Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 4

Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 4
COVID-19 Í fyrstu bylgju kóróna­ veirufaraldursins dró úr aðsókn til sálfræðinga enda héldu sig f lestir innandyra og líðan fólks ekki mark­ vert verri. Nú er staðan önnur. „Aðsóknin til sálfræðinga hefur aukist og má segja að það sé komið svolítið annað hljóð í strokkinn. Fólk hefur aðlagast ógninni og er jafnvel minna kvíðið en það var fyrst sem merkja má á því að fólk er meira á ferðinni en fyrst var,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðu­ sálfræðingur á Kvíðameðferðar­ stöðinni. Slíkt gerist oft þegar fólk er útsett fyrir langvinna ógn. „Líkt og á stríðstímum, fólk verð­ ur að halda áfram með sitt líf.“ Sóley segir fólk vera farið að átta sig á því að faraldurinn sé ástand sem muni líklega vara talsvert lengi og þá reyni á úthaldið. Aðspurð segir hún að fólk á öllum aldri leiti sér aðstoðar en fæstir komi vegna faraldursins sem slíks. „Þó er vaxandi hópur sem þorir ekki út úr húsi vegna ótta sem er áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að veiran virðist ætla að vera meðal vor í talsvert langan tíma. Þeir sem voru kvíðnir og áhyggjufullir fyrir eru auðvitað viðkvæmari fyrir nú, eins þeir sem glímt hafa við depurð. Þó sjáum við lítið af því að fólk sé óvinnufært vegna óttans við kórónaveiruna, en þá á það við um einhverja sem eiga erfiðara með að vinna heiman frá sér.“ Störf sálfræðinga eru erfiðari þessa dagana að sögn Sóleyjar. Kvíðameðferð gengur út á að láta fólk horfast í augu við óttann án varúðarráðstafana. Það gengur ekki þegar raunveruleg ógn á í hlut. „Þá þarf að feta ákveðinn milli­ veg, hvetja fólk til að fylgja leið­ beiningum um sóttvarnir en ganga ekki mun lengra en svo, þannig að það komi verulega niður á lífs­ gæðum. Þá er mikilvægur liður í þunglyndismeðferð að hvetja fólk til aukins félagslífs og hreyfingar sem reynist erfiðara nú. Því þarf að finna lausnir innan þess ramma sem okkur er settur.“ Fólk á í vaxandi mæli erfitt með að f jármagna sálfræðimeðferð vegna þrenginga. Sóley segir það vonbrigði að ekki hafi verið gert ráð fyrir niðurgreiðslu á sálfræðiþjón­ ustu í fjármálaáætlun, þar sem yfir­ gnæfandi meirihluti Alþingis sam­ þykkti í vor að fella þjónustu undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. „Vissulega tekur tíma að ganga frá samningum um með hvaða hætti niðurgreiðslunni skuli háttað en brýnt er að f lýta samningum sem mest í ljósi ástandsins.“ Sóley hvetur fólk með kvíða til að viðhalda daglegri rútínu eins vel og hægt er, hafa sig til þótt einhverjir vinni heima, vera duglegt að halda sambandi við vini og ættingja yfir síma og net og nýta sér aðstæður til að rækta ný áhugamál. „Svo eru þessar aðstæður kjörið tækifæri til að æfa sig í því að þola við í óvissunni, sem lífinu óhjá­ kvæmilega fylgir. Hvernig væri lífið ef allri óvissu væri eytt og við viss­ um alltaf nákvæmlega hvað gerist næst? Sennilega ekki mjög spenn­ andi enda gefur það lífinu líka lit að allt getur gerst og lífið getur komið skemmtilega á óvart.“ ingunnlara@frettabladid.is Líkt og á stríðs- tímum, fólk verður að halda áfram með sitt líf. Sóley Dröfn Davíðs- dóttir, forstöðu sálfræðingur TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP ® CHEROKEE Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury: • 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting • Jeep Active Drive I Select Terrain með 4 drifstillingum, • Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera • Leðurinnrétting • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Íslenskt leiðsögukerfi • Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð • Hágæða Alpine hljómflutningskerfi með bassaboxi • Apple & Android Car Play • Bluetooth til að streyma tónlist og síma ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF FRÁBÆRT VERÐ: 7.990.000 KR. ÖFLUG DÍSELVÉL - 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING SPARNEYTINN - HLAÐINN LÚXUSBÚNAÐI 915 sæta nú einangrun á Íslandi vegna COVID-19. 6 milljörðum verður varið í ný störf hjá Orkuveitunni. 30 þúsund króna sekt mun bíða þeirra sem svindla sér um borð í strætó. 20 þúsund tonn verður árleg fram- leiðslugeta nýrrar landeldis- stöðvar í Þorlákshöfn. 67 prósent Reykvíkinga eru já- kvæð gagnvart göngugötum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í aðsendri grein sinni í Fréttablaðinu stefna að því að leggja fram frumvörp um breytingar á stjórnarskránni í nóvember. Katrín telur að í samfélaginu sé ríkur vilji til að fjallað sé um auðlindir í stjórnarskránni. Gylfi Þór Sigurðsson fótboltamaður skoraði bæði mörk íslenska karlalands­ liðsins í knattspyrnu í 2­1 sigri gegn Rúmenum á Laugardalsvelli. Þetta var í fjórða sinn sem Gylfi skorar tvö mörk fyrir Ísland í sama leik. Sigurinn þýðir að Íslendingar mæta Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumeistaramótinu þann 12. nóvember. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands sagðist í opnu bréfi til presta, djákna, organista og formanna sóknarnefnda og útfararstjóra, mælast til þess að opið helgihald muni falla niður í október og að kirkju­ starf eigi að taka mið af hertum sóttvarna aðgerðum stjórn­ valda. Í stað hefðbundins helgi­ halds hvetur hún kirkjur til þess að streyma messuhaldinu í gegnum netið. Þrjú í fréttum Ráðherra, fótboltamaður og biskup Kvíði fólks í þriðju bylgjunni minnir um margt á stríðstíma Kvíði í þriðju bylgju kórónaveirufaraldursins er talsvert öðruvísi en í fyrstu bylgjunni samkvæmt Sól- eyju Dröfn Davíðsdóttur, forstöðusálfræðingi á Kvíðameðferðarstöðinni. Þyngra hljóð er í fólki og meiri depurð og uggur í garð vetrarins en áður. Vaxandi hópur fólks þorir ekki út úr húsi af ótta við veiruna. Sóley segir það algengt að fólk verði minna kvíðið þegar það aðlagast langvarandi ógn eins og nú er. MYND/STEFÁN TÖLUR VIKUNNAR 04.10.2020 TIL 10.10.2020 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.