Fréttablaðið - 10.10.2020, Side 40

Fréttablaðið - 10.10.2020, Side 40
Mannauðsstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Mannauðsstjóri er ný staða á HSS og hefur yfirumsjón með mannauðsmálum stofnunarinnar og vinnur náið með forstjóra og framkvæmdastjórn. Meginhlutverk mannauðsstjóra verður að þróa og byggja upp mannauðsmál HSS og veita stjórnendum alhliða ráðgjöf á sviði mannauðsmála. Næsti yfirmaður verður forstjóri HSS. Leitað er að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi með reynslu af mannauðsmálum. Ábyrgðarsvið: • Ábyrgð á að móta og innleiða mannauðsstefnu HSS og að starfsþróun innan stofnunarinnar sé í samræmi við þarfir hennar hverju sinni • Ábyrgð á fræðslu stjórnenda og almennra starfsmanna þ.m.t. móttaka og þjálfun nýliða • Ábyrgð á að skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi og jákvæðan starfsanda, ásamt framkvæmdastjórn • Ábyrgð á launavinnslu og að kjaratengd mál séu í samræmi við lög, kjarasamninga og verklagsreglur stofnunar • Ábyrgð á jafnlaunakerfi HSS • Mannauðsstjóri er næsti yfirmaður starfsmanna mannauðsdeildar Helstu verkefni: • Leiðir stefnumótun og samhæfingu mannauðsmála innan HSS í nánu samstarfi við framkvæmdastjórn • Skipuleggur mannauðsmál og stuðning við starfsmenn og stjórnendur • Vinnur að markvissri starfsþróun í samræmi við þarfir HSS sem byggir á starfsmannasamtölum og skilgreindum starfs- lýsingum • Skipuleggur menntun og fræðslu starfsmanna og stjórnenda HSS • Styður við stjórnendur hvað varðar nýliðun, ráðningar, gerð starfslýsinga og starfslok • Kemur að gerð stofnanasamninga og hefur samskipti við stéttarfélög fyrir hönd HSS • Ráðgjöf og stuðningur við starfsmenn og stjórnendur tengt kjaramálum og launasetningu • Leiðir mótun jafnréttisstefnu og umsjón með eftirfylgni hennar Hæfniskröfur: • Háskólapróf á sviði mannauðsmála, vinnusálfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Yfirgripsmikil reynsla af stjórnun mannauðsmála er skilyrði • Þekking og/eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg • Þekking á kjaraumhverfi hins opinbera er æskileg • Starfsreynsla úr heilbrigðisgeiranum er kostur • Reynsla af þátttöku í mótun og innleiðingu breytinga • Framúrskarandi samskiptahæfni • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi • Sjálfstæði, góð skipulagshæfni og færni til að vinna í hópi • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Í boði er spennandi nýtt starf hjá metnaðarfullri stofnun. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið verður í starfið frá og með 1. janúar 2021. Umsóknarfrestur er til og með 25. október n.k. Nánari upp- lýsingar um starfið veitir forstjóri HSS, Markús Ingólfur Eiríksson, netfang: hss@hss.is. Sótt er um starfið á Starfatorgi eða heimasíðu HSS, www.hss.is Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Störf í blómabúð Garðheima Í blómabúð Garðheima starfar glaðlegur hópur blómaskreyta. Þar fer fram metnaðarfullt starf í gerð blómaskreytinga af ýmsu tagi. Við óskum nú eftir tveimur blómaskreytum til að slást í hópinn til framtíðar: fAgsTjórI í BlómAbúð Við óskum eftir fagstjóra í blómabúðina til að sjá um faglega umsjón á framleiðslu blómvanda og skreytinga. Fagstjóri hefur yfirumsjón með innkaupum og meðhöndlun á blómum og skreytingarefni, auk almennra starfa sem blómaskreytir. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af gerð blómvanda og skreytinga, sem og menntun blómaskreytis. Um er að ræða fullt starf. bLómAskReYtiR Við óskum eftir blómaskreyti til að sjá um gerð blómvanda og skreytinga í fullt starf. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af gerð blómvanda og skreytinga, menntun blómaskreytis mikill kostur. Garðheimar bjóða uppá störf í skemmtilegu og lifandi umhverfi sem leggur áherslu á grænan lífsstíl. Garðheimar er ƒölskyldufyrirtæki þar sem starfa um 60 manns Umsóknarfrestur er til 19. okt og sendast umsóknir á umsoknir@gardheimar.is HlökKum tIl Að HeyRa Frá þér! Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR 12 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.