Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Þau vilja vel, en það kemur ekki í veg fyrir að ræða þarf og skoða hvort að- gerðir hafi gengið of langt. Ísland er nógu ríkt land og auðugt að auðlindum til að hægt sé að tryggja öllum ásættanleg kjör. Baráttan við COVID hefur kallað á harðar aðgerðir víða um heim. Stórlega hefur verið gengið á mannréttindi fólks og flestir taka því nánast eins og sjálf-sögðum hlut, sennilega vegna þess að stjórnvöld hafa komist ansi nálægt því að hræða úr þeim líftóruna. Í allnokkrum löndum hefur fólk þó treyst sér út úr húsi og mætt á fjöldafundi til að mótmæla skerðingu á mannréttindum sínum. Fjölmiðlar afgreiða þennan hóp sem afneitunarsinna og trumpista. Það er einföld afgreiðsla og um leið sú þægilegasta því þá þarf ekki að rýna frekar í málið. Á áðurnefndum mótmælafundum er örugglega slatti af aðdáendum Donalds Trump og einhver hópur afneitunarsinna, en þarna hljóta líka að vera skyn- samir almennir borgarar sem hafa rýnt í tölfræði og komist að þeirri niðurstöðu að COVID sé ekki drep- sótt. Þetta er hópur sem sér ekki vit í því að loka fólk, og þar á meðal börn, inni vikum og jafnvel mánuðum saman. Það sér heldur enga skynsemi í því að skella í lás í búðum og á veitingastöðum og gera borgir og bæi að draugastöðum. Þessi hópur gerir sér mætavel grein fyrir skelfilegum efnahagslegum afleiðingum svo harðra aðgerða og hinni stórkostlegu andlegu van- líðan sem skapast um leið hjá svo mörgum. Það á að þakka fyrir þennan hóp því hann heldur vöku sinni og spyr spurninga sem þarf að spyrja. Á þessum skrýtnu tímum eru fjölmiðlar ekkert að flækja hlutina með því að spyrja gagnrýninna spurninga eins og þeirra hvort gengið hafi verið of langt í aðgerðum gegn COVID. Svo sannarlega finnast vísindamenn og læknar sem telja að svo sé. Belgískir læknar sendu til dæmis nýlega frá sér opið bréf þar sem þeir sögðu aðgerðir yfirvalda þar í landi allt of harðar og fóru fram á afnám þeirra. Sjónarmið eins og þessi eiga hins vegar ekki upp á pallborðið og vekja engan áhuga fjölmiðla. Fjölmiðlar vilja bara fá nýjustu tölur um smit og dauðsföll, en setja þær ekki í samhengi. Tölurnar virðast því skelfilega háar og meðal annars þess vegna bregðast svo margir við eins og svartidauði hafi haldið innreið sína. Hér á landi er staðan vissulega skárri en víða annars staðar. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur sagt að hann hafi engan áhuga á að hér verði til lögregluríki. Hann hefur í COVID-umræðunni minnt á mannréttindi fólks, eins og félagar hans í þríeykinu hafa einnig gert. Þannig, segja þau, eiga aðgerðir að vera eins mildar og mögulegt er. Þau vilja vel, en það kemur ekki í veg fyrir að ræða þarf og skoða hvort aðgerðir hafi gengið of langt. Íslenskir stjórnmálamenn hafa lítt rætt um mann- réttindaþáttinn á COVID-tímum, fyrir utan einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Nú hafa Píratar stigið fram og farið fram á rannsókn á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við COVID, þar á meðal með tilliti til mannréttinda. Þessu framtaki Pírata ber að fagna. Það á ekki að vera sjálfsagður hlutur að fólk sé svipt mannréttindum sínum eins og ekkert sé. Ekki einu sinni þegar alvarlegt ástand skapast. Réttindi - heimur fágaðra möguleika www.modern.is FAXAFEN 10 · 108 REYKJAVÍK · 534 7777 - ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF