Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 18
Gestaíbúð í Davíðshúsi: stendur skáldum, rithöfundum og öðrum lista- eða fræðimönnum til tímabundinnar dvalar gegn vægu gjaldi. Í umsóknum komi m.a. fram: a) stutt kynning á umsækjanda b) að hverju umsækjandi hyggst vinna, c) æskilegt tímabil og tímaskeið dvalar, Umsóknarfrestur vegna afnota á árinu 2021 er til 21. október n.k. Allar nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður íbúðarinnar Þórður Sævar Jónsson, s.: 4601250; thordurs@amtsbok.is Afgreiðslutímar á www.kronan.is Ódýrt Þessi gula króna ... Ódýrt SPARAR þÉ R A U R IN N Ód ýrt Ódý rt Ódýrt Ef vara er merkt ódýr þýðir það að þetta sé ódýrasta varan í þessum vöruflokki Pssst ... elt’ana Greinist einstaklingur á Íslandi með COVID-19 sjúkdóminn fer hann samkvæmt ákvörð- un sóttvarnayfirvalda í fjórtán daga einangrun talið frá þeim degi sem sjúkdómurinn greinist. Hvenær sjúklingur fær fyrstu sjúkdómsein- kenni hefur ekki áhrif. Það er jafn- framt skilyrði fyrir því að losna úr einangrun að sjúklingur hafi verið einkennalaus í sjö daga. Í Noregi lýkur einangrun þegar einstaklingur hefur verið einkenna- laus í þrjá daga og minnst átta dagar eru liðnir frá upphafi einkenna. Hafi einstaklingur fengið jákvætt próf en er ekki með sjúkdómseinkenni skal hann sæta einangrun í tíu daga frá sýnatökudegi hins jákvæða prófs. Í Danmörku fer einstaklingur sem greinist sjálfkrafa í einangrun. Ein- angrun lýkur tveimur sólarhringum frá því einstaklingur varð einkenna- laus. Hafi einstaklingur ekki haft sjúkdómseinkenni skal hann sæta einangrun í sjö daga eftir jákvæða niðurstöðu. Í Svíþjóð lýkur einangrun sjö dögum eftir að sjúkdómseinkenni koma fram og þarf einstaklingur að hafa verið einkennalaus í tvo daga til að ljúka einangrun. Hafi einstakling- ur ekki haft sjúkdómseinkenni við greiningu miðast upphaf sjö daga frestsins frá sýnatökudegi jákvæðs prófs. Umfjöllun um reglur sem gilda um einangrun á Norðurlöndunum þremur eru meginreglur sem í gildi eru en umfjöllun um frávik frá þeim hefur ekki þýðingu hér. Eins og sést á framangreindri umfjöllun er tímalengd einangrunar verulega meira íþyngjandi á Íslandi en í samanburðarlöndunum. Upp- haf einangrunar miðast við þann dag þegar sjúkdómseinkenni koma fram í samanburðarlöndunum en miðast við sýnatökudag á Íslandi. Þar getur munað nokkrum dögum. Þá er tímalengd umtalsvert lengri. Undan- tekningarlaust skal sá sem greinist á Íslandi sæta að lágmarki fjórtán daga einangrun frá sýnatökudegi en sá frestur er sjö til átta dagar frá því sjúk- dómseinkenni komu fram í saman- burðarlöndum. Á Íslandi er gerð krafa um sjö einkennalausa daga en tvo til þrjá í samanburðarlöndunum. Á upplýsingasíðum sóttvarnayfir- valda á Íslandi er ekki að finna neinn rökstuðning fyrir því af hverju frelsis- svipting einstaklinga er umtalsvert lengri hér en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og verð- ur ekki haldið fram að standi okkur að baki í þekkingu á læknisfræði. Í 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er meðalhófsreglan lögfest. Þar er kveðið á um að stjórnvald skuli því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem stefnt er að, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Vart þarf að fjölyrða um að frelsis- svipting felur í sér skerðingu á helg- ustu mannréttindum einstaklinga sem varin eru af 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og 5. gr. Mann- réttindasáttmála