Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 32
FÓTBOLTI „Það er verið að leggja lokahönd á skýrslu og kynningu á henni og þá verðum við með við- bótargagn við þá miklu rýnivinnu sem hefur farið fram. Þá þarf að fara yfir málin með stjórnvöldum og átta sig á stöðunni,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, aðspurður hvað sé að frétta ef nýjum Laugar- dalsvelli. Guðmundur Kristján Jónsson, skipulagsfræðingur og einn af þeim sem gerðu eina af fyrstu skýrsl- unum um nýjan Laugardalsvöll, skrifaði grein fyrir skömmu þar sem hann hafði heyrt orðróm um að fyrirliggjandi vinnu og greiningum hefði verið sópað út af borðinu og verkefnið endurræst. „Ferli á borð við þetta er kunnuglegt í opinberri stjórnsýslu og ekki annars að vænta en að ný skýrsla líti brátt dagsins ljós,“ skrifaði hann í pistli sínum sem birtist á Vísi. Guðni segist hafa þá trú, og vera búinn að hafa síðan hann steig fyrst inn á skrifstofu KSÍ, að nýr völlur muni rísa. Hann sé jú orðinn um 60 ára gamall, byggður 1957 og þörfin sé mikil. „Á endanum verður tekin ákvörðun um að endurbyggja Laug- ardalsvöll, en það er trúlega ekki að fara gerast á morgun eða hinn. En það er mín staðfasta trú að við getum boðið upp á nýjan völl fyrr en síðar,“ segir formaðurinn. – bb Styttist í viðbótargagn um þjóðarleikvang Hitalagnir voru settar í völlinn í ágúst með töluverðu jarðraski, skömmu fyrir landsleikina gegn Svíum og Englendingum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Fjórar sviðsmyndir Fjórar sviðsmyndir koma til greina við endurnýjun Laugar- dalsvallar. Að aðstaða verði að mestu leyti óbreytt eða með lágmarksbreytingum og lagfær- ingum. Að farið verði í viðbætur og framkvæmdir á núverandi aðstöðu til að uppfylla alþjóð- lega staðla. Að byggður verði opinn knattspyrnuvöllur með allt að 17.500 sætum, eða fjöl- notaleikvangur með opnanlegu þaki með allt að 20.000 sæti. FÓTBOLTI Gunnar Nielsen, mark- vörður FH og færeyska landsliðsins, segir ævintýri KI Klaksvíkur vera skemmtilegt áhorfs, jafnvel fyrir sig sem grjótharðan HB-stuðnings- mann. Klaksvíkurliðið mætir í dag liði Dundalk, í einvígi um hvort liðið komist í riðlakeppni Evrópu- deildarinnar. Íslensk félagslið hafa lengi átt þann draum að komast í þá stöðu sem Klaksvík er í, en Evr- ópuúrslit undanfarin ár benda til að íslenskur fótbolti standi þeim færeyska langt að baki. Í frétt Elvars Geirs Magnússonar, ritstjóra fót- bolta.net, er sagt að augu heimsins beinist að Klaksvík í Færeyjum. Færeyskur fótbolti er að gera eitt- hvað betur en sá íslenski, því fyrir utan velgengni Klaksvíkur vann B36 þrjá leiki í Evrópukeppninni áður það féll út fyrir CSKA frá Sofíu. Í síðasta landsliðsglugga hrósuðu Gunnar og félagar sigri í báðum leikjum sínum. Trúlega langar engan að rifja upp hörmungarnar sem íslensku félögin buðu upp á að þessu sinni í Evrópukeppninni, en gengi íslenskra liða hefur verið svo slæmt að undanförnu að UEFA mun taka eitt Evrópusæti af deildinni 2022. „Ég er auðvitað HB-maður en ef þeir fara áfram yrði það frábært fyrir færeyskan fótbolta. Ég held að allir Færeyingar vonist eftir að Klaksvík komist áfram,“ segir Gunnar, en hann mun missa af leiknum þar sem lið hans FH mætir Stjörnunni í kvöld. Gunnar segir að umræðan hafi verið lík í Færeyjum og hér. Hvernig geti lið þaðan komist í riðlakeppn- ina. „Að sjálfsögðu þarf maður heppni og allt það, en þetta er risa- stórt tækifæri fyrir Klaksvík því þetta er bara einn leikur. Venjulega eru þetta alltaf tveir leikir en núna eru þetta bara 90 mínútur. Ég vona auðvitað að þeir komist áfram, ekki spurning.“ Hann segir að árangurinn sé eftir- tektarverður og að hans viti hafi ekki orðið nein stefnubreyting hjá færeyska knattspyrnusambandinu til að draumurinn gæti orðið að veruleika. „Það er margt í þessu. Það er kominn aðeins meiri peningur í færeyskan fótbolta og Klaksvík er með mjög gott lið. Þeir eru með halfsenterapar sem er í landsliðinu og eru með góðan hóp, góða útlend- inga, sem hafa styrkt liðið mikið og svo er þetta heppni líka. Það er bara einn leikur, sem skiptir miklu máli. Það er erfitt að benda á eitthvað eitt atriði sem útskýrir þessa velgengni, heldur er þetta blanda af mörgum hlutum.