Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Qupperneq 24
24 FÓKUS 9. OKTÓBER 2020 DV GRÍMUKLÆDD FJÖLSKYLDA Á TRÉÐ COVID-fjölskylda með grímur til að hengja á tré, virð- ist seljast vel á amazon.com. Skrautið kostar frá 12 dollurum, en hægt er að fá með þremur eða fjórum fjölskyldumeðlimum. Pláss er á klósettpappírsrenn- ingnum til að skrifa nöfn fjölskyldumeðlima undir hvern og einn. Verð: Frá 11.99 $ Seljandi: Amazon.com TREYSTUM FAUCI Læknirinn Anthony Fauci, sem leiðir sóttvarnateymi Hvíta hússins, hefur ítrekað varað Bandaríkjastjórn og forsetann við COVID-19 sjúkdómnum og talað um að herða þurfi sóttvarnareglur þar í landi, en Bandaríkin hafa farið afar illa út úr faraldrinum. Á læknasloppnum stendur: Við treystum á Fauci. Einnig fæst læknirinn vinsæli úr mjúku efni á shoplightspeed.com og líkist hann þá lítilli dúkku. Nú er bara spurning: Hver hendir sér í að sauma þríeykið fyrir jólin? Verð: 19.99 $ Seljandi: callisterschristmas.com LÆKNIR OG HJÚKKA Þetta skraut er falleg gjöf handa læknum og hjúkrunarfræðingum á jóla- gjafalistann, en það er reyndar óþolandi að aðeins sé hægt að fá lækninn karlkyns og hjúkkuna kvenkyns. Engu að síður falleg skilaboð: „Við mættum í vinnuna fyrir þig, og þú varst heima fyrir okkur.“ Verð: Frá 60 $ Seljandi: Amazon.com SPRITTBRÚSINN GÓÐI Það eru ófáir sem hafa hamstrað spritt síðustu mánuði og vilja lík- lega ekki eyða meiri peningum í að kaupa glersprittbrúsa til að skreyta jólatréð með. Eða hvað? Jólasprittbrúsinn mokselst og er uppseldur í bili. Verð: 19.99 $ Seljandi: callisterschristmas.com GRÍMUSVEINNINN Mynd af þessu jólaskrauti hefur farið sem eldur í sinu og skrautið er nú víða uppselt. Brothætt eins og lífið sjálft, en fallegt á köflum og minning um erfiða tíma. Í um- sögn um skrautið er tekið fram að þó það sjáist ekki sé jólasveinninn brosandi. Verð: 21.99 $ Seljandi: callisterschristmas.com COVID-JÓLASKRAUT MOKSELST Húmorinn lengir lífið, sagði einhver og hló. Grín sem viðkemur veirunni skæðu er mis- vinsælt en jólaskraut sem byggir á ástandi heimsins virðist þó ætla að slá í gegn. F jöldi fólks er nú farinn að kaupa sér jólatrés-skraut, hvers hönnuðir hæðast að ýmsum aðstæðum sem hafa skapast í kringum kórónaveirufaraldurinn. Svo sem mikla sölu og söfnun heimsbyggðarinnar á klósett- pappír. Margir virtust hræð- ast það einna mest að enginn klósettpappír yrði fáanlegur. Grímuklæddir jólasveinar eru einnig að gera það gott, sem og hugljúfar kveðjur til heil- brigðisstarfsfólks.n Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is FJARFUNDARKONAN Heimavinnan er vinsælt efni í jólaskrauti í ár, en á síðunni personalizedornamentsforyou.com er hægt að velja úr alls kyns einangrunar/sóttkvíar/COVID/kló- settpappírsjólaskrauti. Einnig er hægt að bæta grímu við alls kyns hefðbundnar fígúrur. Þarna má vissulega eyða tíma og fjármunum, sé fólk blúsað í sóttkví. Verð: Frá 15 $ Seljandi: personalizedornamentsforyou.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.