Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2020, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 10.10.2020, Qupperneq 58
Þegar við tökum á móti okkar fyrstu blæðing-um á unglingsárunum hefjum við nýtt tíma-bil, tímabil sem litast af þeirri hringrás sem tíðahringurinn er og varir að með- altali í 40 ár,“ útskýrir Helga. „Það er svo mikilvægt að horfa á þetta svo- leiðis, hringrás með fjórum tímabil- um, ólíkt kannski því sem yfirleitt er í forgrunni sem eru blæðing- arnar sjálfar en þær eru aðeins eitt af þessum tímabilum,“ segir Helga og bendir á að tíðahringurinn og vandamál honum tengd séu þung- bærar fyrir hóp kvenna og mikil- vægt sé að mæta þeim með virðingu og viðeigandi aðstoð. „Meirihluti kvenna hefur hins vegar tækifæri til að dansa meira í takt við tíða- hringinn sinn og mæta sér þar sem þær eru hverju sinni.“ Árstíðirnar fjórar „Það getur verið skemmtilegt að horfa á þessa hringrás eins og árs- tíðirnar, vetur, vor, sumar og haust. Svo mikill blæbrigðamunur er á líðan og hegðun konunnar eftir tímabilunum, þó það sé auðvitað persónubundið hversu mikill mun- urinn er. Þetta er auðvitað bara ein leið fyrir konu að skoða sína hringrás af forvitni og sjá hvað hún tengir við. Blæðingar eru þá veturinn, þegar líkaminn vinnur við að losa legs- límuna úr leginu og þá daga er gott að hvíla líkamann, hægja á sér og hlusta inn á við. Hugsa losunina í víðara samhengi, losa reynslu eða tilfinningar úr síðasta hring úr kerfinu. For-egglos er þegar eggjastokkar byrja að þroska egg og undirbúa egglos, og er það þá vorið. Líkaminn er orðinn léttari og konan er eins og hún sé að vakna til lífsins aftur, sköpunarkraftur, einbeiting, orka einkennir hana og hún er opnari út á við. Egglosið er sumar, þá er ævin- týrabragur yfir konunni, leikgleði, daður og næmni einkenna líðan- ina. Sjálfstraustið er í hámarki og stemmning fyrir lífinu. Fyrir-tíðir, eftir að ljóst er að eggið sem losnaði hefur ekki frjóvgast, er haustið. Þá þyngist stemmningin aðeins. Konan fer meira inn á við, þessi tími hentar vel fyrir hugmyndavinnu og lærdóm. Líkaminn kallar á meiri kolvetni og margar konur finna fyrir því sirka 10 dögum fyrir blæðingar og fyrirtíðaspenna getur gert konuna pirraða og óþolinmóða.“ Óþægilegt umræðuefni Umræðuefnið er mörgum óþægi- legt þó fátt sé eðlilegra og segir Helga margar kenningar um það hvers vegna tíðahringur kvenna varð tabú. „Það eru árþúsund síðan fyrstu heimildir sýna viðhorf eins og að konan sé skítug þegar henni blæðir og megi raunar ekki vera nálægt neinum á meðan. Lang- og við- varandi neikvæð viðhorf til tíða- hrings og tíðablóðs kvenna er samt ástæðan fyrir því hversu djúpstæð þau eru og þar með því að mörgum finnst þetta óþægilegt umræðuefni enn í dag. Þetta er kynslóðaarfur sem er tímabært að losa okkur við,“ segir hún ákveðin. Helga bendir á að í mörgum trúarbrögðum megi finna hefðir sem hafi þyngt þessa byrði, þar sé litið svo á að konan sé skítug meðan á blæðingum standi. Því megi ekki stunda kynlíf með henni, sums staðar þurfi hún bókstaf lega að vera í öðrum húsakynnum á meðan á þeim standi, hún megi ekki mat- reiða og fleiri takmörk. „Það er talað um að í enn eldri samfélögum, hafi sú hefð við- gengist að konum hafi blætt í takti við tunglið, og því komið saman á hverju nýju tungli í mánuði og blætt saman, í svokölluðu rauðu tjaldi. Þar sátu þær og heiðruðu þennan part kvenleikans og deildu visku og reynslu á meðal sín.