Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Page 36
 Hverjar eru Jill Biden og Melania Trump? Forsetafrúin Melania Trump og kennarinn Jill Biden gætu varla verið ólíkari. Þær eiga þó tvennt sameiginlegt. Eiginmenn þeirra sækjast eftir sömu stöðunni og þær hafa báðar gegnt fyrirsætustörfum. Á meðan Melania gerði það að farsælum ferli, einbeitti Jill sér að náminu og nældi sér í fjórar háskólagráður. 36 FÓKUS 9. OKTÓBER 2020 DV FYRIRSÆTUR Jill Biden og Melania Trump gegndu báðar fyrirsætu­ störfum á einhverjum tímapunkti. FYRRI STÖRF Melania seldi eitt sinn skartgripi. Jill er kennari að mennt. Jill Tracy Jacobs Biden er eiginkona fram­ bjóðanda Demókrata, Joe Biden. Jill Biden er bandarískur prófessor og var varaforsetafrú Bandaríkjanna á árunum 2009­2017. FYRRUM HJÓNABÖND OG BÖRN Jill fæddist þann 3. júní árið 1951. Hún giftist Bill Stevenson árið 1970 og skildu þau fimm árum seinna. Jill og Joe Biden eiga saman þrjú börn. Líf­ fræðilega eignuðust þau saman eina dóttur, Ashley Biden. Joe átti tvö börn úr fyrra hjóna­ bandi, drengina Hunter og Beau Biden. Hann missti eiginkonu sína og unga dóttur, þær Neiliu Hunter og Naomi Christinu Biden, í hræðilegu bílslysi árið 1972. Beau Biden lést árið 2015 eftir hetjulega baráttu við heilaæxli. Jill og Joe Biden hafa verið gift síðan árið 1977, en Joe þurfti að ganga töluvert á eftir framtíðareiginkonu sinni, það tók samtals fimm bónorð. Í viðtali við Vogue sagðist Jill vilja vera alveg viss áður en hún gengi að eiga Joe. Bæði vegna þess að hún vildi ekki að synir Joe Biden myndu missa aðra móður, en einnig vegna þess að hún var ekki viss um hvað sér þætti um að vera í sviðsljósinu. Á þessum tíma var Joe Biden öldungadeildar­ þingmaður með stóra drauma. NÁM OG STARF Jill tók sér eitt ár í frí frá námi til að sinna fyrir­ sætustörfum. Hún útskrifaðist með BA­gráðu í ensku árið 1975. Jill vann sem kennari á meðan hún tók mast­ ersgráðu í kennsluréttindum (Masters Of Education), með áherslu á lestur, árið 1981. Sama ár fæddi hún dóttur þeirra hjóna. Hún hætti að vinna í tvö ár til að ala upp börnin þeirra þrjú. Jill nældi sér svo í mastersgráðu í ensku árið 1987. Hún sneri aftur í skóla á sextugsaldri og fékk doktorsgráðu í mennta­ vísindum árið 2007. Jill Biden hefur kennt við hinar ýmsu mennta­ stofnanir, meðal annars við almenningsskóla (e. public schools) í þrettán ár. Í dag er hún enskuprófessor við almenningsháskóla (e. community college) í Norður­Virginíu í Banda­ ríkjunum. Hún segist ekki ætla að hætta að kenna þó að eiginmaður hennar verði kjörinn forseti. Hún ætlar að halda áfram að kenna við háskólann, alveg eins og hún gerði í þau átta ár sem hún var varaforsetafrú. Það þýðir að Jill, enskukennari með fjórar háskólagráður, gæti orðið fyrsta forsetafrúin sem er prófess­ or. Hún yrði þá einnig fyrsta forsetafrúin til að vera í launaðri vinnu, sem býr í Hvíta húsinu. Jill sagði eitt sinn: „Að vera kennari er ekki eitthvað sem ég geri, heldur hver ég er.“ Melania Trump er forsetafrú Bandaríkjanna. Hún er fyrsta útlenda konan til að gegna því hlutverki síðan árið 1829. MENNTUN OG FYRRI STÖRF Melania Trump fæddist Melanija Knavs í Sló­ veníu þann 26. apríl árið 1970. Melania lagði stund á arkitektúr og hönnun í háskólanum í Ljubljana í Slóveníu í eitt ár, þar til hún sagði skilið við nám. Þegar Melania var sextán ára gömul hóf hún farsælan feril sem fyrirsæta. Hún breytti eftir­ nafni sínu í „Knauss“. Þegar hún var átján ára gömul komst hún á skrá hjá ítalskri umboðs­ skrifstofu og þá byrjaði boltinn að rúlla. Hún hefur setið fyrir á síðum fjölda frægra tímarita á borð við Vanity Fair og GQ. ATHAFNAKONA Melania flutti til Manhattan árið 1996 og kynntist núverandi eiginmanni sínum í veislu í september 1998. Þau gengu í það heilaga árið 2005 og eignuðust soninn Barron ári seinna. Fyrir átti Donald Trump fjögur uppkomin börn, þau Donald Trump Jr., Eric Trump, Ivönku Trump og Tiffany Trump. Árið 2010 byrjaði Melania með eigin skart­ gripalínu, Melania Timepieces and Fashion Jewelry. Hún byrjaði einnig með húðvörulínu sem var til sölu í verslunum víða um Banda­ ríkin. Eftir að Melania varð forsetafrú sleit hún sambandi sínu við fyrirtækin líkt og embættið kveður á um, Í kjölfarið lögðust vörulínurnar af. Forsetafrúin talar fimm tungumál: slóvensku, serbnesku, ensku, þýsku og frönsku. MELANIA TRUMP JILL BIDEN MYND/GETTY MYND/GETTY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.