Fréttablaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 39
Er Skatturinn á eftir þér?
Nú er tækifæri fyrir
metnaðarfulla og kraftmikla einstaklinga
að slást í góðan hóp starfsmanna á starfsstöð
Skattsins í hjarta Akureyrar
Þann 1. janúar 2020 sameinuðust embætti tollstjóra og embætti ríkisskattstjóra í eina öfluga og
leiðandi upplýsinga – og þjónustustofnun á sviði skatta- og tollamála sem ber heitið Skatturinn.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um fjölbreytt verkefni er að ræða er tengjast m.a. upplýsingagjöf um skatta-, innheimtu- og
tollamál, úrvinnslu ýmissa gagna sem viðskiptavinir óska eftir, afgreiðslu erinda, ráðstöfun
séreignarsparnaðar til íbúðarkaupa eða greiðslna inn á húsnæðislán og öðru er tengist
verkefnum Skattsins. Um er að ræða störf á starfsstöð Skattsins á Akureyri og er starfshlutfall
100%. Á starfsstöð Skattsins á Akureyri starfa í dag 35 frábærir starfsmenn.
Menntunar– og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða).
• Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
• Frumkvæði og metnaður.
• Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum.
• Jákvæðni og þjónustulund.
• Geta til að vinna undir álagi.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Gunnar Karlsson í síma 442-1000
eða í tölvupósti á gk@skatturinn.is
Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is eða á vefsíðu Starfatorgs,
starfatorg.is. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf,
umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi.
Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu
sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og
viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2020 og verður öllum umsóknum svarað
þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar.
Menningar-, íþrótta- og
tómstundafulltrúi
Blönduósbær auglýsir laust til umsóknar starf Menningar-,
íþrótta- og tómstundafulltrúa. Um nýtt starf er ræða með
starfshlutfalli 80 – 100%. Tilgangur starfsins er að hafa
umsjón með öllu menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi
Blönduósbæjar í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Á
Blönduósi er góð aðstaða fyrir öflugt íþróttastarf og skýr
framtíðarsýn fyrir styrkingu á núverandi tómstundastarfi
fyrir alla aldurshópa í þessu vaxandi samfélagi á NV-landi.
Hér er fjölbreytt og skemmtilegt tækifæri fyrir skipulagðan
einstakling til móta nýtt starf í samstarfi við fjölmarga
aðila á svæðinu. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri.
Markmið og verkefni:
• Verkefnavinna og þátttaka í stefnumótun í þessum mála-
flokkum.
• Vinna náið með menningar- íþrótta- og tómstundanefnd
sveitarfélagsins.
• Umsjón og þróunarvinna með starfsemi félagsmið-
stöðvarinnar Skjólsins.
• Er tengiliður sveitarfélagsins við félagasamtök sem eru
með skipulagða íþrótta- og tómstundastarfsemi í sveitar-
félaginu, á grundvelli samninga.
• Vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur grunnskóla og
íþróttamiðstöðvar.
• Er tengiliður og umsjónaraðili með verkefninu Heilsu-
eflandi samfélag.
• Verkefnastjórn við undirbúning viðburða á vegum
sveitarfélagsins.
• Önnur verkefni á þessu sviði sem viðkomandi er falið af
sveitarstjóra.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfinu, gjarnan á sviði,
kennslu, tómstunda- og félagsmálafræði, eða önnur
menntun sem nýtist í starfi.
• Góðir forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
• Reynsla og þekking af íþrótta- og tómstundastarfi.
• Mikill áhugi á velferð íbúa og hæfni til að eiga samskipti
við alla aldurshópa.
• Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi.
Launakjör erum samkvæmt kjarasamningum Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Hreint
sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu. Umsækjendur af
öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari
upplýsingar veitir Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóri.
Upphaf starfs er sem fyrst eða samkvæmt nánara sam-
komulagi. Umsóknum skal skilað á netfangið,
valdimar@blonduos.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2020.
Þarftu að ráða starfsmann?
RÁÐUM EHF • Sími 519 6770 • www.radum.is • radum@radum.is
Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf.
Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum
lausnir sem henta hverjum viðskiptavini.
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
ATVINNUAUGLÝSINGAR 11 L AU G A R DAG U R 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0