Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 38

Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 38
Teymisstjórar hjá félagsþjónustu Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum til að taka þátt í mikilvægum félagsþjónustuverkefnum og í umbóta- og þróunarverkefnum á fjölskyldusviði Árborgar. Í sveitarfélaginu, þar sem búa rúmlega 10 þúsund manns, er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf í velferðar-, frístunda- og skólaþjónustu. Fjölskyldusvið sinnir fjölbreyttri þverfaglegri þjónustu við íbúa Árborgar með snemmtækan stuðning að leiðarljósi. Um er að ræða tvær nýjar teymisstjórastöður, annars vegar til að leiða barnaverndarstarf og hins vegar til að leiða ráðgjafarstarf félagsþjónustu í samvinnu við deildarstjóra. Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. desember nk. eða eftir samkomulagi. Teymisstjóri barnaverndar Helstu verkefni - Ábyrgð á faglegu starfi og skipulagi barnaverndarteymis - Fagleg yfirumsjón með barnaverndarteymi - Fagleg yfirumsjón með vinnslu mála skv. ákvæðum barna- verndarlaga - Leiðbeinir starfsfólki barnaverndar og veitir því ráðgjöf - Þátttaka í stefnumótunarvinnu og umbótastarfi - Ábyrgð og þátttaka í mótun verkferla, skýrslugerð og gerð starfsáætlana - Samstarf við aðrar deildir og starfseiningar fjölskyldusviðs Menntun og færnikröfur - Háskólamenntun á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda, s.s. félagsráðgjöf til starfsréttinda - Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi kostur - Reynsla og þekking á sviði barnaverndar nauðsynleg - Reynsla af stjórnun er mikill kostur - Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. - Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og leiðtogahæfileikar - Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og á ensku Teymisstjóri ráðgjafateymis Helstu verkefni - Ábyrgð á faglegu starfi og skipulagi teymis v/félagslegrar ráðgjafar - Fagleg yfirumsjón með ráðgjafateymi og vinnslu mála - Leiðbeinir starfsfólki félagsþjónustu og veitir því ráðgjöf - Þátttaka í umbótastarfi út frá stefnu sveitarfélagsins og félagsþjónustulögum - Samstarf við aðrar deildir og starfseiningar fjölskyldusviðs Menntunar og færnikröfur - Háskólamenntun á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda, s.s. félagsráðgjöf til starfsréttinda - Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi kostur - Reynsla og þekking á meginverkefnum félagsþjónustu nauðsynleg - Reynsla af stjórnun er mikill kostur. - Framúrskarandi lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. - Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og leiðtogahæfileikar - Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku Frekari upplýsingar um störfin Nánari upplýsingar um störfin veitir Heiða Ösp Kristjáns- dóttir, deildarstjóri félagsþjónustu, heidaosp@arborg.is, sími 480-1900. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika sam- félagsins. Umsóknarfrestur er til og með 25. október Með umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, kynn- ingarbréf, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og framtíðarsýn umsækjanda varðandi þróun velferðarþjónustu hjá sveitar- félögum. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins http://starf.arborg.is/ AGR Dynamics leitar að öflugum markaðsstjóra með reynslu af markaðssetningu hugbúnaðarlausna á alþjóðlega markaði. Við leitum að einstaklingi til að skilgreina og fylgja eftir markaðsáætlun félagsins til að styðja við vöxt inn á erlenda markaði. Umsækjendur skulu senda upplýsingar um menntun og starfsreynslu á job@agrdynamics.is fyrir 19. október. Nánari upplýsingar veitir Haukur Hannesson, framkvæmdastjóri í síma 512-1000. Fullum trúnaði heitið. Hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi Reynsla af markaðssetningu í alþjóðlegu umhverfi Þekking og haldbær reynsla af stafrænni markaðssetningu á alþjóðlegum markaði Gott vald og þekking til að skrifa faglegan texta á ensku Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum AGR Dynamics - Smáratorg 3 - 200 Kópavogur - s: 512 1000 - www.agrdynamics.is AGR Dynamics er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur frá stofnun, árið 1997, þróað eigin lausnir til hagræðingar í rekstri aðfangakeðjunnar. Á skrifstofum okkar á Íslandi, Bretlandi, Danmörku og Kanada starfa 70 manns sem þjónusta alþjóðlegan hóp viðskiptavina. Markaðsstjóri Ábyrgðasvið Áframhaldandi uppbygging á vörumerki AGR á alþjóðlegum mörkuðum Gerð markaðsáætlunar og eftirfylgni hennar með erlendum starfsstöðvum Umsjón með stafrænni markaðssetningu á vefsíðu, samfélagsmiðlum og vefgáttum endursöluaðila Þjónusta og samskipti við erlendar starfsstöðvar varðandi sölu- og markaðsmál Samskipti við þjónustuaðila á sviði hönnunar, textagerðar, ráðstefna og stafrænnar markaðssetningar Útgáfa kynningarefnis svo sem viðskiptavinasögur, bæklingar, video-myndefni og vörulýsingar Til hvers að auglýsa ? Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma í úrvinnslu innsendra umsókna. Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni. Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum. STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031 stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is. Með starf fyrir þig Starfsemi STRÁ ehf. býr að aldarfjórðungs reynslu og þekkingu á sviði starfs- manna- og ráðningarmála en stofan hefur unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins um árabil. Rík áhersla er lögð á trúnað varðandi vörslu gagna og upplýsinga bæði gagnvart umsækjendum, sem og vinnuveitendum. Ánægðir viðskiptavinir til margra ára hafa notið þjónustu STRÁ, en stofan hefur jafnframt umsjón með ráðningum í sérfræði- og stjórnunarstöður. www.stra.is 10 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.