“ Allir knattspyrnuvellir í Færeyj- um eru á gervigrasi. Það er passað upp á að þeir séu opnir, þannig að krakkar mega vera á vellinum að leika sér og hjá þeim eru boltar sem börn mega nota. Þreföld umferð er í Færeyjum og peningarnir og aðstaðan er alltaf að verða meiri og betri. Svona mætti áfram telja. „Einu sinni var talað um að of margir leikmenn væru að spila erlendis, sem væri ekki gott fyrir landsliðið. Svo komu margir heim og þá var það líka slæmt. Í ár er ekki bara Klaksvík að standa sig vel því B36 stóð sig líka vel. NSÍ fór líka áfram. Við erum bara 50 þúsund en það er allt í kringum fótboltann orðið betra að undanförnu.“ Vinni Klaksvík og komist í riðla- keppnina er hætt við að liðið verði enn sigursælla heima við. Liðið hefur unnið 18 titla og tók titilinn af Heimi Guðjónssyni og liði Gunn- ars, HB, í fyrra. Þá hefur félagið lyft bikarnum sex sinnum. „Það er samt þannig að ef Klaksvík fær alla þessa peninga og styrkir sig þá þurfa hin liðin líka að stækka og stíga upp. Elta þá, þannig að allur færeyski fótboltinn styrkist. Ég horfi á þetta þannig.“ benediktboas@frettabladid.is Allir Færeyingar halda með Klaksvík í rúmar 90 mínútur Klaksvík er einum leik frá því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en vinni liðið Dundalk er færeyskt lið komið á þann stað sem íslensk lið hefur dreymt um í fjölmörg ár. Gunnar Nielsen, mark- vörður FH og færeyska landsliðsins, segir að vinni liðið muni það hjálpa fótboltanum heima fyrir. Leikmenn Klaksvíkur eru á Írlandi þar sem þeir undirbúa sig fyrir stærsta leik í sögu færeyska fótboltans. Liðið hefur unnið tvo leiki á Evrópuferðalaginu, meðal annars 6-1 við Dinamo Tbilisi. Hér eru leikmenn í Sviss. MYND/EPA Mikkjal Thomassen tók við Klaks- víkurliðinu fyrir fimm árum. Gunnar, markvörður FH, nær ekki leiknum í kvöld gegn Dundalk. Evrópuúrslit Færeyinga B-36 vann St. Josephs frá Gíbralt- ar 1-2 á útivelli, áður það vann Levadia frá Eistlandi á heimavelli 4-3. Um miðjan mánuðinn unnu þeir TNS frá Wales í vítaspyrnu- keppni áður liðið datt út fyrir CSKA frá Sofíu. NSÍ vann stórsigur 5-1 gegn Barry frá Wales áður það tapaði gegn Aberdeen frá Skotlandi. FÓTBOLTI Real Madrid tilkynnti að Belginn Eden Hazard væri kominn á ný á sjúkralistann og myndi missa af næstu leikjum félagsins. Hazard kom frá Chelsea í fyrra, en hefur verið mikið meiddur síðan hann krotaði undir. Hann hefur f jórum sinnum meiðst alvarlega síðan hann kom til Madrídar, en þar áður hafði hann aðeins meiðst 15 sinnum síðan hann gerðist atvinnumaður. Hann hefur spilað 687 leiki fyrir land og lið en misst af aðeins 66 leikjum vegna meiðsla. Alls hafa 32 af þessum leikj- um verið leiknir síðan hann gekk í raðir Real Madrid. Hann hefur skor- að eitt mark fyrir félagið. – bb Hazard enn á ný meiddur Dvöl Edens Hazard hjá Real Madrid er að breytast í martröð. MYND/GETTY KÖRFUBOLTI Mótanefnd KKÍ hefur frestað leik Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino’s deild karla sem fyrirhug- aður var á morgun. Á heimasíðu KKÍ kemur fram að þrír leikmenn Kef lavíkur séu í sóttkví fram yfir settan leiktíma. Mótanefnd KKÍ frestaði einnig leik Keflavíkur og Snæfells í Dom- ino’s deild kvenna sem fyrirhugaður var á laugardaginn, því leikmanna- hópur Keflavíkur er í sóttkví. Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um næstu leiki Keflavíkur. Deildin fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Nýliðar Hattar taka á móti Grindavík á Egilsstöðum, Tindastóll og ÍR mætast í Síkinu, Haukar heimsækja Þór í Þorláks- höfn og í Vesturbænum eigast við heimamenn í KR og Njarðvík. – bb Fresta leikjum Keflvíkinga Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og félagar hans þurfa að endurraða mótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.