Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 68

Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 68
Banda ríska ljóð skáldið Lou­ise Glück hlýtur bók mennta­verð laun Nóbels í ár. Hún er eitt fremsta núlifandi skáld Banda­ ríkjanna, fædd árið 1943. Fyrsta ljóðabók hennar First born kom út árið 1968. Á ferlinum hefur hún hlotið fjölda verðlauna. Áberandi yrkisefni er dauði, missir, höfnun og sambönd sem bresta. Rainer Maria Rilke og Emily Dickinson eru talin meðal áhrifavalda á ljóðagerð hennar. Eitt af okkar bestu núlifandi ljóðskáldum, Gerður Kristný, þekkir til ljóða Glück. „Ég var á tíu vikna löngu rithöfundaþingi í Iowa árið 2014 og var ákaf lega blönk allan þann tíma. Loks fékk ég innleggsnótu í bókabúð fyrir upplestur og valdi mér ljóðasafnið hennar af öllu því sem þar fékkst. Þetta var eina bókin sem ég kom með heim. Louise Glück er ferlega gott skáld. Ljóð hennar eru per­ sónuleg og hyldjúp. Ég er gífurlega ánægð með val Nóbelsnefndar,“ segir Gerður. Persónuleg og hyldjúp ljóð Nýi Nóbelsverðlaunahafinn Lou ise Glück með Barack Obama. Váboðar er smásagna­safn eftir Ófeig Sig­urðsson en hann fékk Íslensku bókmennta­verðlaunin árið 2014 fyrir skáldsögu sína Öræfi. Ófeigur segir sögurnar hafa verið skrifaðar síðasta vetur. „Ég var kominn út í lausamölina með skáldsögu sem ég hef verið að vinna undanfarin ár og þessar sögur komu mér óvænt til bjargar. Ég hef aldrei skrifað smásögur áður og hef ekki hugmynd um hvað gerðist. Ég hugsaði þessar sögur ekki fyrirfram sem heild, en ég geri það núna. Sögurnar halda hver annarri á lofti. Heildin myndaðist smám saman með alls konar óvæntum tengingum. Kannski er bókin jafn­ vel nær skáldsögunni en smásagna­ safni, ég veit það ekki, ég hef aldrei talið mig ráða við smásagnaformið en sá f ljótt að smásagan er býsna frjálsleg og opin og meiri leikur í henni en í skáldsögunni. Það hjálp­ ar til að lítil virðing er borin fyrir smásögunni, hún er oft flokkuð sem aukaafurð og tilfallandi hjá rithöf­ undum. Sem er auðvitað vitleysa en samt mjög gott viðmið upp á að taka sig ekki of hátíðlega. Þetta er samt allt að breytast, smásagan er búin að klifra upp á einhvern stall til þess að geta veifað til fjöldans. En það er satt, það getur verið mjög snúið að koma saman velheppnaðri smásögu, jafnvel þrekraun.“ Sterkasta aflið Spurður um umfjöll­ unarefni smásagnanna segir Ófeigur: „Sögurn­ ar fjalla um ýmislegt, persónurnar eru mikið að spá í framtíðina eða reyna að lesa í framtíðina, reyna sjá fyrir óorðna hluti s vo bæg ja meg i yfirvofandi hættu f rá, koma í veg fyrir dauðsföll. Og sumum tekst það, þarna er draum­ spakt fólk sem kann að lesa í táknin sem birtast í draumi sem gefa okkur vísbendingu um yfirvofandi vá. Þetta eru því sögur sem fjalla um kvíða og skelfingu og umkomuleysi og okkar sterkasta afl, ástina.“ Blaðamaður spyr Ófeig hvernig hann myndi lýsa tóninum í sögun­ um. „Kannski er tónninn í bókinni dálítið glettinn, ég veit það ekki, hann er líka nokkuð harmrænn,“ svarar hann. „Tónninn er undir nokkrum áhrifum frá Brynjólfi frá Minna­Núpi, bókum hans eins og Dulrænum smásögum, þar er ein­ hver góðlegur alvarleiki, hlýja og einfaldleiki gagnvart heiminum, svona 19. aldar æðruleysi bænda og sjómanna, eitthvað í þá áttina. Við­ horf sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar í dag.“ Las mikið af smásögum Hann segir ekkert í sögunum hafa kallað á heimildavinnu. „Ég vann enga heim­ ildavinnu eins og ég er vanur að gera í mínum skáld­ sögum, heldur las mikið af smásög­ um annarra til að veita mér innblást­ ur. Sögurnar spruttu nokkurn veginn full­ skapaðar fram, nema ég þurfti að lesa mér til um apa á Íslandi frá landnámi til okkar daga. Ein sagan varð til í draumi.“ Spurður hvort hann leggi mikið upp úr því að fága stíl sinn segir Ófeigur: „Ég er ekki viss um að ég geti skrifað fágaðan stíl. En það er skrítið, það er eins og efnið velji stíl­ inn, eða að hver saga velji sinn stíl, með hvaða hætti hún er framreidd lesandanum eða hlustandanum. Ég er alltaf að reyna að leyfa hráleik­ anum að vera óáreittum og ofvinna ekki texta. En ég er afar veikur fyrir f lúri og geðveiki í texta og get ekki að því gert.“ Glettni og harmræna Ófeigur Sigurðsson sendir frá sér fyrsta smásagnasafn sitt. Segir litla virðingu borna fyrir smásögunni. Ein sagan varð til í draumi. Ég hef aldrei skrifað smásögur áður, segir Ófeigur. FRÉTTBLAÐIÐ/STEFÁN Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÞETTA ERU ÞVÍ SÖGUR SEM FJALLA UM KVÍÐA OG SKELFINGU OG UMKOMU- LEYSI OG OKKAR STERKASTA AFL, ÁSTINA. Renndu við og fáðu lyn afgreidd beint í bílinn www.lyfsalinn.is BÍLAAPÓTEK VIÐ VESTURLANDSVEG 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.