Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Page 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Smit í landsliðinu Í vikunni bárust fréttir af því að smit hefði komið upp í innsta hring landsliðsins. Samkvæmt fyrstu fréttum var um að ræða starfsmann karlalandsliðsins í fótbolta. Kom síðar í ljós að um væri að ræða Þorgrím Þráinsson, rithöfund og afreks- íþróttamann. Þorgrímur sagðist vera einkennalaus og frískur. Síðar reyndist þörf á að senda tvo úr liðinu í sóttkví auk allra starfsmanna liðsins. Liðið mætti Belgum á Laugardalsvelli á miðvikudaginn og komu ófarirnar ekki í veg fyrir glæsta frammistöðu þó að liðið hafi tapað 2-1. Manntjón í húsbílsbruna á Suðurlandi Síðastliðinn laugardag bárust fréttir um húsbílsbruna í Grafn- ingi við bakka Sogsins en ekki væri vitað hvort einhver hefði verið í bílnum. Seinna sama dag bárust þau sorgartíðindi að maður hefði látist í brunanum. Á sunnudagsmorgun birtust svo fréttir af því að Neyðarlínu hefði borist tilkynning um mikinn eld á svæðinu. Vegna galla í tölvukerfi Neyðarlínunnar komst tilkynningin aldrei til lögreglu. Oddur Árnason yfirlög- regluþjónn sagði við tækifærið að þó yfirgnæfandi líkur væru á því að örlög Einars hefðu þegar verið ráðin þegar tilkynn- ingin barst, væri tölvugallinn hið versta mál. Ekkert lát á þriðju bylgju COVID Þriðja bylgja COVID-19 faraldursins hélt áfram í vikunni og greindust á fimmta hundrað innanlandssmit síðastliðna viku. Virk smit eru nú orðin fleiri en þau voru í fyrstu bylgjunni, þó færri séu á sjúkrahúsi. Reglugerð um sóttvarnaaðgerðir, þar sem samkomur fólks eru meðal annars takmarkaðar, rennur út í næstu viku og von er á minnisblaði sóttvarnalæknis á allra næstu dögum. Nýgengi smita er nú eitt það hæsta í Evrópu, eða um 270. Í byrjun september var það í kringum 15. Lægst fór það í 0,5. „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ Á mánudagsmorgun blasti við starfsfólki Sjávarútvegshússins nýtt listaverk á veggnum sem teygir sig út úr suðvesturgafli hússins yfir á bílastæði ráðuneytanna sem þar eru. Hafði hópur fólks tekið sig saman og málað „Hvar er nýja stjórnar- skráin?“. Það vakti undrun og athygli margra þegar skila- boðin voru þvegin af samdægurs, þó veggjakrotið sem fyrir var hefði fengið að standa í mörg ár. Daginn eftir hófust svo listamenn handa við endursköpun verksins á trévegg um 50 metrum frá nýþrifna steinveggnum. Frumvarp um mannanafnanefnd Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyr- ir frumvarpi um mannanöfn. Leggur hún þar til talsverða rýmkun á reglum um manna- nöfn frá núgildandi lögum. Stærsta breytingin verður að nefndin sjálf verður lögð niður og hluti verkefna hennar færð yfir til Þjóðskrár. Í Twitter- færslu um frumvarpið sagði Áslaug: „Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna.“ Þar auglýsti hún jafnframt eftir reynslusögum fólks sem óánægt væri við núverandi kerfi. Ósætti í fjölskyldu hins myrta Heiða Þórðar, systir bræðranna Gísla Þórs Þórarinssonar og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, steig fram með þungar ásak- anir í viðtali við dv.is. Réttarhöld standa yfir yfir Gunnari sem varð bróður sínum að bana vorið 2019. Heiða telur verknaðinn hafa verið slys en segir öll systkini sín þrjú auk barnsmóður sakborningsins vilja að Gunnar fái sem þyngstan dóm. Enn fremur krefst hún þess að fá upplýsingar um söfnun vegna andláts Gísla sem og um erfðamál hans og líftryggingu. 1 Katrín Björk gerði samanburð á verði matvöruverslana – Niður- staðan kom henni á óvart Katrín Björk Birgisdóttir gerði óformlegan samanburð á Krónunni, Nettó og Bónus. Verðmunurinn reyndist minni en hún reiknaði með. 2 Ranghugmyndir sagðar á sveimi um manninn sem lést í húsbílsbrunanum Einar Jónsson lést ásamt hundum sínum þegar húsbíll hans brann í Árnessýslu. Margir héldu að hann hefði verið utangarðsmaður en það er ekki rétt. 3 Leit á stjúpföður sinn sem pabbann sem hún átti aldrei – Þar til hún gerði skelfilega upp- götvun Lauren Brightwood komst að því að stjúpfaðir hennar myndaði hana þegar hún var i baði. 4 Missti eiginmann og stjúp-dætur fyrir 10 árum – VÍS segir konuna vera að ljúga dauða þeirra og neitar að borga Íslensk kona fær ekki bætur úr tryggingum því tryggingafélagið trúir ekki að eigin­ maður hennar og stjúpdætur séu látin. 5 Heiða krefst svara og segir að systkini hennar standi öll gegn Gunnari – „Mér finnst þetta ofboðs- lega særandi“ Heiða Þórðar greinir frá erfiðum fjölskylduerjum eftir að bróðir hennar, Gunnar Jóhann Gunnarsson, banaði öðrum bróður þeirra í Noregi í fyrra. 6 14 ára stúlka tók líklega mynd af morðingja sínum – Enginn veit hver hann er Vinkonurnar Liberty German og Abigail Williams voru myrtar í Bandaríkjunum árið 2017. Önnur þeirra náði mynd af morðingjanum og birti á Snapchat en hann hefur enn ekki fundist. 7 Heitir og hæfileikaríkir á lausu DV tók saman lista yfir nokkra efnilega piparsveina á Íslandi. 8 Vikan á Instagram – „Það eru kannski milljón fiskar í sjónum en ég er hafmeyja“ Vikan á Insta­ gram er fastur liður á dv.is á mánu­ dögum og nýtur mikilla vinsælda. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ „Bráðskemmtileg lesning.“ SUNNA DÍS / KILJAN „... þessi ofgnótt og gleði sem einkennir Ófeig. Hún er svo skemmtileg.“ ÞORGEIR TRYGGVASON / KILJAN Stórskemmtilegt og fyndið verk úr frjóum sagnaheimi Ófeigs Sigurðssonar. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–16 4 FRÉTTIR 16. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.