“ Slæmt að hunsa skilaboð líkamans Helga vill meina að konur séu almennt ekki meðvitaðar um hvaða áhrif sveif lur tíðahringsins hafi á líðan sína. „Því miður ekki, og tel ég að veganesti okkar f lestra sé þar um að kenna. Okkur er frá fyrstu blæð- ingum kennt að þær séu eitthvað sem þurfi að komast í gegn um, að þær eigi í raun ekki að hafa áhrif á líf okkar, frekar en að þetta sé heil hringrás sem gott að er að kynnast.“ Helga vill meina að þær sem upp- lifi verki eigi ekki bara að stilla þá með verkjalyfjum og halda áfram eins og aðra daga. „Þar með erum við að hunsa skilaboð líkamans um að hægja á, hlusta hvað hann er að segja okkur með verkjunum, hvað þurfum við þessa daga? Spurningin sem vaknar hjá mér snýst um hvað gerist ef við hunsum þessi skilaboð í áratugi, mun líkaminn ekki bara senda sterkari og sterkari skilaboð, í formi meiri verkja eða annarra ein- kenna? Að lifa með sveiflunum Annað dæmi er framkvæmdaorka, sem er mjög mismunandi eftir tíma- bilum tíðahringsins og algengt að konur séu ekki meðvitaðar um það og refsi sér fyrir að standa sig ekki nógu vel, í stað þess að hvíla í þeirri vissu að framkvæmdaorkan er mjög mikil hluta hringsins og minni aðra hluta.“ Helga segist sjálf hafa breytt hegðun sinni og mánaðarlega taki hún minna að sér, hvíli sig meira og taki því almennt rólegar. „Það þýðir að ég segi upphátt við makann að nú séu þessir dagar komnir og bið hann að taka hitann og þungann af hversdagsverkunum. Svo er hann líka farinn að fylgjast með hvar ég er í tíðahringnum til að vera undir það búinn þegar ég er komin með fyrirtíðaspennu og önugri en venjulega. Því þó mér finnist hann og ýmislegt í umhverf- inu pirrandi þessa daga er það ekki persónulegt, heldur þetta samkven- lega sem er í gangi. Þetta gengur ekkert alltaf fullkomlega og verk- efnið okkar í dag er að læra að dansa saman í takt við mína hringrás. Að læra að lifa með sveiflunum en ekki reyna að laga þær.“ Ég heyri líka af karlmönnum sem fylgjast með tíðahring sinnar konu því þeir upplifa breytingarnar á henni. Oft snýst það um að vera undir það búinn að pirringur og vanlíðan geri vart við sig í aðdrag- anda blæðinganna – um haustið. Það er líka svo mikilvægt að upp- hefja umræðu um tíðir og tíðablóð þegar kemur að líkamlegri nánd, að konur og karlar geti mætt tíða- blóði af virðingu í þeim aðstæðum. Kynlíf á blæðingum getur einmitt verið mjög ánægjulegt, en fyrst þarf að losna við þessar neikvæðu hug- myndir og viðhorf,“ segir Helga að lokum. Vill losna við kynslóðaarfinn Helga Snjólfsdóttir vill að konur hætti að hunsa skilaboð líkamans og læri frekar að lifa með sveiflunum en reyna að laga þær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MEIRIHLUTI KVENNA HEFUR HINS VEGAR TÆKI- FÆRI TIL AÐ DANSA MEIRA Í TAKT VIÐ TÍÐAHRING- INN SINN OG MÆTA SÉR ÞAR SEM ÞÆR ERU HVERJU SINNI. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Helga Snjólfsdóttir jógakennari og verk- fræðingur hefur haldið bæði jóga- og hugleiðslunámskeið og námskeið um kynhegðun og nánd. Hún segir vandamál varðandi tíðahring- inn og skort á með- vitund um hann, oftar en ekki koma til tals þar. Hún vill breyta því hvernig litið er á og talað um þessa hringrás sem varir í um 40 ár. 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.