Fréttablaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 54
Daníel Hjálm-
týsson og
hljómsveit hans
hyggjast gefa
út sína fyrstu
plötu þann
20. nóvember
næstkomandi.
MYND/GUSTAVO
BLANCO
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Helgarnar geta verið langar og einmanalegar ef enginn kemur í heimsókn.
Helgin er tími samveru fjöl-skyldu og vina. Nú þegar 20 manna samkomubann
hamlar stórum samfundum er
hætta á að margir einangrist og
finni til einmanaleika. Það er ekki
síst eldra fólkið okkar sem þarf
sérstaklega á ást, tíma og þolin-
mæði að halda og í raun er fátt eins
gefandi og gott eins og að verja
dýrmætum tíma með elstu kyn-
slóðinni.
Það er margt sem við getum
haft hugfast og gert til að gleðja
á samverustundum með gamla
fólkinu okkar, en hér eru nokkrar
hugmyndir.
n Leyfum þeim að rifja upp gamla
tíma. Minningarnar eru þeim
mikilvægar og stundum það
eina sem þau eiga eftir.
n Tökum eftir því sem þau segja,
jafnvel þótt við höfum heyrt
það oftsinnis áður.
n Komum fram við þau af virðingu
og skilningi, en aldrei eins og lítil
börn.
n Spyrjum hvað við getum gert til
að gera þeim glaðan dag.
n Hlustum með þeim á tónlist frá
þeirra blómaskeiði og rifjum
upp minningar henni tengdar.
n Ef við megum ekki koma í heim-
sókn vegna heimsfaraldursins,
spjöllum þá oft í síma eða á
skjánum.
n Spilum við þau og lesum fyrir
þau úr uppáhaldsbókunum
þeirra.
n Tökum eftir því sem þau segja,
því oftast er það mikil viska og
gott veganesti um lífsins veg.
n Eigum gott kósíkvöld með þeim,
pöntum pítsu, poppum og
horfum saman á góða gaman-
mynd.
n Tölum við þau af hlýju og með
blíðlegri röddu. Þökkum fyrir
okkur og tjáum þeim væntum-
þykju okkar. Snertum þau,
þegar má út af kórónaveirunni,
höldumst í hendur og gefum
koss á kinn.
n Dekrum við þau og spillum
eins og við getum. Færum þeim
góðan mat og góðgæti í dálæti.
n Skoðum með þeim gamlar
myndir og heyrum sögurnar af
fólkinu og tilefnum myndanna.
n Leyfum þeim að finna að
þau séu mikilvæg og engin
byrði, heldur þvert á móti, að
við þurfum á þeim að halda.
Leyfum þeim líka að gera sem
mest sjálfum, í stað þess að
stökkva alltaf til og gera hlutina
fyrir þau.
Gleðjum um helgina
Myndbandið við lagið Fear Flows var frumsýnt í gær, en lagið er önnur smá-
skífan af væntanlegri þröngskífu
(EP-plötu) sem Daníel og hljóm-
sveit hans tóku upp síðastliðið
sumar. „Platan inniheldur fjögur
lög sem samin eru af mér, auk þess
sem hljómsveit mín, þeir Hálfdán
Árnason, Pétur Hallgrímsson
og Skúli Gíslason, leggja sitt af
mörkum. Garðar Borgþórsson
hefur nú tekið við hlutverki Péturs
í hljómsveitinni en platan var
tekin upp í júlí og ágúst á þessu
ári,“ segir Daníel, en fyrirhugaður
útgáfudagur plötunnar er 20. nóv-
ember næstkomandi.
Fyrsta smáskífan af plötunni,
lagið Birds, kom út í byrjun árs en
það var valið lag dagsins á KEXP-
útvarpsstöðinni í Seattle 5. maí
síðastliðinn. „Það eru þrjú ný lög
og brothættari útgáfa af Birds á
plötunni, en Red Limo kvartettinn
spilaði einmitt með mér í því lagi
en þeir hafa líka unnið mikið með
Lanegan og Eddie Vedder líka.“
Umkringdur goðsögnum
Óhætt er að fullyrða að Daníel
og hljómsveit hans séu í góðum
félagsskap á plötunni, því auk
kvartettsins sér tónlistargoð-
sögnin Alain Johannes, sem hefur
meðal annars unnið með Mark
Lanegan, Chris Cornell, PJ Harvey
og Queens of the Stone Age, um að
hljómjafna plötuna og Belgarnir
Aldo Struyf og Fred Lyenn úr Mark
Lanegan Band eru sérstakir gestir á
plötunni. Jóhannes Birgir Pálma-
son sá um upptökur, hljóðblöndun
og klippingu.
