Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 28
Bad Bunny í nýju Crocs-skónum. Sérstök útgáfa af Crocs-plast-skóm, unnin í samstarfi við latínó poppstjörnuna Bad Bunny, fór í sölu í fyrradag og seldist upp á aðeins sex- tán mínútum. Þeir eru hvítir, með sjálf lýsandi útgáfu af Bad Bunny-lógóinu og var beðið með mikilli eftirvæntingu, enda hver vill ekki klæðast eins skóm og stjörnurnar? Crocs hefur áður gert skó í samstarfi við Grateful Dead og Post Malone, sem seldust upp á innan við klukkustund, og samstarf þeirra við KFC var álíka vinsælt. Crocs eru sannarlega skór árs- ins og hefur salan rokið upp um 48 prósent á meðan sala á skótaui vestanhafs hefur dvínað um 20 prósent það sem af er ári, miðað við sama tíma í fyrra. Velgengnin skrifast líka á heimsfaraldurinn, þar sem allt sem er þægilegt selst eins og heitar lummur. Bad Bunny er frá Púertó Ríkó og er fjórða platan hans, YHLQMDLG, söluhæsta spænsku- mælandi plata allra tíma, sam- kvæmt Billboard. Hann hefur vakið athygli fyrir f lottan stíl, sem er blanda af karabískri pabbatísku og vel hannaðri götu- tísku. Forstjóri Crocs segir Bad Bunny vera holdgerving þess að koma til dyranna eins og maður er klæddur, nokkuð sem Crocs stendur einnig fyrir. Bad Bunny gjörsamlega elskar Crocs og hefur sést í slíkum skófatnaði á tón- leikum og í myndböndum, en uppáhalds Crocs-litirnir hans eru gulur og grænn. Crocs-skór ársins Vor- og sumartískan er frjálsleg. Tískuhönnuðir reyna nú allt hvað þeir geta til að koma nýjustu hönnun sinni á framfæri. Maria Grazia Chiuri, hönnuður hjá Dior, notar sam- félagsmiðla og heimasíðu Dior til að koma vor- og sumartískunni 2021 til skila. COVID-19 hefur áhrif á stílinn, sem byggist upp á þægindafatnaði en sóttkví og mikil heimadvöl breytir hugs- unum fólks um hvað sé notalegt í breyttu tískulandslagi, sem gæti skapað nýjan lífsstíl meðal fólks. Sumartískan á næsta ári ber vott um þennan breytta anda. Auk þess að sýna vídeó á Insta- gram og f leiri samfélagsmiðlum, var sett upp svið með tjaldi sem skapaði ákveðna fjarlægð frá þeim fáu áhorfendum sem fengu að fylgjast með. Tískan sem sýnd var er óvenjufrjálsleg miðað við Dior, efnin létt og mynstruð. Fötin voru víð og laus frá líkamanum, en höfðu engu að síður ákveðinn ljóma yfir sér. Það mætti kannski segja að hönnuðurinn hafi litið til baka til hippaáranna í leit sinni að hugmyndum. Hægt er að skoða sýningu Dior fyrir vor- og sumartískuna inni á Instagram og Dior.com Þægilegt og flott næsta sumar Andlitsgríma með yfirlýsingu. Það er vinsælt á þessum tímum, þegar fólk víða um heim þarf að bera andlits- grímur á almannafæri, að nota grímurnar til að koma einhvers konar skilaboðum á framfæri. Oft stuðningi við málstað eins og til dæmis stjórnmálaflokk eða mótmæli. Í Bandaríkjunum hafa margir borið grímur með áletruninni „Black lives matter“ til að styðja baráttu þeldökkra þar í landi gegn lögregluof beldi. Þekkt fólk hefur líka borið grímu með svipaðri áletrun til að sýna stuðning við baráttuna. Andlitsgrímur með yfirlýsingar Leví s Smáralind Smáralind 30% AF VÖLDUM VÖRUM Tilboð gildir til 6. október 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.