Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 41
Þóra Karítas gefur út sína fyrstu sögulegu skáldsögu fyrir jólin, Blóðberg. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI KVIKMYNDIR Get the Hell Out Leikstjórn: I.-Fan Wang Aðalhlutverk: Francesca Kao, Bruce Hung Uppvakningar voru einu sinni ákveðin delikasía. Það þótti bera til tíðinda þegar zombie-mynd var á leiðinni, og á almennum markaði voru þær sjaldan f leiri en ein til tvær ár hvert. Í dag er uppvakning- urinn orðinn ansi úr sér genginn og flestar nýjar myndir þar sem hann kemur fyrir eru með grín slegnu yfirbragði. Hunskastu út (e. Get the Hell Out) er þar engin undantekning, en hún var nýlega sýnd í Bílabíói RIFF. Myndin segir frá þingkonunni Xiong Ying-Ying sem missir sæti sitt á taívanska þinginu eftir klaufa- legar útistöður við öryggisvörðinn Wang-Yo. Í kjölfarið kemur Ying- Ying Wang-Yo á þing, þar sem hún hyggst nýta hann sem leiksopp sinn í baráttu sinni við að stöðva áætl- anir um byggingu efnaverksmiðju. Úrgangur úr verksmiðjunni er sagður hafa valdið einkennum sem minna einna helst á hundaæði. Það er augljóst í hvað stefnir. Myndin fer strax af stað á fullum hraða og tempóið er f ljótt að venj- ast. Stílfæringin er sterk – ofleikur- inn hentar gríninu vel, búningarnir eru litríkir og tónlistin er fjörug. Brandararnir eru fyrir ofan garð og neðan. Sumir þeirra eru drep- fyndnir og hitta beint í mark, aðrir ganga ekki alveg upp. Það gæti verið á ferðinni einhver taívanskur einka- húmor sem hittir ekki alveg í mark hjá sveitalubbum á Íslandi. Þá eru líka skírskotanir í internet-brand- ara sem gætu misst marks hjá eldri kynslóðinni. Það er þó í góðu lagi, þar sem hún er líklega ekki mark- hópurinn. Það er ekki margt nýtt á ferðinni í Hunskastu út, en myndin er nógu kostuleg til að halda áhorfendum við efnið. Bleik jakkaföt eru kannski nóg til að glæða uppvakninginn lífi. Arnar Tómas Valgeirsson NIÐURSTAÐA: Fjörug og sterklega stíl- færð ræma. Blóðbað á taívanska þinginu mynd um að minnsta kosti uppruna einnar manneskju sem hafði sam- band við mig eftir að hún heyrði af þáttunum. Til að svara þessu aðeins betur þá myndi ég vilja fá færi á að tala við fleiri sem búa að erlendum ættlegg hjá móður sinni eða föður.“ Hún segist því vilja leggja áherslu á að fá áfram fjölbreyttan hóp við- mælenda með tengingar við önnur lönd eða heimsálfur. „Mér finnst svo mikilvægt að fjöl- breytnin sem einkennir samfélagið okkar sé sýnileg í menningartengdu efni. Ekki síst í þáttum sem snúast um uppruna fólks.“ Nóg að gera Þóra Karítas var nú fyrir stuttu að ljúka við að skrifa sína fyrstu sögu- legu skáldsögu. „Bókin heitir Blóðberg og er gefin út af Forlaginu, en það er búið að senda hana til Þýskalands í prent- un. Ég á von á sýniseintaki með f lugi á næstu vikum og svo siglir bókin í höfn vonandi nokkru fyrir jól, ef allt gengur upp. Bókin fjallar um líf og örlög ungrar stúlku, Þór- dísar Halldórsdóttur, sem var tekin af lífi árið 1618. Henni var gefið að sök að hafa eignast barn með mági sínum en það var líflátssök á tímum Stóradóms. Sagan er nokkurs konar ímynduð málsvörn hennar,“ segir hún. Næsta stóra verkefni hennar er svo að leikstýra í Borgarleikhúsinu verkinu Taktu lagið, Lóa. „Það er verk sem ég hef miklar mætur á. Við hefjum æfingar í janúar og áætluð frumsýning er í mars. Það er mikil tónlist í sýning- unni en verkið fjallar um Lóu, sem er feimin og hlédræg stúlka með leyndan sönghæfileika. Hún syrgir föður sinn sem skildi eftir sig stórt plötusafn og í gegnum tónlistina finnur hún sér leið út í lífið á ný. Bragi Valdimar er að annast þýð- ingu á verkinu og leggja lokahönd á hana núna. Ég er uppfull af góðri orku og gleði og tilhlökkun yfir að fá að takast á við þessa sögu. Verkið, sem er eftir Jim Cartwright, er sett fram í miklum húmor en er líka gætt mikilli alvöru og dýpt.“ Fyrsti viðmælandi Þóru Karítasar er athafnakonan Lilja Pálmadóttir. Þátturinn er sýndur í kvöld klukkan 20.00 í Sjónvarpi Símans. steingerdur@frettabladid.is BÓNUS NETTÓ KRÓNAN FLY OVER ICELAND LÖÐUR NAMMI OG ÍSPINNAR MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS | GJÖF F YRIR ALL A SEM KOMA OPIÐ ALLA DAGA kl. 10–19 Á FISKISLÓÐ 39 990 kr. 1.490 kr. 990 kr. 990 kr. 2.990 kr. SÍÐU STU DAG ARN IR NÆG BÍLA- STÆÐI 990 kr. 990 kr. 990 kr./stk. Nesbø pakki 1.990 kr. L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27F I M M T U D A G U R 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.