Evrópu. Þó ekki verði deilt um þá frum- skyldu stjórnvalda að verja líf og heilsu almennings þegar glímt er við heimsfaraldur mega þær ráðstafanir sem gripið er til ekki ganga lengra en nauðsynlegt er til að ná því markmiði sem að er stefnt. Við þann einfalda samanburð sem gerður er hér að framan á sóttvarn- aráðstöfunum á Íslandi og þremur Norðurlöndum er áleitin sú spurning hvort stjórnvöld á Íslandi hafi farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Geti stjórnvöld ekki sýnt fram á lækn- isfræðileg rök sem gera það líklegt að meira en tvöfalt lengri einangrun á Íslandi miðað við samanburðarlöndin sé nauðsynleg sóttvarna ráðstöfun er nærtæk ályktun að líta svo á að brotið sé gegn meðalhófsreglu stjórn- sýslulaga og tilvitnuðum mannrétt- indaákvæðum til verndar frelsi ein- staklingsins með þeim ráðstöfunum sem í gildi eru hér á landi. Verður í þessu sambandi að horfa til mögu- legra afleiðinga sem lengri einangrun hefur á andlega líðan og fjárhagslegt tjón sem hún kann að valda. Einangrun – er of langt gengið? Hallmundur Albertsson lögmaður Við þann einfalda saman- burð sem gerður er hér að framan á sóttvarnaráðstöf- unum á Íslandi og þremur Norðurlöndum er áleitin sú spurning hvort stjórnvöld á Íslandi hafi farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Í kjölfar f jármálakreppunnar 2008 tók við svo kölluð „velferð-arstjórn“ Samfylkingarf lokks- ins og Vinstrihreyfingar – græns framboðs, á árunum 2009 til 2013. Það var þá sem skerðingin „króna á móti krónu“ var lögfest. Króna á móti krónu skerðing felur í sér að lífeyrir almannatrygginga skerðist um krónu fyrir hverja krónu sem lífeyrisþegi af lar sér, sem dregur verulega úr hvata lífeyrisþega til að af la eigin tekna. Með einu penna- striki tókst „velferðarstjórninni“ að festa verst settu þjóðfélags- þegnana, öryrkja og eldri borgara í fátæktargildru. Kórónuveiran og efnahagslegar af leiðingar hennar stefna Íslandi í aðra kreppu. Kosið verður til Alþingis á næsta ári og samkvæmt því sem kemur fram í fjölmiðlum og samtölum við áhrifaríkt fólk í stjórnmálum munu Samfylkingin og Vinstrihreyf ingin – „grænt framboð“ reyna að mynda „Reykja- víkurstjórn“ með Pírötum og Við- reisn. Í því samhengi er mikilvægt fyrir aldraða og öryrkja að velta því fyrir sér hvað það mun þýða fyrir réttlætisbaráttu þeirra um betri kjör. Munu þau þurfa að líða frekari skerðingar undir slíkri rík- isstjórn? Árásir „velferðarstjórnarinnar“ gegn fátæku fólki hafa lítið verið til umræðu á Alþingi. Í júní 2019, gagnrýndi formaður Flokks fólksins ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir krónu á móti krónu skerðing- una. Viðbrögð þingmanns VG var að hundskamma samtök öryrkja og aldraðra, ásamt þingmanni Flokk fólksins, sem þó fór með rétt mál. Þingmaður Flokks fólksins var sakaður um að virða ekki kynsystur sína, Jóhönnu Sigurðardóttur, en erfitt er að sjá hvernig það skipti máli hvort verið sé að gagnrýna aðila af sama kyni eða hinu gagn- stæða þegar umræðan snýst um skerðingar almannatrygginga. Í lok ræðu þingmanns VG mátti heyra nokkra þingmenn Samfylkingar segja „heyr, heyr“. Þessir f lokkar sjá því greinilega ekki eftir sínum hlut í því að lögfesta þessar skerðingar á þá sem standa höllustum fæti í sam- félaginu. Spyrja má hvort af komendur „velferðarstjórnarinnar“ séu úlfar í sauðargæru. Úlfar Sigurjón Arnórsson framkvæmda- stjóri Flokks fólksins 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.