Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 80
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Óttars
Guðmundssonar
BAKÞANKAR
Verslun í Kringlunni
Laugarásvegur 1
Pantaðu á skubb.is
OG FÁÐU HEIMSENT
Fyrir svanga
ferðalanga
Með hækkandi aldri fjölgar jarðarförum. Gamlir vinnufélagar, ættingjar
og vinir kveðja þennan heim.
Sérhver athöfn gerir mig bæði
viðkvæman og sjálf hverfan, enda
færist ég stöðugt nær grafarbakk-
anum. Margar útfarir leysast upp
í mína eigin þar sem ég svíf milli
veruleika og ímyndunar. Ég er
sjálfur í kistunni og skoða útund-
an mér kirkjugesti. Mun þetta fólk
mæta hjá mér? Oftar en ekki missi
ég þráðinn undir ræðu prestsins
og fer að ímynda mér eigin lík-
ræðu. Ég horfi gagnrýnum augum
á veitingar í erfidrykkjunni og
fylgist með sálmaskránni og tón-
listinni. Hvernig tókst sálmavalið?
Voru of mörg dægurlög? Les eftir-
mæli Moggans af stakri athygli og
legg mat á stíl og innihald. Hinir
látnu keppa innbyrðis í fjölda og
lengd minningargreina. Vinnings-
hafinn náði þremur síðum í vor.
Hvernig mun mér vegna í þeirri
keppni?
Þegar ég kem heim reyni ég að
ræða við konuna mína um þessi
jarðarfararmál, en mæti full-
komnu skilningsleysi. „Þú ert
ótrúlega sjálf hverfur. Getur ekki
einu sinni einbeitt þér að jarðarför
vina þinna vegna þess hversu upp-
tekinn þú ert af því að skipuleggja
þína eigin,“ segir hún. Einu sinni
reyndi ég að selja henni þá hug-
mynd að einungis skyldi syngja
þunglyndislega sálma eftir Hall-
grím heitinn Pétursson í minni
jarðarför. Hún var ekki til viðtals
um það. „Þú hefur ekkert um
þetta að segja, enda ertu dauður
þegar þar að kemur.“ „Þú skilur
ekki mína kynslóð,“ segi ég þá.
„Við erum ekki sjálfmiðuð heldur
bara meðvituð um eigin endan-
leika.“ „Hættu að vera svona mikil
dramadrottning í sjálfsvorkunn!
Þú ert eini maðurinn sem ég veit
um sem kemur heim úr jarðarför
og öfundar líkið.“
Jarðarfararblús
Heima er best
©
Inter IKEA System
s B.V. 2020