Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 24
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Fylgið okkur á FB
SKOÐIÐ NETV
ERSLUN
LAXDAL.IS
ÞÚ FÆRÐ YFIRHÖFNINA HJÁ LAXDAL
TRAUST Í 80 ÁR
Tískuhönnuðurinn Christian Louboutin ætlar að beita óhefðbundinni aðferð við
að kynna vor- og sumarlínu sína á
tískuvikunni í París. Línan verður
kynnt í stafrænum heimi í snjall-
símaforritinu Zepeto. Þar verður
hægt að spígspora um í nýju
skónum hans á frægum stöðum
í París og eiga samskipti við aðra
notendur sem eru að gera það
sama. Fjallað var um kynninguna
á vefnum Footwearnews.
Louboutin ætlar að nota forritið
til að kynna vor- og sumarlínu
fyrir næsta ár, fyrir bæði karla og
konur. Fjölmiðlafólk og útvaldir
gestir fá að skoða Loubi World á
morgun. Það er stafræn veröld þar
sem notendur geta fengið sér ís
eða pönnuköku, farið á tónleika
með söngkonunni King Princess,
átt samskipti við aðra notendur og
prófað skóna í nýju línunni.
Nær til yngri kynslóðarinnar
Þetta er harla óvenjuleg leið til að
markaðssetja nýja línu, sérstak-
lega fyrir lúxusmerki eins og
Louboutin, en á tímum COVID-
Kynna línu í stafrænni veröld
Franski tískuhönnuðurinn Christian Louboutin valdi óvenjulega leið til að kynna vor- og sumar-
línu sína fyrir næsta ár á tískuvikunni í París. Hægt verður að skoða línuna í stafrænni veröld.
Skór franska
tískuhönnuðar-
ins Christan
Lou boutin
eru vinsæl
lúxustísku vara
meðal ríka og
fræga fólksins.
Hann kaus að
kynna línuna
fyrir næsta
vor og sumar
í stafrænni
veröld, sem
er aðgengileg
gegnum snjall-
forritið Zepeto.
MYND/GETTY
Stafrænar útgáfur af Christian
Louboutin, King Princess og Quincy
Brown. MYND/CHRISTIANLOUBOUTINHér er for-
smekkur af því
sem verður
hægt að sjá og
upplifa í Loubi
World, en þar er
meðal annars
glansandi
Eiffel turn og
hringekja.
Í Loubi World er meðal annars hægt að sjá verslunarganginn Galerie Véro-
Dodat, þar sem Louboutin opnaði sína fyrstu verslun árið 1991.
Loubi World verður aðgengilegt í
suðurkóreska snjallforritinu Zepeto.
19 og aukinnar snjallvæðingar á
öllum stigum lífsins, gæti þetta
verið ein besta leiðin til að ná til Z-
kynslóðarinnar, sem sækir af þrey-
ingu og upplýsingar nær eingöngu
á stafrænan vettvang.
Zepeto forritið er frá Suður-
Kóreu og var sett í loftið árið 2018.
Samkvæmt tölum frá Loubout-
in sem fylgdu kynningu á Loubi
World, eru notendur þess yfir 178
milljónir, 600 milljón stafrænar
vörur hafa verið seldar í gegnum
það og þar hafa orðið til 780 millj-
ón myndir og myndbönd.
Meirihluti notenda eru stelpur
og konur á aldrinum 13-24 ára og
f lestir notendanna eru frá Asíu-
löndum, Rússlandi og Banda-
ríkjunum. Nike og North Face eru
meðal vörumerkjanna sem eru
á Zepeto, en Louboutin er fyrsta
lúxusvörumerkið.
Kynning fyrir öðruvísi kúnna
Sjálfur segir Christian Louboutin
að lúxusvöruiðnaðurinn sé ekki
bara fyrir þá sem hafa efni á að
kaupa vörurnar, heldur líka fyrir
fólk sem hefur áhuga á tísku og
dreymir um hana. Þetta nýja fram-
tak er tilraun til að kynna merkið
á öðruvísi hátt fyrir öðruvísi við-
skiptavini.
Louboutin segist ekki mjög
tæknivæddur og varla fær um að
kveikja á sjónvarpinu, en hann tók
eftir því hve margir leituðu í tölvu-
leiki í einangruninni á þessu ári.
Í Zepeto þurfa notendur fyrst
að búa sér til persónu og þær hafa
allar unglegt og dúkkulegt útlit,
en kyn er ekki atriði og það eru
engar takmarkanir á stíl, svo allir
notendur geta verið í hverju sem
þeir vilja. Notendur geta svo búið
til prófíla sem svipar til Insta-
gram, sent hver öðrum skilaboð,
eða tekið þátt í stafrænum sam-
komum þar sem allt að 25 þúsund
manns geta komið saman í einu.
Í Loubi World er hægt að sjá
nokkra af uppáhaldsstöðum
hönnuðarins í París. Þar eru Eiffel-
turninn, útikaffihús, hringekja
og Galerie Véro-Dodat, 200 ára
gamli verslunargangurinn þar
sem Louboutin opnaði sína fyrstu
verslun árið 1991, sem og eftirlík-
ing af f laggskipsverslun Louboutin
við Rue Saint Honoré.
Þeir sem vilja ekki taka þátt eða
spila geta líka horft á myndband
sem sýnir Loubi World.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R