Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Qupperneq 28
FIMM FLOTTAR GRÍMUR Elísabet Gunnarsdóttir, tískubloggari á Trendnet, deilir hér hugmyndum að fallegum grímum. Með aukinni grímuskyldu er ekki seinna vænna að tryggja sér góða grímu. Ég vil byrja á að taka það fram að ég er enginn sér-fræðingur um grímur og hvet því fólk til að kynna sér hvaða grímur skila þeim til- gangi sem ætlast er til. Um- hverfisins vegna þá er auðvit- að best að nota fjölnota grímur og eru þær einnig fallegri að mínu mati – það er þó mælst til þess að þær séu þvegnar einu sinni á dag í það minnsta,” segir Elísabet sem sjálf er bú- sett í Danmörku og þekkir því vel hvernig það er að ferðast með grímu. „Eins og áður þá held ég með íslenskum aðilum sem hafa prófað sig áfram í grímugerð og nýtt t.d. gamla efnisbúta í verkefnið. Gríman er líklega aukahlutur sem er kominn til að vera og því um að gera að velta þessu aðeins fyrir sér. Ég tók þó eftir því að þessi aukahlutur var ekki hluti af sýningum hátískunnar í ár og held ég að það sé með vilja gert – til að tengja ekki við eða minna fólk á þetta ömur- lega ástand. Síðar meir held ég að þetta verði án efa hluti af vöruúrvali þeirra,“ segir Elísa- bet sem skrifar meðal annars um tísku á trendnet.is og sinnir frumkvöðlastarfi í Danmörku þar sem hún býr. n Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is VETRARGRÍMA „Hvernig verður grímunotkun þegar fer að kólna? Munum við öll bera gömlu, góðu lambhúshett- una sem er þá auðvelt setja fyrir munninn í vissum aðstæðum?“ ANDREA „Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og vinkona mín gaf mér og Ölbu þessar grímur til að nota. Mér finnst þær æði og vona innilega að hún ætli sér að setja þær í sölu í verslun sinni í Hafnarfirði.“ HEIMATILBÚIN GRÍMA „Þegar dóttir mín (11 ára) ferðað- ist ein til Íslands þá föndraði hún grímu úr gömlum Nike sokk af pabba sínum. Slíkar grímur virka ekki eins vel og þriggja laga, en geta verið sniðugar fyrir börn og þá kannski á þeim aldri þar sem ekki er raunveruleg grímu- skylda. Sonur minn sem er 4 ára fékk einnig að velja sér grímu, en sú gerði ekki mikið gagn í sótt- vörnum.“ APÓTEK „Ég hef kosið að nota þessar hefðbundnu apóteksgrímur þegar ég þarf að ferðast milli heimilis míns í Danmörku og Íslands. Ég treysti þeim einhvern veginn best. Það þarf að gæta ýtrasta hreinlætis við notkun grímanna, snerta þær sem minnst og skipta um grímu þegar hún er orðin rök eða skemmd á einhvern hátt.“ SPÚÚTNIK „Spúútnik á Laugavegi selur úrval af grímum úr alls konar efnum.“ HILDUR YEOMAN „Íslenski hönnuðurinn Hildur Yeoman selur grímur úr efnum sem annars fara til spillis í saumaskap annarra flíka. Mæli með að skoða úrvalið hjá henni á Skóla- vörðustíg, en ég hef heyrt að þær seljist hratt upp.“ MYNDIR/AÐSENDAR 28 FÓKUS 9. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.