Fréttablaðið - 10.10.2020, Síða 18

Fréttablaðið - 10.10.2020, Síða 18
FÓTBOLTI Íslenska kvennalands­ liðið í knattspyrnu heldur áfram í vegferð sinni að tryggja sér sæti á EM 2022 sem haldið verður í Eng­ landi, þegar liðið fer í annan topp­ slag við Svíþjóð í lok þessa mánaðar. Leikurinn fer fram á Gamla Ullevi­ leikvanginum í Gautaborg 27. októ­ ber. Undirbúningur íslenska liðsins verður sérstakur í ljósi þess æfinga­ og keppnisbanns sem nú er í gildi á Íslandi vegna COVID­19. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, valdi í gær hópinn fyrir leikinn gegn Svíum. Jón Þór segir að aðstæður sem honum eru færðar í hendur til þess að búa liðið undir jafn mikilvægan leik og fram undan er, séu vissulega ekki ákjósanlegar. Hann segir leikmenn íslenska liðs­ ins hins vegar blessunarlega búa að reynslu af því að takast á við að vera í æfinga­ og keppnisbanni frá því síðasta vor. Þá sé hugarfar gott og aginn það mikill að hann hafi ekki áhyggjur af líkamlegu og andlegu formi leikmanna. Hins vegar muni leikformið ekki vera upp á það besta hjá þeim leikmönnum sem spila hér heima, sem sé bagalegt. „Þeir leikmenn sem spila með íslenskum liðum munu koma saman til æfinga 20. október, ef núverandi tímarammi í reglum um sóttvarnir mun standast og aðstæð­ ur breytast ekki. Við munum ekki kalla þá leikmenn sem eru að spila úti til Íslands, heldur mun hópur­ inn sameinast í Gautaborg fjórum dögum fyrir leik og hefja undir­ búninginn saman þar. Þetta er besti undirbúningurinn sem í boði er við núverandi aðstæður að okkar mati,“ segir Jón Þór, en þeir leikmenn sem spila hér heima hafa, þegar kemur að leiknum við Svía, þá ekki spilað leik í tæpan mánuð og ekki æft með liðum sínum í rúmar þrjár vikur. „Auðvitað er þetta ekki drauma­ undirbúningur en við verðum bara að tækla stöðuna eins og hún er og undirbúa okkur eins vel og mögu­ legt er. Það jákvæða við þetta er að leikmennirnir hér heima eru í góðu leikformi eins og staðan er núna og þá eru félögin farin að GPS­mæla æfingar sínar, sem gefur mér mögu­ leika á að sjá hvernig líkamlegt form þeirra er. Þá eru leikmenn komnir með reynslu í því að halda sér í sínu besta líkamlega formi með einstakl­ ingsæfingum, eftir samkomubann­ ið sem sett var á í upphafi sumars. Þá er hugarfar leikmanna liðsins það sterkt að ég hef ekki áhyggjur af andlegu hliðinni hjá þeim.“ Liðin, sem eru jöfn að stigum á toppi riðilsins með 13 stig hvort lið, mættust á Laugardalsvellinum í lok september og gerðu 1­1 jafntefli. Jón Þór gerir eina breytingu á hópnum frá þeim leik, en Andrea Rán Snæ­ feld Hauksdóttir kemur inn fyrir liðsfélaga sinn Rakel Hönnudóttur. Svíar standa betur að vígi en Íslendingar, þar sem sænska liðið hefur betri markatölu þar sem munar fjórum mörkum. Efsta liðið fer beint í lokakeppni Evrópu­ mótsins, en liðin þrjú með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum níu í undankeppninni fá einnig farseðil til Englands. Eins og staðan er núna er Ísland í þriðja sæti af þeim liðum sem sitja í öðru sæti. Eftir þennan leik eiga liðin tvo leiki eftir í riðli sínum, en íslenska liðið mætir Sló­ vakíu og Ungverjalandi ytra, mán­ aðamótin nóvember og desember. hjorvaro@frettabladid.is Engin draumastaða fyrir þjálfarana Þjálfari kvennalandsliðsins segir það enga óskastöðu að flestir leikmenn liðsins séu í fríi frá æfingum og leikjum í aðdraganda stór- leiksins gegn Svíum í undankeppni EM. Þrátt fyrir það telur hann að reynsla úr fyrri bylgjunni geti hjálpað til við undirbúninginn. Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2021 Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Áhersla er lögð á eftirfarandi: • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu. • Aðgerðir til að efla félagsfærni og draga úr einmanaleika. • Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu. • Áfengis, vímu- og tóbaksvarnir. • Verkefni sem tengjast kynheilbrigði. • Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu. Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum: • Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi • Stefna í áfengis- og vímuvörnum til 2020 • Stefna og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til 2020 Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang: - Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu. - Verkefni með eigin fjármögnun og/eða aðra fjármögnun. Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið. Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu. Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2020 og skal sótt um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/. Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef embættis landlæknis. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins. Embætti landlæknis - Katrínartúni 2 - 105 Reykjavík - Sími 5101900 - lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is FÓTBOLTI Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni í knatt­ spyrnu karla hafa ákveðið að heim­ ilt verði að kaupa áskrift til að horfa á þá leiki sem ekki eru sýndir í sjón­ varpi í október. Mögulegt verður þá að kaupa áhorf á staka leiki. Er þetta gert til þess að mæta því tekjutapi sem félögin í deildinni verða fyrir, þar sem áhorfendur mega ekki mæta á leiki deildarinn­ ar það sem eftir lifir mánaðarins. Félögin eru enn fremur að mæta þörfum stuðningsmanna sinna sem geta ekki séð liðin sín á vellinum eða í sjónvarpi. Forráðamenn ensku úrvalsdeild­ arinnar stefndu að því að hleypa áhorfendum aftur inn á vellina í byrjun október, en nýjasta bylgja kórónaveirufaraldursins frestaði þeim áformum. Leikið hefur verið fyrir luktum dyrum í deildinni síðan um miðjan mars síðastliðinn vegna faraldursins. Ekki eru allir sáttir við þessa auknu þjónustu, en Gary Neville telur þetta slæma þróun fyrir ensku úrvalsdeildina. Þá hafa samtök knattspyrnuáhugamanna gagn­ rýnt verðið sem greiða þarf fyrir að horfa á hvern leik, sem er tæp 15 pund sem samsvarar tæpum 3.000 íslenskum krónum. Þá séu það hjákátleg rök fyrir verðinu að styrkja eigi félögin, í ljósi þess að félögin hafi varið rúmum milljarði punda í leikmannakaup og fengið styrk frá breska ríkinu til þess að greiða starfsmönnum sínum laun. – hó Halda áfram að sýna frá öllum leikjum í Englandi Hægt verður að kaupa stakan leik fyrir 15 pund sem er um þrjú þúsund íslenskar krónur. 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Jón Þór, ásamt Hlín og Söru, sem bætir leikjametið í næsta leik. MYND/VALLI Titilvörn Liverpool skall á vegg í Birmingham á dögunum. MYND/EPA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.