Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 12

Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 12
Ódýrt Afgreiðslutímar á www.kronan.is Mexíkósk Nýtt! 1099 kr.stk. Krónu súpa, 1 lítri, blómkáls/aspas Mmm ... Súpur fyrir alla fjölskylduna! 1589 kr.stk. Krónu súpa, 1 lítri, kjúklinga/kjötÓd ýrt RÚS S L AND Utanríkisráðherrar Armeníu, Aserbaísjan og Rúss- lands funduðu í Moskvu í gær til að freista þess að koma á friði á milli Armena og Asera. Minnst 380 manns hafa látist í átökum í Nagornó-Karabak-héraði síðustu vikur og hafa þúsundir flúið heimili sín. Þá herma óstaðfestir heimildir að yfir 50 óbreyttir borgarar, þar á meðal börn, hafi fallið í átökunum Héraðið tilheyrir Aserbaísjan en hefur í áratugi verið undir stjórn Armena. Mikill ótti ríkir um að átökin breiðist út og hafa Íranir ótt- ast áhrif þess að Tyrkir hafi fengið vígamenn frá Sýrlandi til að berjast við hlið Asera. Frakkar og Banda- ríkjamenn hafa hvatt ríkin til frið- ar. „Við stefnum á að binda enda á átökin í kvöld eða á morgun,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsfor- seti við AFP í gær. Ilham Aliyev, forseti Aserbaísjan, hét því að átökin myndu halda áfram þangað til héraðið væri aftur í höndum Asera. Staða Armeníu er veik þar sem Rússar, sem eru með þeim í bandalagi, hafa ekki verið reiðubúnir að koma þeim til aðstoðar með beinum hætti. Aliyev birti yfirlýsingu á Twitter um þorp sem að Aserar eiga að hafa náð á sitt vald af Armenum og fagnaði þeirri niðurstöðu ákaft. Þær upplýsingar höfðu ekki verið staðfestar. „Við gefum Armenum tækifæri til að ljúka þessu friðsamlega. Þetta er þeirra síðasta tækifæri,“ sagði Aliyev við Al Jazeera. „Við munum með einum eða öðrum hætti ná tökum á okkar landi.“ Í umfjöllun Al Jazeera um fund- inn kom fram að skipuleggjendur hans vonuðust til að í versta falli myndu Armenar og Aserar fallast á tímabundið vopnahlé til þess að skiptast á hermönnum sem teknir hefðu verið höndum sem og að gera stríðandi fylkingum kleyft að sækja lík þeirra sem fallið hafa í átök- unum. – ab Funduðu um frið í Moskvu Ilham Aliyev forseti Asera. MYND/EPA Þúsundir hafa verið teknar af lífi án dóms og laga í eiturlyfjastríði Duterte forseta síðan 2016. MYND/GETTY Enginn vafi að þrýstingurinn á Duterte hafi borið árangur Utanríkisráðherra segist sannfærður um að samstarf með stjórnvöldum á Filippseyjum sé rétta leiðin til að koma á úrbótum fyrir almenna borgara og stöðva frekari blóðsúthellingar. Einnig að þrýstingur og málafylgja Íslendinga hafi skipt sköpum til að fá Duterte að samningaborði Sameinuðu þjóðanna. Standi stjórnvöld á Filippseyjum ekki við sín fyrirheit mun mann- réttindafulltrúinn væntan- lega upplýsa mannréttinda- ráðið um það. Guðlaugur Þór Þórðarson, utan- ríkisráðherra FILIPPSEYJAR Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra segir engan vafa leika á að þrýstingur alþjóða- samfélagsins hafi borið árangur á Filippseyjum. Önnur ályktun Íslands var samþykkt í mannrétt- indaráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni en nú í samstarfi við stjórn- völd í Maníla. Í júní var birt skýrsla Sameinuðu þjóðanna um „stríðið gegn