Daníel býr yfir mikilli reynslu
sem tónleikahaldari en það var
þannig sem hann komst í kynni
við Mark Lanegan. „Ég flutti hann
inn 2013 til að spila í Fríkirkjunni
og þá myndaðist ákveðinn vin-
skapur. Þeir höfðu orð á því,
fylgdarliðið og bandið hans, að
þeir hefðu aldrei áður séð hann
tengjast tónleikahaldara eins og
hann tengdist mér. Hann faðmaði
mig og þakkaði mér fyrir uppi á
sviði og þeir sögðust aldrei hafa
séð hann í þessum fíling áður. Ég
fór svo með hann í Kringluna og
við keyptum á hann strigaskó,
kíktum á jólasveinana spila á gítar
og fengum okkur kaffi.“
Eftir það byrjaði boltinn að
rúlla. „Svo út frá því fóru hljóm-
sveitarmeðlimir hans að koma í
heimsókn til mín, eins og Fred sem
spilar í tveimur lögum á plötunni,
og ég hef líka farið út og hitt þá.
Það var svo í desember á síðasta
ári sem ég fór að hitta þá í Camden
á tónleikum þar, og kynntist þá
nokkrum sem höfðu ekki verið
með á Íslandi og líka umboðs-
manninum hans, sem er núna
umboðsmaðurinn minn. Þá náði
ég aðeins að spjalla við Mark aftur
og þá kom upp þessi pæling um að
strákarnir myndu kannski spila á
plötunni hjá mér.“
Ljósaskipti lífsins
Daníel lýsir andrúmslofti plöt-
unnar sem þungbúnu en tilrauna-
kenndu. „Platan er dálítið heavy
og dílar mikið við innri baráttu við
þunglyndi, kvíða, ótta og óvissu og
allt þetta sem er í gangi í dag. Þetta
er engin partíplata og kannski ekk-
ert allra að hlusta á,“ segir Daníel
og skellir upp úr.
„Við erum að blanda saman
klassík og elektróník, pínu ball-
öðufílingi og rokki. Lagið sem
kom út í síðustu viku er svona
rokkaðasta lagið á plötunni,
frekar „straight forward“ rokklag
á meðan hin lögin eru kannski
tilraunakenndari og tilfinninga-
næmari,“ útskýrir hann.
„Þetta er tónlist fyrir haustið og
veturinn, það er svolítið skamm-
degi í þessu. Við eigum eftir að
birta plötuumslagið en það gefur
betri innsýn í andrúmsloftið. Þetta
er dáítið að leita að ljósinu í myrkr-
inu, samspil ljóss og myrkurs, eins
konar ljósaskipti lífsins.“
Daníel hefur í nógu öðru að snú-
ast, en hann býr um þessar mundir
á Reyðarfirði þar sem hann kennir
í grunnskólanum. „Ég flutti hingað
í sumar, kærastan mín býr hérna
með syni sínum og ég ákvað að það
væri ágætt að prófa eitthvað nýtt.
Þetta er líka töluvert skemmti-
legri staður fyrir fjögurra ára gutta
heldur en Skólavörðuholtið,“ segir
hann og hlær. „En ég sakna samt
miðbæjarins á hverjum degi.“
Óttinn flæðir í skammdeginu
Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson gaf nýverið út lagið Fear Flows sem hlotið hefur
góðar undirtektir en gaman er að geta þess að sjálfur Mark Lanegan deildi laginu á Twitter.
Njarðarbraut 11, 260 Reykjanesbær
Funahöfði 6, 110 Reykjavík
G Æ Ð A D E K K I N Þ Í N
F Á S T Ó D Ý R A R I
H J Á O K K U R !
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R