Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 12
Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Einhver magnaðasti staður á jörðinni er Askja í Dyngjufjöllum, skammt norðan Vatnajökuls. Undir þessari risastóru megineldstöð er kvikuhólf og hefur mið-svæði hennar sigið þannig að úr lofti líkist Askja risagíg. Syðst varð síðan frekara landsig eftir eldgos árið 1875 og myndaðist þá næst- dýpsta vatn landsins, Öskjuvatn, sem er 220 metra djúpt og 11 ferkílómetrar að stærð. Úr nálægum eldgíg, Víti, barst í þessum hamförum aska til ann- arra landa en þó mest yfir Austurland, sem ýtti undir fólksflutninga þaðan til Vesturheims. Í Öskju eru náttúruöflin stöðugt að verki og eldgosin fjölmörg, síðast í Vikraborgun árið 1961. Í öðru gosi árið 1926 varð til eyjan Askur. Nafnið er vel til fundið því í norrænni goðafræði var askur Yggdrasils lífsins tré og stóð í miðju flatrar jarðkringlu sem umlukin var hafi (blátært Öskjuvatn), en utan um hana lá einnig Miðgarðsormur (Dyngjufjöll) og beit í skottið á sér. Í Öskju, á miðju hálendi Íslands, ber því sjálft almættið fyrir sjónir. Páll Skúlason heimspekingur lýsti hughrifum sínum þannig: „Þegar maður kynnist slíkri veröld er maður kominn á leiðarenda. Kominn í snertingu við veruleikann sjálfan. Hugurinn opnast fyrir fullkominni fegurð og maður sér loksins um hvað lífið snýst.“ Hann hélt áfram: „Í Öskju eru óræð öfl að verki; öfl náttúrunnar sem geta brotist út hvenær sem er og valdið mönnunum þungum búsifjum.“ Þarna hitti Páll naglann á höfuðið, því tæpum áratug eftir að hann setti hugleiðingar sínar á blað varð eitt stærsta berghlaup á sögulegum tíma á Íslandi, þegar risaspilda hrundi úr Suðurbotnum Dyngjufjalla og niður í Öskju- vatn. Kom það af stað allt að 30 metra hárri flóðbylgju í vatninu sem skolaðist upp á bakkana í kringum vatnið, meðal annars ofan í Víti. Annars ríkir í Öskju full- komin öræfakyrrð og orð heimspekingsins hitta aftur beint í mark: „Askja táknar einfaldlega jörðina sjálfa, hún er jörðin eins og hún var, er og verður, á meðan hún heldur áfram hringsóli sínu um himingeiminn.“ Frá Vikraborgum í Öskju er aðeins 35 mínútna gangur inn að Öskjuvatni, en einnig má ganga nokk- urra tíma leið vestur yfir Dyngjufjöll frá Drekagili og fæst þá óviðjafnanlegt útsýni yfir Öskju. Sprækt göngufólk getur síðan arkað 34 kílómetra leið umhverfis Öskjuvatn frá Drekagili á löngum göngudegi, eða 25 kílómetra hring frá Vikraborgum. Slík ganga er krefjandi verkefni – enda gengið umhverfis sjálft almættið. Almætti Öskju Askja eins og hún birtist í gegnum rauf sem myndaðist í suðurhluta Dyngjufjalla 2014, þegar risastór bergskriða hrundi ofan í blátært Öskjuvatn sem skartar eyjunni Aski. MYND/TG Eldgígurinn Víti er við norður- hluta Öskju- vatns og þar er hægt að baða sig. Myndin er tekin daginn eftir berghrunið mikla. MYND/ÓMB Öskjuvatn og Víti eru ómótstæðileg tvenna, þótt ólík séu. MYND/ÓMB 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.