Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 27
Við erum á þessum
stutta tíma búin að
klára nánast alla undir-
búningsvinnuna sem oft
tekur margar vikur eða
mánuði.
Stokkur var eitt af fyrstu fyrir-tækjunum á Íslandi til að búa til öpp, en fyrsta verkefnið
var að þróa og forrita Leggja-appið.
Raquelita Aguilar, fram-
kvæmdastjóri Stokks, segir að
fyrirtækið hafi búið til öpp fyrir
mörg ólík fyrirtæki og það fari
algjörlega eftir þjónustu fyrirtækj-
anna hvort gott sé að vera með app
og hvaða möguleika appið þurfi
að bjóða upp á.
„Með appi er hægt að ná til
notenda á persónulegri hátt en
með vefsíðu. Það er til dæmis
ekki hægt að senda tilkynningu
beint í síma notenda frá vefsíðu,
en það er hægt með gera í gegnum
app. Þannig er til dæmis hægt að
nota appið í markaðssetningu.
Domino’s hefur til dæmis notað
appið til að senda tilkynningar
á notendur þegar Megavika er
í gangi, eða þriðjudagstilboð,“
útskýrir Raquelita.
Hún segir að í vissum tilfellum
sé jafnvel betra fyrir fyrirtæki að
hafa app frekar en vefsíðu, en þau
hjá Stokki hjálpa fyrirtækjum að
taka slíkar ákvarðanir.
„Til dæmis ef hlutirnir eiga að
gerast hratt, ef þú ætlar að sækja
um starf, panta pitsu eða kaupa
lottómiða, þá viltu geta gert það
á ferðinni. Þú vilt ekki þurfa að
fara í tölvuna eða opna vafra í
símanum þínum til að fara inn á
vefsíðuna. Í slíkum tilfellum er
betra að hafa app.“
Stokkur hefur hannað og þróað
mörg af vinsælustu öppum á
Íslandi eins og Strætó-appið,
Dominos, Lottó, Aur og Einka-
klúbbs-appið. Einnig bjó Stokkur
til Alfreðs-appið á eigin vegum,
sem er nú komið í sjálfstæðan
rekstur.
„Það er stanslaus þróun þegar
kemur að tækni og hugbúnaði.
Tæknilega séð erum við að gera
aðra hluti í dag en við vorum
að gera fyrir tveimur til þremur
árum. Maður þarf alltaf að vera á
tánum og fylgjast með nýjungum
í tækniþróun. Það er í raun okkar
hlutverk að upplýsa viðskiptavini
þegar einhverju er ábótavant hvað
varðar tæknina,“ segir Raquelita.
Hún segir að þau hjá Stokki fylg-
ist vel með þróuninni hjá Apple
og Google en núna notast þau
aðallega við nýtt forritunarmál frá
Google sem kallast Flutter.
„Þetta er forritunarmál sem
er einn kóðabasi sem spýtist út
á bæði Android og iOS. Áður
vorum við með tvo forritara og
tvo kóðabasa, einn sem forritaði
fyrir Android og annan sem for-
ritaði fyrir iOS. Eftir að við fórum
að nota Flutter er hægt að hafa
bara einn forritara sem forritar
fyrir bæði stýrikerfin. Þannig
getum við dregið úr kostnaði
fyrir viðskiptavini. Það er auð-
veldara að gera prófanir, bæta
við nýrri virkni og viðhalda
appinu, ef forritað er á þennan
hátt. Við erum alltaf að leita að
slíkum lausnum og höfum prófað
ýmislegt í gegnum tíðina, eins
og Xamarin og React Native, en
Flutter stendur upp úr og höfum
við sérhæft okkur þar síðustu 2-3
árin. Í dag erum við til dæmis með
minna teymi en við vorum með
fyrir tveimur árum en á móti f leiri
verkefni.“
Nokkurra mánaða vinna á
einni viku sem skilar árangri
Raquelita segir að það sé alltaf nóg
af verkefnum hjá Stokki. Í kjölfar
COVID séu að koma öðruvísi
fyrirspurnir en áður, þar sem fólk
er farið að átta sig á því að það
þarf að geta gert f leiri hluti í fjar-
lægð frá öðrum í gegnum app eða
vefsíðu. Hún segir það fara eftir
umfangi hvað það taki langan
tíma frá því fyrirtæki óskar eftir
appi og þar til það er tilbúið.
„Við leggjum alltaf til að fólk
taki Hönnunarsprett með okkur,
eða útfærslu af Hönnunarspretti.
Þetta er vikusprettur og förum
við í rauninni í gegnum þriggja
til fimm mánaða vinnu á einni
viku. Við þarfagreinum og for-
gangsröðum svo það verði færri
óvissuþættir og betri skilningur á
milli allra. Með Hönnunarspretti
höfum við náð að láta hugmynd
verða að veruleika eftir aðeins
nokkra mánuði.“
Hönnunarsprettur fer þann-
ig fram að fyrstu tvo dagana er
Stokkur í hugmyndavinnu með
viðskiptavininum. Síðan er gerð
þarfagreining á því sem þarf að
vera í appinu/vefsíðunni og for-
gangsraðað. Að því búnu eru drög
að hönnun gerð, það er frumgerð,
og prófanir gerðar á henni og
lagfæringar ef tími gefst til. Allt er
þetta gert á einni viku.
„Á síðasta degi erum við með
kynningu fyrir viðskiptavininn
og förum yfir helstu niðurstöður.
Eftir þennan sprett er fyrirtækið
komið með pakka sem inniheldur
þarfagreiningu, forgangsröðun,
notendasögur, skýringamyndir,
skjámyndir, og jafnvel kostnaðar-
og tímaáætlun, svo eitthvað sé
nefnt. Viðskiptavinurinn getur
nýtt þennan pakka til þess að
sækja fjármagn eða sannfæra sína
stjórn ef þess þarf. Við erum á
þessum stutta tíma búin að klára
nánast alla undirbúningsvinnu
sem oft tekur margar vikur eða
mánuði,“ útskýrir Raquelita.
Hún segir mjög verðmætt fyrir
viðskiptavininn að vera kominn
með frumgerð sem búið er að
gera prófanir á og vera kominn
með endurgjöf frá hugsanlegum
notendum appsins.
„Við tökum stjórn á þessu og
viðskiptavinurinn þarf ekki að
spá í neinu. Hann þarf bara að
koma með opinn huga og við
sjáum um rest.“
Haltu fast í hugmyndina og
Stokkur sér um útfærsluna
Stokkur Software sérhæfir sig í hönnun og þróun á öppum og vefsíðum. Frá árinu 2007 hefur
fyrirtækið búið til fjölda vinsælla appa eins og Strætó, Alfreð, Dominos, Lottó, Einkaklúbbinn,
Aur og fleiri. Starfsfólk Stokks er alltaf á tánum og fylgist vel með öllum nýjungum í bransanum.
Raquelita Aguilar, framkvæmdastjóri Stokks, segir þau hjá fyrirtækinu fylgjast vel með nýjustu tækni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 F I M MT U DAG U R 1 . O K TÓ B E R 2 0 2 0