PÖNTUNUM SVO ÞÚ FÁIR HÚSGÖGNIN ÖRUGGLEGA HEIM FYRIR JÓLIN dagar til jóla!2 Skil ekki vald Nýlega auglýsti Seðlabankinn starf forstöðumanns skrif­ stofu skilavalds. Ef leitað er útskýringa er þetta um það bil það sem skrifað hefur verið um málið: Skilavald er nýtt stjórnvald sem hefur með höndum undirbúning og framkvæmd skilameðferðar fjármálafyrirtækja. Sextán sóttu um, sem er magnað því enginn skilur hvað skilavald stendur fyrir og mjög líklegt að umsækjendur séu þar á meðal. Það er auðvitað alltaf þörf fyrir nýtt og ferskt stjórn­ vald og sá sem hreppir hnossið hlýtur að geta gúglað eitthvað um hvað hann á að gera. Víðir er’ann Víðir Reynisson sótti um starfið sem hann er í, yfir lög­ regluþjónn al manna varna­ sviðs rík is lög reglu stjóra, og reyndist eini umsækjandinn, nú þegar umsóknarfresturinn er liðinn. Þetta verður því auðvelt val og óþarfi að búa til sérstaka hæfisnefnd til að meta hæfi umsækjenda og raða í forgangsröð því hann er óumdeilanlega hæfastur umsækjenda. Þetta er til eftirbreytni hjá Víði og þarf að taka upp víðar í kerfinu. Þetta er einfalt. Það hefði verið til mikillar einföldunar ef aðeins fimmtán dómarar hefðu sótt um í Landsrétti forðum. Það hefði sparað mikið vesen. Logi Einarsson formaður Sam- fylkingarinnar Í sjónvarpsviðtali um helgina sagðist forsætis-ráðherra leggja mikla áherslu á að nýtt auðlinda-ákvæði kæmi til afgreiðslu á Alþingi í vetur. Auðvitað er það skammarlegt að nýtt auðlinda- ákvæði sé ekki löngu komið inn í stjórnarskrá. Gallað fyrirkomulag í sjávarútvegi hefur gert örfáum einstaklingum kleift að raka til sín gríðarlegum auði, sem þeir hafa síðan nýtt til að auka áhrif sín í íslensku samfélagi, með þeim afleiðingum að þeir hafa sölsað undir sig hluti í bönkum, tryggingafélögum, dagvöru- verslunum, á leigumarkaði og jafnvel fjölmiðlum. Samfylkingin hefur lengi barist fyrir auðlinda- ákvæði í stjórnarskrá, sem tryggir íslensku þjóðinni réttlátan arð af sameiginlegri auðlind hennar. Fyrir því að þjóðarvilji sé virtur og hið lýðræðislega ferli sem samning nýrrar stjórnarskrár var sett í eftir hrun verði klárað. Þannig að innan fárra ára búi Íslendingar stoltir að nýrri stjórnarskrá, byggðri á tillögum Stjórn- lagaráðs. En því miður uppfyllir það auðlindaákvæði sem nú er lagt til grundvallar engan veginn það markmið. Tillagan sem birtist í samráðsgátt stjórnvalda í maí á síðasta ári, kveður til dæmis hvorki skýrt á um tíma- bindingu aflaheimilda né heldur fullnægjandi gjald- töku fyrir afnot. Í stuttu máli sagt er þetta tillaga um óbreytt ástand. Varðstaða um gallað kerfi. Og eins mikilvægt og það er að víðtæk sátt skapist um sanngjarna skiptingu arðsins og réttláta skiptingu gæða, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir risastórum áskorunum bæði til styttri og lengri tíma, er útilokað að sátt náist um slíka tillögu. Hvorki á Alþingi né meðal almennings. Ísland er nógu ríkt land og auðugt að auðlindum til að hægt sé að tryggja öllum ásættanleg kjör – rétt- látur arður af auðlindum þjóðarinnar er lykilþáttur í því að okkur takist að dreifa gæðum og deila byrðum. Við í Samfylkingunni munum leggja þunga áherslu á þetta í vetur – og halda áfram að krefjast réttláts arðs af auðlindum til þjóðarinnar. Fyrr verður engin sátt í samfélaginu. Óbreytt ástand? 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.