Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 4
Veður
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s
og bjart með köflum en suðaustan
5-13 m/s suðvestanlands og stöku
skúrir. Hiti 3 til 8 stig að deginum.
SJÁ SÍÐU 22
Sælkerar við sólarlag
SAMFÉLAG „Þær björguðu mér,“ segir
norski sendiherrann Aud Lise Nor-
heim, um tvær konur sem komu
henni til aðstoðar eftir alvarlegt
slys í Heiðmörk. Hún leitar nú að
þeim til að geta þakkað þeim fyrir,
því hún var ekki í ástandi til að gera
það á vettvangi.
Aud var að hlaupa með eigin-
manni sínum miðvikudaginn 23.
september þegar slysið varð, um
klukkan 18. Hann fór aðra leið og
ætluðu þau að mætast á ákveðnum
stað. En Aud hrasaði um rót eða
stein, með þeim af leiðingum að
hún féll harkalega og bæði fótleggs-
og handleggsbrotnaði hægra megin.
Lá hún ein og bjargarlaus í kannski
korter, en hún segist hafa misst
tímaskynið.
„Ég sá tvær konur koma og þær
studdu mig að bílnum sínum og
keyrðu með mig á bráðamóttöku
spítalans í Fossvogi,“ segir Aud. Á
þessum tíma hafi hún ekki áttað sig
á hversu alvarlega slösuð hún var,
en það hafi þó verið mjög sársauka-
fullt að komast að bílnum. „Ég var
með meiri verki í handleggnum en
fætinum og einbeitti mér að þeim
sársauka.“
Aud náði ekki nöfnum kvenn-
anna og átti í raun í erfiðleikum
með að átta sig á nokkrum sköp-
uðum hlut, svo kvalin var hún. Hún
man þó að þær voru á fertugs- eða
fimmtugsaldri og í rauðum hlaupa-
fötum með merki, sem gæti bent til
þess að þær hafi verið í einhverjum
hlaupahóp eða -liði. Bíllinn sem
þær keyrðu hana á var ljósleit eða
grá Kia.
Daginn eftir slysið fór Aud í
aðgerð vegna beinbrotanna og býst
hún við því að verða útskrifuð af
spítalanum bráðlega. Fer hún þá í
endurhæfingu, áður en hún getur
snúið aftur heim.
„Mig langar til að finna þessar
konur og þakka þeim,“ segir Aud.
„Ég gat ekki gert það á staðnum
því að ég gat ekki hugsað um neitt
annað en að komast á spítalann.
Ég veit ekki hvað hefði gerst ef þær
hefðu ekki fundið mig.“
Vonast Aud til þess að þær hafi
samband og segir að auðveldast sé
að gera það í gegnum norska sendi-
ráðið, sem staðsett er að Fjólugötu
17 í Þingholtunum. Símanúmerið
þar er 520-0700.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Sendiherra leitar að
bjargvættum sínum
Norski sendiherrann á Íslandi leitar að tveimur konum sem komu henni til
bjargar eftir alvarlegt slys í Heiðmörk. Hún datt á hlaupum og handleggs- og
fótbrotnaði. Vegna kvala náði hún ekki að þakka konunum á staðnum.
Ég veit ekki hvað
hefði gerst ef þær
hefðu ekki fundið mig.
Aud Lise Norheim, sendiherra
Egilsstaðir er stærsta byggðarlag
Múlaþings. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
AUSTURLAND Framsóknarf lokk-
urinn og Sjálfstæðisf lokkurinn
undirrituðu samkomulag um meiri-
hlutasamstarf í nýju sveitarfélagi á
Austurlandi, sem mun fá nafnið
Múlaþing. Fengu f lokkarnir sam-
anlagt 6 af 11 fulltrúum í sveitar-
stjórnarkosningum sem fóru fram
19. september.
Hvorki Stefán Bogi Sveinsson né
Gauti Jóhannesson, oddvitar fram-
boðanna, munu verða sveitarstjórar
heldur verður samið við Björn Ingi-
marsson, núverandi sveitarstjóra
Fljótsdalshéraðs, um að verða fyrsti
sveitarstjóri Múlaþings. – khg
Meirihluti á
Austurlandi
REYKJAVÍK Nýju salernishúsi var
komið fyrir við Esjuna í maí síð-
astliðnum, þrátt fyrir að ekki hafi
verið sótt um leyfi til að koma hús-
inu fyrir fyrr en þann 8. september.
Málinu var þá frestað og leyfi ekki
veitt frá byggingarfulltrúa fyrr en
22. september síðastliðinn.
Í frétt á vef borgarinnar þann 18.
maí er sagt frá því að salernin séu
komin upp og að næstu daga verði
húsið tengt við lagnir og gengið
frá umhverfi þess. Mögulegt verði
að opna aðstöðuna almenningi í
mánuðinum á eftir, það er í júní.
Áætlaður kostnaður við verkið í
heild er 35-40 milljónir króna.
Í svari borgarinnar við fyrir-
spurn Fréttablaðsins um málið
segir að salernin hafi ekki enn
verið tekin í notkun. Salernishúsið
sé staðsett á svæði sem skilgreint sé
fyrir þjónustu vegna útivistar og
sé sett upp í samræmi við það. „Í
samráði við skipulagsfulltrúa [var]
ákveðið að gera sérstakt deiliskipu-
lag fyrir svæðið og þar er lóðin fyrir
almenningssalerni sérstaklega
afmörkuð. Afmörkuð lóð leiðir til
þess að farin er formleg leið með
byggingarley f i og tilhey randi
úttektum,“ segir í svarinu. – bdj
Salerni sett upp
við Esju án leyfa
Náðhúsinu var komið fyrir þann 18.
maí en leyfið veitt 22. september.
Syndsamlega góð kaka
með engri fyrirhöfn!
Aud Lise losnar bráðlega af spítala og hefur endurhæfingu. MYND/AÐSEND
Áætlaður kostnaður við
verkið er 35 til 40 milljónir
króna.
Öngþveiti myndaðist við bakka Lækjarins í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar endur og álftir kepptust um bestu bitana sem þessi gjafmildu börn buðu
upp á. Í blíðviðri sem þessu er kjörin hugmynd að heimsækja þessa fiðruðu félaga og gefa þeim korn og fræ í gogginn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð