Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 19

Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 19
FÓTBOLTI Strákarnir okkar fá tæki- færi til að hefna fyrir fyrri kynslóðir og reka dönsku grýluna í kaf annað kvöld þegar Ísland mætir Dönum. Þetta verður í 24. sinn sem þessi lið mætast og hafa Íslendingar ekki enn unnið nágranna okkar og frændur. Danir hafa farið illa með Íslendinga til þessa og bera ábyrgð á stærsta tapi Íslands frá upphafi í 14-2 sigri Dana árið 1967. Í þessum 24 leikjum hafa Danir unnið tuttugu sinnum en fjórum sinnum hefur lokið með jafntefli, síðast árið 1991. Gullkynslóð karlalandsliðsins sem er einum leik frá því að kom- ast á þriðja stórmótið hefur ekki fengið mörg tækifæri til að kljást við Danina. Flestir komu þeir við sögu í æfingaleik á vordögum 2016 í aðdraganda Evrópumótsins í 2-1 sigri Dana og þá komu einhverjir við sögu í leikjum liðanna í undan- keppni EM 2012, þegar margir af reyndari leikmönnum liðsins í dag voru að stíga fyrstu skref sín með landsliðinu. Það er óvíst hvenær Ísland fær jafngott tækifæri til að binda enda á þessar ógöngur. Á fimmtudaginn tókst Íslandi að vinna Rúmeníu í fyrsta sinn í þriðju tilraun. Hefur karlaliðið nú unnið 37 af þeim 54 aðildarþjóðum sem eru nú hluti af evrópska knatt- spyrnusambandinu en þeir hafa aldrei mætt Bosníu, Gíbraltar, San Marínó eða Serbíu. Telst Ísland því hafa unnið leiki gegn 37 af þeim 50 aðildarþjóðum UEFA sem Ísland hefur mætt. Eftir standa Aserba- ísjan, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Frakkland, Hvíta-Rússland, Ísrael, Portúgal, Pólland, Skotland, Svart- f jallaland, Sviss og Þýskaland. Strákarnir okkar hafa ekki fengið mörg tækifæri gegn þjóðum eins og Aserbaísjan, Hvíta-Rússlandi, Ísrael, Svartfjallalandi og Þýska- landi, en Danir eru sú þjóð sem Ísland hefur mætt oftast án þess að vinna leik. – kpt. Gullkynslóðin getur náð fram hefndum gegn Danmörku Verður í annað sinn sem gullkynslóðin tekst á við Dani. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Ekkert   varð úr viður- eign U21 árs liðs Íslands og Ítalíu sem átti að fara fram á Víkings- velli í gær, eftir að ítalska liðið var sett í sóttkví. Liðin áttu að mætast seinni partinn en fyrir hádegi barst tilkynning frá KSÍ um frestun leiks- ins á leikdegi. Fyrr í vikunni höfðu tveir leik- menn ítalska hópsins greinst með smit og í gær kom í ljós að það væru fleiri smit innan leikmanna- hópsins sem og þjálfarateymisins. Niðurstaða íslenska smitrakningar- teymisins var að liðið þyrfti að fara í sóttkví og var leiknum því frestað. Um er að ræða afar mikilvægan leik í riðli Íslands fyrir EM U21 á næsta ári þar sem Ísland er í harðri baráttu við Svíþjóð og Ítalíu. – kpt Frestuðu vegna COVID-smits Ísak Bergmann og félagar þurfa að bíða eftir leiknum gegn Ítalíu. FÓTBOLTI  Arnar Grétarsson sem tók við þjálfun karlaliðs KA í knatt- spyrnu í júlí síðstliðnum, hefur skrif- að undir nýjan tveggja ára samning við félagið. KA-menn greindu frá þessu í frétt á heimasíðu sinni í gær. Undir stjórn Arnars hefur KA- liðið gert níu jafntef li á Íslands- mótinu, haft betur í tveimur d e i l d a r l e i k j u m o g b e ð i ð ósig ur í einum leik í deildinni, sem var á móti Val, toppliði deildarinnar. KA siglir lygnan sjó í deildinni, en liðið situr í sjöunda sæti með 21 stig og er 13 stigum frá fallsvæði deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og 10 stigum frá sæti sem veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. „Ég er bæði ánægður og stoltur með þessa niðurstöðu. Arnar er afar metnaðarfullur og einstaklega fag- legur í allri sinni vinnu og viðhorfi til félagsins. Það ríkir mikil ánægja með hans störf meðal leikmanna okkar sem og allra KA manna. Við væntum þess að Arnar haldi áfram að móta liðið sem og einstaka leikmenn okkar, en innan félagsins er, auk reynslubolta okkar, fjöldinn allur af efnilegum metnaðarfullum strákum sem bíður þess að bera uppi framtíðarlið okkar KA manna,“ ritaði Hjörvar Maronsson, formaður knattspyrnudeildar KA, af þessu til- efni. – hó Arnar áfram í herbúðum KA KA hefur aðeins tapað einum deildarleik af tólf undir stjórn Arnars. InductionAir Plus tryggir ferskt loft í opna eldhúsinu þínu og gerir gestgjafahlutverkið um leið að leik einum – þökk sé þessu nýtískulega spanhelluborði sem státar af öflugum innbyggðum gufugleypi í miðjunni. siemens-home.bsh-group.com Framtíðin flyst inn. Siemens heimilistæki BS H -s am st ey p an e r le yf is h af i v ö ru m er ki s í e ig u S ie m en s A G Þannig fæst alltaf rétta andrúmsloftið Siemens heimilistækin fást hjá S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19L A U G A R D A G U R 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.