fíkniefnum“ þar sem kom fram að þúsundir hefðu verið tekin af lífi án dóms og laga og án ábyrgðar. „Sú ályktun sem Ísland lagði fram í fyrra sendi skýr skilaboð og var mikilvægt skref í að tryggja að stjórnvöld á Filippseyjum fyndu fyrir þrýstingi alþjóðasamfélags- ins,“ segir Guðlaugur. „Skýrslan sem útbúin var af hálfu skrifstofu mannréttindafull- trúa Sameinuðu þjóðanna og lögð fram í mannréttindaráðinu í sumar var bein afleiðing af fyrri ályktun okkar. Staðfesti skýrslan þannig málflutning þeirra sem lýst höfðu áhyggjum af alvarlegum mannrétt- indabrotum í hinu umdeilda „stríði gegn eiturlyfjum“ á Filippseyjum.“ Segir Guðlaugur að hin nýja ályktun staðfesti að málafylgja Íslands hafi haft þau áhrif að Fil- ippseyjar hafi loks fengist að samn- ingaborðinu. Undirstrikar hann þó að langur vegur sé að bættri stöðu mannrétt- inda í landinu. „En það er okkar trú að samstarf við ríki um úrbætur í mannréttindamálum sé líklegast til árangurs – sé umrætt ríki tilbúið í slíkt samstarf.“ Amnesty, Mannréttindavaktin og f leiri hafa gagnrýnt Sameinuðu þjóðirnar fyrir að ganga ekki nógu langt. Rachel Chhoa-Howard hjá Amnesty, hefur bent á Camilo Cas- colan, „arkítekt eiturlyfjastríðsins“, hafi nýlega verið gerður að ríkislög- reglustjóra og orðræða Durte te sé enn mjög hörð. „Mitt starf er að hræða fólk, ógna fólki og drepa fólk,“ sagði Duterte í ræðu í mars. Þá hafi fjölmiðlakonan Maria Ressa verið æmd fyrir meiðyrði og ABS- CBN sjónvarpsstöðinni lokað. „Við vitum að ekki eru allir sáttir við að ekki skuli hafi verið gengið lengra og skil ég það vel, með hlið- sjón af þeim mannréttindabrotum sem framin hafa verið,“ segir Guð- laugur. „Hitt liggur í augum uppi að ef samstarf við Filippseyjar um úrbætur í mannréttindamálum, þar sem Sameinuðu þjóðirnar fá skil- greint hlutverk, á að takast verður að nálgast verkefnið af raunsæi. Þess vegna skiptir miklu máli að frekara samstarf Filippseyja við Sameinuðu þjóðirnar hefur nú komist á.“ Segist hann sannfærður um að þessi leið sé hin rétta og geti leitt til úrbóta fyrir venjulegt fólk. Með ályktuninni hafa stjórnvöld í Maníla skuldbundið sig til að vinna með mannréttindafulltrúanum að endurbótum. Verkefnið sé til tveggja ára og feli í sér aðgerðir gegn refsileysi, gagna- söfnun um lögregluna, styrkingu frjálsra félagasamtaka, aðlögun löggjafar að hryðjuverkum og að aðgerðir gegn eiturlyfjum muni taka mið af mannréttindum. „Standi stjórnvöld á Filippseyjum ekki við sín fyrirheit mun mann- réttindafulltrúinn væntanlega upp- lýsa mannréttindaráðið um það. .“ Aðspurður um hvort hægt verði að draga Duterte til ábyrgðar segir Guðlaugur að það sé á ábyrgð hvers ríkis að tryggja að farið sé að lögum og alþjóðaskuldbindingum. „Ef stofnanir laga og réttar í við- komandi ríkjum bregðast er það aftur á móti skylda alþjóðasam- félagsins að draga þá til ábyrgðar sem sök eiga á alvarlegum mann- réttindabrotum. Við höfum hins vegar lagt upp með að reyna að bæta stöðuna núna og reyna þannig að koma í veg fyrir frekari blóðsúthell- ingar án dóms og laga,“ segir hann. kristinnhaukur@frettabladid.is 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.