Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 10
Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs
Íslands auglýsir eftir umsóknum
um styrk úr sjóðnum
Umsóknarfrestur er til og með 16. október
2018 og skulu umsóknir sendar rafrænt á
oldrunarrad@oldrunarrad.is eða til
Öldrunarráðs Íslands, Sóltúni 2, 105
Reykjavík.
Frekari upplýsingar veitir Anna Birna
Jensdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs.
Fyrirspurnir sendist á netfangið
oldrunarrad@oldrunarrad.is
Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins:
Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í
öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni
sem stjórn sjóðsins ákveður.
Rannsóknasjóður
Öldrunarráðs Íslands
auglýsir eftir umsóknum
um styrk úr sjóðnum
Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknasjóðsins:
Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í
öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem
stjórn sjóðsins ákveður.
Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2020
og skulu umsóknir sendar rafrænt á
oldrunarrad@oldrunarrad.is eða til Öldrunarráðs
Íslands, Snorrabraut 58, 105 Reykjavík.
Frekari upplýsingar veitir Jórunn Frímannsdóttir,
formaður stjórnar Öldrunarráðs Íslands.
Fyrirspurnir sendist á netfangið
oldrunarrad@oldrunarrad.is
Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs
Íslands auglýsir eftir umsóknum
um styrk úr sjóðnum
Umsóknarfrestur er til og með 16. október
2018 og skulu umsóknir sendar rafrænt á
oldrunarrad@oldrunarrad.is eða til
Öldrunarráðs Íslands, Sóltúni 2, 105
Reykjavík.
Frekari upplýsingar veitir Anna Birna
Jensdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs.
Fyrirspurnir sendist á netfangið
oldrunarrad@oldrunarrad.is
Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins:
Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í
öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni
sem stjórn sjóðsins ákveður.
Viðurkenning
Öl runarráðs Íslands
2020
Árlega veitir Öldrunarráð Íslands viðurkenningu til
einstaklinga, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja
hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra.
Öl runarráð Íslands veitir j f framt viðurkenningu til fyrir-
tækja eða stofnana sem hafa myndað sér framúrskarandi
stefnu varðandi starfslok starfsmanna og framfylgja henni
á ábyrgan máta.
Hér með óskar Öldrun rráð ftir tilnefningum
til viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands.
Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar.
Frestur til að senda inn tilnefningar
er til og með 4. október 2020 og skulu
tilnefningar sendar með tölvupósti á
oldrunarrad@oldrunarrad.is
Rök st uddu r g r u nu r er um að slóvakíska t r y g g i n g a f é l a g i ð NOVIS, sem er með fleiri en fimm þúsund viðskiptavini á Íslandi
og fær um 160 milljóna króna
iðgjöld héðan í hverjum mánuði,
hafi ekki fjárfest iðgjöld viðskipta
vina sinna með fullnægjandi hætti.
Gerðar hafa verið athugasemdir við
sölu á tryggingaafurðum félagsins,
bæði á Íslandi og í Slóvakíu, og ung
verska fjármálaeftirlitið lagði bann
við nýsölu á afurðum þess árið 2018.
Varaseðlabankastjóri fjármálaeftir
litsins segir að heimildir til að grípa
inn í starfsemi slóvakíska fyrirtæk
isins hér á landi séu takmarkaðar.
„Eins og staðan er í dag getur
verið viðkvæmt að skipta við félag
ið ef grunur Seðlabanka Slóvakíu
(NBS) um að félagið fjárfesti ekki
iðgjöld í samræmi við vátryggingar
samninga er á rökum reistur,“ segir
Unnur Gunnarsdóttir, varaseðla
bankastjóri fjármálaeftirlitsins.
Hún vísar í frétt sem birtist á vef
Seðlabankans, þar sem viðskipta
vinum var bent á að huga að eigin
réttarstöðu og setja sig í samband
við félagið, eða vátryggingarmiðlar
ann sem kom viðskiptunum á.
