Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 37
LEIKHÚS Kópavogskrónika Kamilla Einarsdóttir Þjóðleikhúsið Leikgerð: Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksdóttir Leikstjórn: Silja Hauksdóttir Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir, Arnmundur Ernst Backman og Þórey Birgisdóttir Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir Tónlist: Auður Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson Krónískt sjálfshatur mallar yfir volgum bjór sem drukkinn er of snemma dags í miðri viku. Örvænt- ingu yfir því að elska, annaðhvort sjálfa sig eða aðra, vex ásmegin með hverjum sopa. Þá er bara langbest að taka strax næsta drykk. Lífið er hvort eð er bara samansafn tilvilj- ana í bland við klaufalegar tilraunir til að vera heilleg manneskja. Kópa- vogskrónika, byggð á samnefndri bók Kamillu Einarsdóttur, fékk loksins sinn frumsýningardag í Þjóðleikhúsinu eftir töluverða töf. Kópavogskrónika er óður til bæjarfélags og barns, misjafnt er hvort er mikilvægara í huga and- söguhetjunnar. Sýningin er sjálfs- skoðun í gegnum tortímingu þar sem ferð á Riddarann virðist vera góð hugmynd alveg þangað til ein- hver viðskiptavinur lætur þig óttast smávegis um líf þitt og ástin kvikn- ar yfir áleggi í Bónuskælinum til manns sem vill ekkert með þig hafa. Leikgerðin er í höndum Ilmar Kristjánsdóttur og Silju Hauks- dóttur sem stokka upp í uppruna- lega textanum, bæta við á stöku stað og sleppa öðru. Bráðfyndið atriði þar sem andsöguhetjan situr með fulltrúum foreldrafélagsins að ræða um ábyrgðaraðila, niðurföll og íþróttahús er besta viðbótin. En texti Kamilllu er til grundvallar, á köflum kómískur, snarpur og óhefl- aður, ef ekki óagaður. Ilmur fer með hlutverk ónefndu konunnar í Kópavogsævintýrinu og nær föstum tökum á því. Frá- sagnarstíllinn er í formi játninga við áhorfendur og myndar hún sterk tengsl við salinn. Ilmur vekur upp samúð og mikinn hlátur með kald- hæðnislegum tilsvörum í bland við vangaveltur um tilveruna. Velta má þeirri spurningu upp hvort bókinni hefði betur verið umbreytt í ein- leik. Ekki að það sé neitt að sakast við hina leikarana tvo. Arnmundur Ernst Backman leikur heila hjörð af sjálfhverfum karlmönnum sem sjá ekki sólina fyrir sjálfum sér. Raftón- listarskáldið, verðbréfasalinn og læknirinn eru allir jafn óspennandi en Arnmundur smellir sér lipurlega í hlutverk þeirra og finnur húmorinn í þeim öllum. Þórey Birgisdóttir fær aftur á móti færri bitastæð hlutverk, þó er slavneska hreyfilistakonan eftirminnileg, en leysir þau ágætlega. Silja er betur þekkt fyrir að leik- stýra sjónvarpsþáttum og kvik- myndum fremur en leikritum. Þeirra áhrifa sést gæta hér þar sem Kópavogskrónika er frekar senu- skipt en flæðandi. Sýningin byrjar ekki nægilega afgerandi en í heild- ina tekst ágætlega til þó að innri taktur framvindunnar hökti af og til. Sigríður Sunna Reynisdóttir sér um bæði búninga og leikmynd. Búningarnir heppnast vel en hver karakter fær sína einkennisflík og virkar best þegar primaloft úlpurnar mæta leðurjakkanum. Miðpunktur leikmyndarinnar er grasi vaxinn hóll umkringdur grámyglulegum veggjum sem virka ekki og eru ekki nægilega vel nýttir. Tónlistarmaður- inn Auður, í samvinnu við Kristján Sigmund Einarsson, sér um hljóð- heiminn og tekst þeim virkilega vel til. Djammundirtónninn er í senn samtímatengdur en um leið aftur- hvarf í smelli fyrri ára, bjórblaut dansgólf og vandræðalegar við- reynslur. Kópavogskrónikan er lítil og stutt leiksýning með stórt ef blautt hjarta. Manngæskan hefur lítið með auð að gera heldur miklu fremur að auðga líf annarra með ást. Stundum er þeirri ást sóað í einhvern sem á hana ekki skilið, stundum er betra að elska úr fjarlægð en það mikil- vægasta er að reyna að finna leið til að elska sjálfa sig. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Heillandi harmsaga um leitina að sátt, eða bara næsta bjór. Kófdrykkja í Kópavogi Kópavogskrónika er óður til bæjarfélags og barns, segir gagnrýnandi. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON HAUST ÚTSALA Ármúla 31 Opnunartími: Fimmtudaginn 1. okt 16:00-18:00 Föstudaginn 1. okt 16:00-18:00 Laugardaginn 3. okt 13:00-15:00 1. – 3. OKTÓBER 30% afsláttur af öllum vörum frá Varma 50% afsláttur af angóruvörum frà Ylfa - og ekki má gleyma útsöluhorninu okkar VELJUM ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLU M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F I M M T U D A G U R 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.