Fréttablaðið - 10.10.2020, Side 33

Fréttablaðið - 10.10.2020, Side 33
STAFRÆNN LEIÐTOGI LSR leitar að öflugum leiðtoga til að leiða nýtt svið sjóðsins, Stafræn þróun og rekstur. Stafrænn leiðtogi ber ábyrgð á innleiðingu stafrænna lausna í starf semi sjóðs ins, allri innri þjónustu og inn heimtu iðgjalda. Viðkomandi verður hluti af stjórnenda teymi sjóðsins og mun vinna þvert á önnur svið. Hlutverk, ábyrgð og helstu verkefni • Daglegur rekstur sviðsins • Móta markmið, áherslur og forgangsröðun verkefna í stafrænni vegferð í samvinnu við önnur svið • Ábyrgð á að þróa og innleiða sjálfvirkar lausnir í samvinnu við önnur svið og ytri aðila • Ábyrgð á innri þjónustu sjóðsins og öðrum almennum rekstri Menntunar- og hæfniskröfur • Viðeigandi framhaldsmenntun á háskólastigi, s.s. tölvunarfræði eða verkfræði • Víðtæk þekking og reynsla af upplýsinga tækni, verkefnastjórnun og innleiðingu stafrænna lausna • Haldgóð stjórnunarreynsla með mannaforráð • Framúrskarandi samstarfs- og samskipta hæfi - leikar, metnaður og heilindi • Brennandi áhugi á stafrænni þróun og rekstri • Hæfni til að miðla efni til starfsmanna og ytri aðila • Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar og breytingar • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð SAMSKIPTAFULLTRÚI LSR leitar að metnaðarfullum samskiptafulltrúa með mikla reynslu í textagerð og framsetningu upplýsinga á hnitmiðaðan og notendavænan hátt. Viðkomandi mun starfa á sviði stafrænnar þróunar og rekstrar og vinna þvert á önnur svið sjóðsins. Starfið er liður í stafrænni vegferð sjóðsins og aukinni þjónustu við sjóðfélaga og aðra viðskiptavini. Hlutverk, ábyrgð og helstu verkefni • Meta og greina þarfir fyrir upplýsingar og fræðslu • Þátttaka í innleiðingu lausna til að mæta þörfum sjóðfélaga og annarra viðskiptavina • Tryggja að framsetning efnis á vefsvæði og kynn- ingar efni sé sett fram á notendavænan hátt • Ráðgjöf til framkvæmdastjóra um samskipti við ytri aðila, s.s. fjölmiðla og aðra hlutaðeigandi aðila • Umsjón með textaskrifum á vefsvæði, í fræðslu- efni og öðru útgefnu efni Menntunar- og hæfniskröfur • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi • Framúrskarandi íslenskukunnátta í ræðu og riti og góð enskukunnátta • Framúrskarandi samstarfs- og samskipta hæfi- leikar, metnaður og heilindi • Hæfni til að miðla efni til starfsmanna og ytri aðila • Haldgóð reynsla af textaskrifum • Reynsla af almannatengslum eða fjölmiðlum er kostur • Haldbær þekking á upplýsingatækni • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi • Góð greiningarhæfni Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, fram kvæmda- stjóri Hagvangs, katrin@hagvangur.is. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 14. október nk. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningar bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. LSR er stærsti og elsti lífeyrissjóður landsins. Við erum hópur fólks sem hefur það mikla reynslu og þekkingu að við vitum að það þarf brennandi áhuga og metnað til að stýra öflugum lífeyrissjóði í örum breytingum nútímans og til framtíðar. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.