Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Qupperneq 20
 HEITIR OG HÆFILEIKARÍKIR á lausu Einhleypum landsmönnum – og konum, er tíðrætt um að það sé ekki hlaupið að því að verða ástfanginn á tímum kóróna­ veirunnar. Allra síst þegar grímuskylda og snertibann eru við lýði. Það má þó vissulega nýta ýmis samskipta­ forrit til þess að eiga sam­ skipti og mynda tilfinn­ ingatengsl – jafnvel með heitum ástarbréfum líkt og forðum daga. JÓNSI Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós, er söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Sigur Rós. Jónsi skildi við sambýlismann sinn, Alex Kendall Somer, fyrr á árinu. Jónsi er hæfileikabúnt með meiru, hannar ilm fyrir fyrirtækið Fischer sem systur hans eiga og elskar hommateknó, að eigin sögn. Jónsi er búinn að fá COVID-19 en hann missti lyktarskynið um tíma, sem er afar óheppilegt fyrir ilmhönnuð. Jónsi gaf út nýja sólóplötu fyrir skemmstu sem kallast Shiver og tók 10 ár í vinnslu. Platan er stór- kostleg – eins og hann sjálfur. JÓEL SÆMUNDSSON Leikarinn Jóel Sæmundsson þykir sameina kyn- tákn og góða gæjann í eina ómótstæðilega blöndu að sögn vina. Jóel heimsækir heimili landsins öll sunnudagskvöld sem læknirinn í Ráðherranum, sjón- varpsþætti á RÚV. Þar er hann iðulega í eldhúsinu og þykir passa þar vel inn. Hann er hins vegar lítið fyrir að brjóta saman þvott í hinu raunverulega lífi, elskar körfubolta og er frá Raufarhöfn. SIGURÐUR HELGI PÁLMARSSON Sigurður Helgi er sjónvarpsstjarna á RÚV þar sem hann stýrir þáttunum Fyrir alla muni ásamt Viktoríu Hermannsdóttur auk þess er hann safnstjóri myntsafns Seðlabankans. Hann er því vafalaust veikur fyrir gömlum hlutum og kann að meta hluti með sögu. Siggi eins og hann er kallaður er sonur tónlistarhetjunnar Pálma Gunnarssonar og söng- og myndlistarkonunnar Þuríðar Sigurðardóttur svo hæfileikarnir drjúpa vafalaust af honum Sigga sem þykir toppgaur. GUÐMUNDUR INGI GUÐBRANDSSON Guðmundur Ingi er umhverfisráðherra og er fyrsti samkynhneigði karlráðherra þjóðarinnar. Guðmundur Ingi er með BSc.-próf í líffræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Guðmundur er kallaður Mummi, þykir einstaklega sjarmerandi og er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum í Reykjavík, svo það er uppáskrifað að hann er húsvanur og þykir jafnvel líklegur til afreka í eldhúsinu, en matreiðsla, móttaka gesta og borðsiðir eru meðal þess sem kennt er í skólanum. MYND/FACEBOOK MYND/IMDB MYND/ANTON BRINK M Y N D /S T E FÁ N 20 FÓKUS 9. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.