að menn eru að velta fyrir sér hverjar séu möguleg- ar ástæður og það eru ýmsar skoðanir á því.“ Hann segir eðlilegt að margir horfi nú til Svíþjóðar og velti fyrir sér hvort sænska leiðin hafi kannski ekki verið jafn galin og menn héldu í upphafi. „Það er að beinast ákveðið sviðsljós að Svíþjóð. Menn eru að velta fyrir sér hvaða aðgerða við höfum gripið til og hvort hægt sé að læra eitt- hvað af þeim. Eins hvort hægt sé að líta á Svía sem einhverja fyrirmynd núna.“ Viðmælandinn telur fulla ástæðu til að líta til Svíþjóðar og þeirrar stefnu sem hefur verið tekin þar. Segist hann geta rétt ímyndað sér þá þreytu sem Íslendingar hljóti að finna fyrir þegar nýjar aðgerðir eru boðaðar svo til vikulega án skýrrar stefnu til frambúðar. Það hljóti að skapa vissa undiröldu. Núna sé ástandið gott í Svíþjóð. „Ástandið hér er nokkuð gott og ég verð bara að segja að mér líður vel hér og er nokkuð afslappaður.“ Það er áhugavert að bera saman íslensku og sænsku leiðina. Þeirri íslensku var í upphafi fagnað en svo hallaði hratt undan fæti í sumar og mörg önnur ríki í heiminum eru nú búin að skrá fyrrver- andi fyrirmyndarríkið Ísland á rauðan lista. Svíþjóð sem var gagnrýnd í upphafi fyrir alltof mikla af slöppun virðist nú ætla að verða næsta fyrirmyndarríki. Hins vegar, bendir við- mælandinn á, er ekki búið að gera upp faraldurinn og hann er langt frá því að heyra for- tíðinni til. Tíminn einn muni því leiða í ljós hvaða leið hafi í reynd verið best. Til að komast að því þurfi heimurinn fyrst að komast í gegnum COVID. Og sá tími er enn ekki runninn upp og mun líklega ekki gera það neitt á næstunni. n Ástandið hér er nokkuð gott og ég verð bara að segja að mér líður vel hér og er nokk- uð afslappaður. Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.