Seðlabanki Slóvakíu hefur rök
studdan grun um að NOVIS fjár
festi ekki iðgjöld vátryggingartaka
í samræmi við skilmála vátrygg
ingarsamninga, það er að segja
svo að virði fjárfestinga dugi fyrir
endur kaupa virði samninga, komi
til uppsagnar vátryggingartaka.
Endur kaupavirði er upphæðin sem
vátryggingartakar eiga heimtingu á
ef þeir segja upp samningum.
Á meðan fjárfest iðgjöld eru
lægri en endurkaupavirði er NOVIS
bannað að selja nýjar tryggingar. Þá
er NOVIS gert að meta í lok hvers
almanaksmánaðar hvort skilyrðum
ákvörðunar sé fullnægt og senda
gögn til NBS þar um. Fjármálaeftir
litinu hefur ekki borist staðfesting
frá NBS um að NOVIS hafi uppfyllt
skilyrði ákvörðunarinnar.
„Okkur hefur ekki borist stað
festing frá NBS um hvort NOVIS
hafi uppfyllt skilyrðin og þar af leið
andi liggur ekki fyrir hvort NOVIS
geti gengið frá nýjum samningum
frá og með þessum mánaðamótum,“
segir Unnur.
„Þetta er íhlutun af hálfu slóva
kíska eftirlitsins, sem er ekki eins
afdráttarlaus og við myndum vilja
hafa hana. Engum viðskiptavinum
er greiði gerður þegar þeir vita ekki
í hvorn fótinn þeir eiga að stíga frá
mánuði til mánaðar,“ segir Unnur.
Samkvæmt heimildum Frétta
blaðsins hafa greiðslur Íslendinga
til slóvakíska tryggingafélagsins
numið um einni milljón evra,
jafnvirði um 160 milljóna króna, í
hverjum mánuði, ef horft er til síð
ustu mánaða. Upphæðin yfir heilt
ár slagar því hátt í 2 milljarða króna.
Þessar greiðslur munu halda áfram
að berast í hverjum mánuði.
„Fólk sem er í samningssam
bandi við fyrirtækið mun áfram
greiða mánaðarleg iðgjöld, sem
félaginu ber að fjárfesta í samræmi
við ákvörðun NBS og samningsskil
mála,“ segir Unnur.
Vátryggingarmiðlari NOVIS á
Íslandi er fyrirtækið Tryggingar og
ráðgjöf, en umsvif þess hafa aukist
verulega eftir að hafin var sala á
líftryggingaafurðum slóvakíska
félagsins í byrjun árs 2018. Velta
Trygginga og ráðgjafar, sem var í
kringum um 60 milljónir króna á
árunum 2016 og 2017, stökk upp í
850 milljónir á árinu 2018. Hagnað
urinn nam 112 milljónum og voru
100 milljónir greiddar í arð. Veltan
lækkaði niður í 665 milljónir á árinu
2019 og hagnaður niður í 33 millj
ónir.
Fjármálaeftirlitið gerði athugun
á viðskiptaháttum Trygginga og
ráðgjafar árið 2018, í tengslum við
sölu á tryggingaafurðum NOVIS.
Niðurstaðan var að væntanlegum
viðskiptavinum voru veittar rangar
og misvísandi upplýsingar með til
liti til samanburðar. Þá voru upplýs
ingar og þóknanir hvorki kynntar
með fullnægjandi hætti, né heldur
upplýsingar um áhættu afurðanna.
Spurð hvort þessum athugasemd
um hafi verið fylgt eftir segir Unnur
að svo hafi verið gert. „Við erum
mjög virk á vaktinni með starfsemi
af þessu tagi og höfum fylgt þessum
athugasemdum eftir.“
Hefur eitthvað tengt trygginga
afurðum NOVIS komið inn á borð
fjármálaeftirlitsins síðan þá?
„Fjármálaeftirlitið hefur viðvar
andi eftirlit með starfsemi vátrygg
ingarmiðlara,“ svarar Unnur. Spurð
hvaða heimildir íslenska eftirlits
stofnunin hafi í þessum efnum,
segir hún að þær séu takmarkaðar.
