Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 35
Framkvæmdastjóri
fagsölusviðs
Húsasmiðjunnar
Við leitum að leiðtoga í krefjandi starf í lifandi og
alþjóðlegu umhverfi. Hann þarf að búa yfir metnaði til
að ná árangri, vera söludrifinn og hafa jákvætt viðhorf.
Helstu verkefni
Hæfniskröfur / Æskilegir eiginleikar
• Stýra og leiða sölustarf Húsasmiðjunnar til fagaðila svo sem
byggingaverktaka, fyrirtækja, fagmanna og opinberra aðila.
• Viðhalda og leiða góð viðskiptatengsl við helstu viðskiptavini fagsölusviðs.
• Stýra tilboðsgerð, halda utan um sérverkefni og samningagerð.
• Þátttaka í framkvæmdastjórn og stefnumótun fyrirtækisins.
Hjá Húsasmiðjunni er lifandi starfs-
umhverfi, öflug liðsheild og góður
starfsandi. Lögð er mikil áhersla á
símenntun og að starfsmenn fái
tækifæri til að eflast og þróast í starfi.
Gildin okkar eru:
Umsóknarfrestur er til og með 19. október 2020.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að leiða fólk til árangurs og vinna undir álagi.
• Menntun sem nýtist í starfi s.s. viðskiptamenntun, verk- eða tæknifræði
eða mikil reynsla og þekking á byggingavörumarkaði.
• Reynsla af sölustörfum og stjórnunarreynsla er kostur.
• Góð almenn tölvukunnátta nauðsynleg s.s. þekking á Office forritum
og reynsla af notkun Dynamics 365 CRM er kostur.
• Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.
Húsasmiðjan er í hópi stærstu verslunar- og þjónustufyrirtækja landsins, rekur
16 verslanir um land allt og starfsmenn eru um 500. Húsasmiðjan er hluti af Bygma
Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð,
Færeyjum og á Grænlandi ásamt heildsölufyrirtækjum á byggingavörumarkaði.
Nánari upplýsingar um starfið veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is)
eða Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511-1225.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Áreiðanleiki
Þjónustulund
Þekking
JAFNLAUNAVOTTUN
2019-2022