Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.10.2020, Qupperneq 2
Veður Hæg breytileg átt og allvíða létt- skýjað en snýst í vaxandi suðaust- anátt og þykknar upp SV-til seint í kvöld. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast á Suðausturlandi, en víða næturfrost inn til landsins. SJÁ SÍÐU 34 Svífur seglum þöndum Sjórinn umhverfis Gróttu er orðinn að paradís fyrir áhugafólk um íþrótt sem nefnist svifdrekaf lug. Voldugur svifdreki er festur við brimbretti og síðan er beðið eftir hagstæðum vindum. Eins og sjá má þá komst þessi ónefndi kappi í tæri við kjöraðstæður í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MATUR „Þetta er aðeins öðruvísi en venjulega og kannski svolítið skrýt- ið að maður sé að fara til útlanda á þessum tíma,“ segir kokkurinn Sig- urður Laufdal, en hann mun keppa í forkeppni Bocuse d'Or í Eistlandi 15.  október fyrir Íslands hönd. Sigurður og teymið á bak við hann, sem telur 10 manns, f lugu til Eistlands í gær. Hópurinn var skimaður fyrir brottför en einnig við komuna til Eistlands. Ef enginn er sýktur verður farið að undir- búa stóra kvöldið, en Ísland hefur alltaf komist í gegnum undan- keppnina og keppt í lokakeppninni í Lyon. Sú keppni er áætluð í júní á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta mat- reiðslukeppni sem haldin er í heim- inum, en hún hefur verið haldin síðan 198, Færri komast að en vilja og því er haldin undankeppni. Alls keppa 24 þjóðir á lokakvöldinu. Hópur af Íslendingum ætlaði að fara með til að styðja við bakið á Sigurði, en eins og á íþróttakapp- leikjum eru áhorfendur bannaðir, þannig að aðrir en keppendur og þjálfarar urðu eftir. „Ég þarf að enda í topp 10 til að komast í loka- keppnina. Keppnin í Lyon átti að vera í janúar og hefur alltaf verið þá. Það verður ekkert nema snilld að elda í sumarhitanum í Lyon,“ segir hann og hlær. „Það hefur verið brjáluð stemmning á pöllunum. En nú verður ekkert. Bara þögn, sem gerir þetta aðeins öðruvísi. Það er ótrúlega gaman að elda fyrir brjálaða íslenska stuðningsmenn sem hvetja mann áfram. Það hafa 50-100 Íslendingar farið á þessar keppnir í gegnum árin og látið vel í sér heyra svo eftir hefur verið tekið. Hvatning þeirra gefur manni smá orku,“ segir Sigurður, en hann tók þátt í keppninni árið 2013. Sigurður og félagar eiga að elda sjö stykki af eistneskri lynghænu í heilu og með lynghænueggi ásamt hinum drulluga catfish, sem veiðist ekki við Íslandsstrendur. „Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki íslenska heitið á honum. Ég hafði aldrei eldað svona fisk áður en ég fór að æfa mig.“ Það er mikill undirbúningur búinn að fara í æfingar enda átti forkeppnin fyrst að vera í maí, svo í september, en nú var ákveðið að láta slag standa og halda keppnina í október. „Þetta er aðeins stærra en að ég sé að fara bara með kokka- gallann til Eistlands. Sælkeradreif- ing bjargaði okkur um fiskinn og hænuna, Hafstúdíó hannaði fatið undir hænuna og Fastus stillti eld- húsinu upp eins og það verður í Eistlandi ásamt f leiri styrktarað- ilum sem hafa komið að þessu. Við höfum verið við æfingar í meira en ár. Mætt um átta og göng- um frá um klukkan 18 alla virka daga, nema í COVID-fríinu í mars. Við byrjuðum að taka tímaæfingar fyrir um tveimur mánuðum og gerðum þá í raun allt eins og við munum gera í keppninni. Þá erum við fimm og hálfan tíma í búrinu með þjálfara með okkur þannig við erum tilbúnir – kannski bara of tilbúnir. Það er ekkert víst að þetta klikki,“ sagði hann bjartsýnn áður en hann steig upp í f lugvél og hélt af stað til Eistlands. benediktboas@frettabladid.is Ársundirbúningur að baki fyrir Bocuse d’Or Sigurður Laufdal kokkur og hans teymi tekur þátt í forkeppni Bocuse d’Or í Eistlandi. Ársundirbúningi fyrir hina goðsagnakenndu keppni er loks lokið en hann viðurkennir að það sé skrýtið að ferðast til útlanda í þessu ástandi.   Sigurður Laufdal hélt utan í gær með fríðu föruneyti til að keppa í for- keppni á hinni virtu Bocuse d´Or matreiðslukeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FERÐAÞJÓNUSTA Gistinætur á hótel- um í september drógust saman um rúm 80 prósent á milli ára og voru í ár um 80 þúsund miðað við 434.200 í fyrra samkvæmt Hagstofunni. Í september voru gistinætur útlendinga einungis 18 þúsund og gistinætur Íslendinga um 62 þús- und. Sé fjöldi gistinátta í septem- bermánuði borinn saman við sama mánuð á síðasta ári, má ætla að gistinóttum Íslendinga hafi fjölgað um 65 prósent en á sama tíma hafi gistinætur útlendinga dregist saman um 95 prósent. Rúmanýting í september á þessu ári var um 15 prósent samanborið við rúm 60 prósent í sama mánuði í fyrra. – bdj Enn dregur úr fjölda gistinátta Ferðalög „Það voru margir sem hættu við og að sjálfsögðu endur- greiðum við fólki,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdar- stjóri VR, en þrjú af stærstu stéttar- félögum landsins, VR, Ef ling og Sameyki, stéttarfélag í almanna- þjónustu, buðu félagsmönnum sínum að af bóka sumarhúsadvöl um helgina gegn endurgreiðslu. Efling hefur lokað fyrir bókanir og Sameyki ætlar að taka upp fyrra kerfi þar sem sumarhús verða ekki í notkun á virkum dögum. Þessi þrjú stéttarfélög eiga um 200 sumarhús víðs vegar um landið og bað Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn hjá almannavörnum fólk að vera heima hjá sér um helgina. Sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. „Við sendum tölvupóst á alla sem áttu bókaða bústaði næstu daga og fórum yfir þessar reglur sem hafa komið frá sóttvarnayfirvöldum þar sem var mælt með því að vera ekki á ferðinni milli landshluta næstu tvær vikurnar. Þar buðum við öllum félagsmönnum upp á endurgreiðslu og það voru mikil viðbrögð við þeim tölvupósti. Það voru mjög margir sem óskuðu eftir endurgreiðslu og ætla ekki að fara,“ segir Stefán. VR biður fólk að spritta snertifleti bústaðarins við komu og brottför, en umsjónarmaður kemur einnig og sprittar. Í svörum Eflingar og Sameykis er svipaða sögu að segja. Félagsmenn hafi verið upplýstir um breytta stöðu og hafi getað hætt við bók- anir og fengið endurgreitt. Það hafi margir nýtt sér. – bb Félagsmenn í VR, Eflingu og Sam- eyki afbókuðu margir sumarhús Afbókuðu sumarbústaðaferðir Það er ekkert víst að þetta klikki. Sigurður Laufdal 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.