Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2020, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.10.2020, Qupperneq 6
í vinnuna sem er í gangi með Vega- gerðinni, ráðuneytinu og Faxaflóa- höfnum.“ Helsta breytingin á þessu aðal- skipulagi er að horft sé saman á bæði húsnæðis- og samgöngu- kostnað. Er þá stefnt að því að innan við helmingur borgarbúa árið 2040 noti bíl. „Húsnæði og samgöngur eru tvær hliðar á sama peningnum. Þess vegna erum við að breyta ferðavenjum. Við stefnum að því að hlutfall einkabílsins fari undir 50 prósent og eru það metnaðarfyllstu markmið um breyttar ferðavenjur sem sett hafa verið. Það er bæði til að minnka kolefnisfótsporið en einnig til að bæta lífsgæðin. Færri bílastæði, f leiri græn svæði.“ arib@frettabladid.is Þessi breyting er okkar stærsta framlag til loftslagsmála og bættra lífsgæða. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipu- lags- og sam- gönguráðs Reykjavíkur Miðað við áætlun verður íbúafjöldi Reykjavíkur kominn hátt í eða yfir 160 þúsund árið 2040. REYKJAVÍK „Þetta er stór sýn sem er teiknuð upp til 20 ára. Það er gríðar- lega mikilvægt að við hugsum þetta ekki í kjörtímabilum. Þessi breyting er okkar stærsta framlag til lofts- lagsmála og bættra lífsgæða. Við erum að sjá mörg góð þéttingar- verkefni í hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og það er samstaða um að nýta vel núverandi innviði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngu- ráðs Reykjavíkur. Í vikunni voru lagðar fram breyt- ingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, þar á meðal var viðauki um fram- tíðarsýn til ársins 2040. Miðað við áætlun verður íbúa- fjöldi Reykjavíkur kominn hátt í eða yfir 160 þúsund árið 2040. „Við erum með þrjár sviðsmyndir, miðjusviðsmyndin, sem við miðum okkur helst við, gerir ráð fyrir að þúsund íbúðir verði byggðar á ári,“ segir Sigurborg. „Stærstu uppbyggingarsvæðin næstu 20 árin verða Ártúnshöfði, en það hverfi mun haldast í hendur við Vogabyggðina. Síðan sjáum við fram á mikla uppbyggingu með- fram Borgarlínunni, mest með- fram Suðurlandsbrautinni. Það eru Skeifan, Orkuhússreiturinn og fleiri svæði. Svo er það flugvallarsvæðið,“ segir Sigurborg. Gert er ráð fyrir að 13.500 íbúar bætist við í austurhluta borgar- innar, á Ártúnshöfða, í Vogabyggð, Úlfarsárdal og Keldum. Á þéttingar- reitum miðsvæðis, við Kringluna og Suðurlandsbraut, er gert ráð fyrir sjö þúsund íbúum. Í miðborginni, í Vatnsmýrinni, á háskólasvæðinu og á f lugvallarsvæðinu er gert ráð fyrir 16 þúsund íbúum. Sigurborg útilokar ekki að þétta þurfi meira í miðborginni til að ná loftslags- markmiðum borgarinnar. Hún segir að í þessu aðalskipu- lagi sé ekki gert ráð fyrir að f lug- völlurinn fari strax. „Við gefum þessu rúman tíma í samræmi við þá vinnu sem er í gangi núna með ríkinu. Það mun taka einhvern tíma að færa hann,“ segir Sigurborg. Er gert ráð fyrir að flugvöllurinn verði farinn árið 2032. „Við reiknum með að sá tími fari í að finna honum nýjan stað.“ Í dag eru tæplega 53.600 íbúðir í Reykjavík. Miðað við hóf legan vöxt þarf þeim að fjölga um 17.200 til ársins 2040, stefnan er tekin á að reisa þúsund íbúðir á ári, eða 20 þúsund á tímabilinu. Stefnt verði að Innan við helmingur borgarbúa keyri Skipulags- og samgönguráð hefur afgreitt framtíðarsýn Reykjavíkurborgar til ársins 2040. Markmiðið er að reisa þúsund íbúðir á ári, sextán þúsund manna byggð í Vatnsmýri og stórt íbúðahverfi á Ártúnshöfða. Þá verði innan við helmingur ferða farinn á einkabílum. Telur markmiðin óraunhæf Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokksins, segir að uppbygging- in verði of hæg til að mæta skorti og markmiðin séu óraunhæf. „Miðað við nýjustu upplýsingar Samtaka iðnaðarins þá fer upp- safnaður íbúðaskortur vaxandi. Til að mæta því þarf að tryggja framboð af nýju hagstæðu bygg- ingarlandi, ekki einungis að þétta byggð,“ segir Eyþór. Hann segir borgina vera að missa af kjörnu tækifæri til að skipuleggja Keldnaland fyrir stofnanir og íbúðabyggð. „Skipu- lagið er að minnsta kosti fimm árum of seint í tíma. Það er mjög dýrt að þétta byggð og það kemur á óvart að félagshyggju- flokkarnir leggi einungis áherslu á að byggja dýrar íbúðir.“ Þá telur hann óraunhæft að gera ráð fyrir að flugvöllurinn víki á næstu árum. Þar geri borgin ráð fyrir 4.000 íbúðum á næstu tíu árum sem hann telur óraunhæft að treysta á. „Fyrst þyrftum við að vinna okkur upp úr efnahags- þrengingunum, síðan að finna nýtt flugvallarstæði, ná sátt meðal þjóðarinnar til að fjár- magna slíka uppbyggingu og loks klára að byggja nýjan flugvöll. Þó þetta gengi allt eftir þá mundi það taka mörg mörg ár. Þessi vinnubrögð munu auka áfram á íbúðaskortinn í borginni.“ Skilar miklum ábata Fyrsta lota Borgarlínu skilar 25,6 millj arða sam fé lags legum ábata á næstu 30 árum samkvæmt út- reikningum dönsku verk fræði- stof unnar COWI og Mannvits sem birtir voru í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti 38 milljarða króna með óvissuálagi. Ábatinn skýrist mikið til af tímasparnaði þeirra sem munu nota Borgarlínu. „Tíðni og forgangur vagna er mikil- vægast, því þá styttist ferða- tíminn,“ segir Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar. „Þetta er aðferðafræði sem hin Norðurlöndin nota til að bera saman framkvæmdir, þá er strax kominn samanburðargrund- völlur, í mínum draumaheimi yrði þetta gert fyrir allar stórar innviðaframkvæmdir hins opin- bera.“ ✿ Mikil uppbygging fram undan meðfram Borgarlínu því að fjórðungur nýrra íbúða verði á vegum húsnæðisfélaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Sigurborg segir það gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir borgina að f lugvöllurinn víki, rauði þráð- urinn í allri skipulagsvinnunni sé að minnka kolefnisfótspor. „Að byggja þarna gefur okkur minnsta kolefnissporið. Við styttum vega- lengdir þeirra sem munu búa þarna í framtíðinni alveg gríðarlega. Það er ekki róttækni að ætla að standast markmið Parísarsamkomulagsins. Heldur er það sjálfsagður hlutur og því eðlilegt að við gerum það sem þarf.“ Sundabraut er óbreytt á aðal- skipulaginu. „Við breytum því ekki þar sem ekki er komin niðurstaða Það er mjög dýrt að þétta byggð og það kemur á óvart að félagshyggjuflokkarnir leggi einungis áherslu á að byggja dýrar íbúðir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.