Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 61

Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 61
ÞÆR STOFNANIR SEM VÍSINDAMENNIRNIR SEM LÖGÐU EITTHVAÐ AF MÖRKUM STARFA FYRIR HAFA HÁÐ BLÓÐUGT STRÍÐ UM EINKALEYFI OG HÖF- UNDARRÉTT. Emmanuelle Charpentier er 51 árs franskur gena- og örverulíffræðingur. Jennifer A. Doudna er 56 ára bandarískur lífefnafræðingur. MYND/GETTY sem átti svo sannarlega eftir að bera ávöxt. Emmanuelle hafði unnið að bakt- eríurannsóknum og beint sjónum að óþekktri sameind sem afvopnar veirur, sem bakteríuna sýkja, með því að klippa í sundur erfðaefni þeirra. Eftir að hafa birt rannsóknir sínar árið 2011 starfaði Charpentier með Doudna, við að endurskapa erfðaskærin svo að auðveldara og aðgengilegra væri að vinna með þau og hagnýta. Í grein sem birtist í vísindaritinu Science árið 2013, rekja þær Char- pentier og Doudna söguna á bak við uppgötvunina. Sigur grunnrannsókna Þær líta á hana sem samruna tveggja rannsóknarsviða innan erfðafræði og sameindalíffræði: annars vegar erfðabreytingar og hins vegar líffræði CRISPR. Í grein sinni hefja þær söguna árið 1979 og rekja lykiluppgötvanir á hvoru sviði fyrir sig uns þau sameinast. Það vekur athygli hversu margir vísindamenn af ólíkum sviðum koma að verkinu og hve erfitt hefur verið að sjá fyrir hversu mikil- vægar rannsóknirnar ættu eftir að reynast. Þannig mætti líta á þessa mikilvægu tækni sem sigur grunn- rannsókna. Með því að veita tvíeykinu verð- launin batt Nóbelsverðlaunanefnd- in enda á áralangar vangaveltur um það hver fengi stærsta heiðurinn af hönnun CRISPR/Cas9. Tæknin er notuð víða um heim í dag og unnu þær stöllur mikilvæga vinnu á fyrstu stigum þróunar hennar. Fjölmargir aðrir vísindamenn hafa þó einnig verið nefndir til sögunnar, til að mynda Feng Zhang, George Church og Virginijus Siks- nys. Einkaleyfisbaráttan, siðfræðin og framtíðin Um leið og grunnrannsóknum sleppir og hagnýting er handan við hornið vaknar spurningin um hver fái einkaleyfi á þessari nýju tækni. Þær stofnanir sem vísindamenn- irnir sem lögðu eitthvað af mörkum starfa fyrir hafa háð blóðugt stríð um einkaleyfi og höfundarrétt. Enda er eftir miklu að slægjast: frægð og frami fyrir vísindamenn- ina, álitlegar vegtyllur fyrir stofnan- irnar og síðast en ekki síst er einka- leyfið metið á milljarða dollara. University of Californa, heima- stofnun Doudna, hafur barist fyrir framlagi Charpentier (nú við Max Planck en við Umeo þegar vinnan átti sér stað) til einkaleyfisins en Broad Institute (sem er samvinnu- verkefni MIT og Harvard) fyrir hlutdeild Feng og Church. Ekki eru enn öll kurl komin til grafar í því stríði og það sýnir svart á hvítu eftir hversu miklu er að slægjast. Ótti við misnotkun Þeim f jölmörgu hagnýtingar- möguleikum sem strax eru ljósir fylgir einnig ótti við misnotkun. Til dæmis ábyrgðarlausar erfða- breytingar á mönnum. Skömmu eftir að þær Emmanuelle og Jennifer skrifuðu undir ákall vísindasam- félagsins til stjórnmálamanna, um að draga lagaramma um tæknina, og þá sérstaklega erfðabreytingar manna, birtust fyrstu fregnir frá Kína um að He Jiankui hefði erfða- breytt fóstrum. Sú tilraun gerði ekkert til fram- gangs tækninni og var harkalega fordæmd. Hins vegar sýnir hún glögglega að erfitt verður að halda henni í skefjum. Hægt er að reyna að ímynda sér framtíð CRISPR með því að horfa til fortíðar. Hvað sáu menn fyrir sér átta árum eftir uppgötvun sprengihreyfilsins eða átta árum eftir uppgötvun tölvunnar? Og þegar við hugsum til annars vegar orða Rudolf hér að ofan um að allir geti gert þetta og hins vegar þess að tæknin er ekki það dýr í framkvæmd getum við verið á upphafsreit bylt- ingar þar sem tæknin – og framþró- un hennar – verður almannaeign. Á bak við CRISPR-tæknina felast því ótal sögur. Sögur um sigurgöngu grunnvísinda, sögur um baráttu um frægð, frama og fé. Og saga um sigurgöngu kvenna í vísindum. arionbanki.is Í ljósi aðstæðna og tímabundinna lokana á útibúum býður Arion banki eldri borgurum hraðþjónustu í þjónustuverinu í síma 444 7000. Með því að velja 4 þegar hringt er í þjónustuverið fá eldri borgarar forgang að þjónusturáðgjöfum sem aðstoða við hvaðeina sem snýr að bankaþjónustu. Við tökumst á við þetta saman Aukin þjónusta við eldri borgara H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29L A U G A R D A G U R 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.