„Við höfum takmarkaðar heim
ildir til þess að grípa inn í vegna
þess að þetta fyrirtæki er ekki með
starfsleyfi frá okkur. Hins vegar eru
vátryggingarmiðlarar sem dreifa
vörunni hér á landi undir eftirliti
okkar og vegna íhlutunar Seðla
banka Slóvakíu erum við í sam
skiptum við þá.“
Seðlabanki Slóvakíu lagði 175
þúsund evra sekt á NOVIS á síðasta
ári fyrir að gefa viðskiptavinum
villandi upplýsingar og aðrar tvær
sektir, hvora að fjárhæð 50 þúsund
evrur, í febrúar síðastliðnum.
Hefur eftirlitið litla yfirsýn yfir
erlendar tryggingaafurðir sem eru
seldar Íslendingum og litlar heim
ildir til að grípa inn í ef það telur
ástæðu til?
„Nei, þvert á móti hefur Fjármála
eftirlitið góða yfirsýn yfir erlendar
tryggingaafurðir sem eru seldar
Íslendingum. Með nýjum lögum um
dreifingu vátrygginga eru heimildir
skýrari en áður, en þær snúa eink
um að eðlilegum og heilbrigðum
viðskiptaháttum þeirra sem selja
slíkar afurðir.“
Hver eru næstu skref fjármála
eftirlitsins í þessu máli?
„Við erum í nánu sambandi við
NOVIS, slóvakíska Seðlabankann
og eftirlitsstjórnvöld í öðrum
ríkjum þar sem fyrirtækið er með
viðskipti. Auk þess erum við í mikl
um samskiptum við þá íslensku
vátryggingarmiðlun sem selt hefur
flesta samninga um afurðir NOVIS,“
segir Unnur.
Þá hætti NOVIS sölu á afurðinni
Wealth Insuring hér á landi árið
2019 eftir innleiðingu IDDtilskip
unarinnar. Tilskipunin gerir auknar
kröfur til vátryggingafélaga um
skilgreiningu viðeigandi markhópa
sem vátryggingaafurð er dreift til.
Umrædd afurð gat einungis talist
hæfa einstaklingum sem byggju yfir
fullnægjandi þekkingu og reynslu
af fjárfestingum.
Fulltrúar NOVIS svöruðu nýlegri
tilkynningu fjármálaeftirlitsins og
sögðu fjárhag fyrirtækisins traust
an. Það gæti sinnt viðskiptavinum
sínum í samræmi við gerða samn
inga og staðið við allar sínar skuld
bindingar. NOVIS sagði jafnframt
íslenska f jármálaeftirlitið hafa
misskilið yfirlýsingu Seðlabanka
Slóvakíu og að engin hindrun væri
fyrir sölu afurða fyrirtækisins.
Óvíst hvort NOVIS geti
staðið við samninga
Grunur er um að slóvakíska félagið NOVIS hafi ekki fjárfest iðgjöld með full-
nægjandi hætti. Með fimm þúsund íslenska viðskiptavini sem greiða 160
milljónir á mánuði. Velta tryggingamiðlarans jókst úr 60 í 850 milljónir.
Ungverjar gripu snemma til aðgerða
Fjármálaeftirlit Ungverjalands,
sem er hluti af seðlabanka lands-
ins (MNB), stöðvaði tímabundið
sölu á söfnunarlíftryggingum
NOVIS þar í landi árið 2018.
Íslenska fjármálaeftirlitið vakti
athygli á þessari ákvörðun á vef
sínum.
„Þrátt fyrir að MNB hafi tak-
markaða möguleika á því að
grípa til aðgerða gegn trygg-
ingafélögum sem bjóða upp á
þjónustu þvert yfir landamæri
þá, í undantekningartilfellum,
leyfa landslög og Evrópulög MNB
að grípa til aðgerða gegn ólög-
legu athæfi, sem ógnar öryggi
innlends tryggingamarkaðar og
hagsmunum neytenda,“ sagði
ungverska eftirlitið.
Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlitsins.
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Þetta er íhlutun af
hálfu slóvakíska
eftirlitsins, sem er ekki eins
afdráttarlaus og við mynd-
um vilja hafa hana.
MARKAÐURINN
1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð