Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Side 6
6 FRÉTTIR 16. OKTÓBER 2020 DV GLERAUGUN VORU TUGUM ÞÚSUNDA ÓDÝRARI 167 ÞOTUR AF HESTUM ÚR LANDI N eytendavakt DV fékk ábendingu um góð kaup í gleraugnamálum þar sem lesandi nokkur sparaði tugi þúsunda. „Mér var bent á Costco af samstarfskonu minni en ég var á leið að kaupa 70 þúsund króna gleraugu og margskipt gler í þau fyrir 120 þúsund í gleraugnabúð í Reykjavík. Samtals 190 þúsund,“ segir lesandinn alsæll með kaupinn. Konan sem um ræðir, sló því til og fór í Costco og segist hafa pantað sér tvenn gleraugu. „Ég var að fá gler- augun bæði og finnst þau bara harla góð. Það tók 10 daga að fá glerin eftir að ég keypti DV fylgist gjarnan með góðum tilboðum og verðlagsþróun. Virkt eftirlit í neytendamálum stuðlar að bættum hag heimilanna. umgjarðirnar en fólk þarf að huga að því að panta sjón- mælingu í versluninni áður. Ég fékk góða þjónusta í Costco og allt gekk vel og hratt fyrir sig.“ Hún segist hafa endað á að kaupa tvenn gleraugu. „Ég borgaði síðast fyrir gleraugna umgjörð, venju- legt sjóngler við nærsýni og mælingu um 120 þúsund fyrir þremur árum í gleraugnabúð í Reykjavík. Í Costco voru önnur glerin margskipt en hin venjuleg við nærsýni en sam- tals borgaði ég 103.400 fyrir tvö pör, Prada-umgjörðin kostaði 29.900 krónur.“ Hún tekur þó fram að lík- lega sé meira úrval í hefð- bundnum gleraugnabúðum á höfuðborgarsvæðinu. n Gleraugna- salan í Costco er vinsæl og margir hafa gert þar góð kaup. MYND/ COSTCO.COM ÓDÝRT Í COSTCO Hér má sjá afrit af kvittunum úr Costco fyrir gleraugunum. Þau fyrri kostuðu 42.800 krónur, þar af kostaði Prada-umgjörðin 29.900. Margskiptu gleraugun kostuðu alls 60.600 krónur. Ritstjórn dv@dv.is Fyrirtækið Hestvit tilkynnti í vikunni að það hefði flutt út tíuþúsundasta hestinn sinn á sínum ferli. Fyrirtækið er í eigu hjónanna Huldu Gústafsdóttur og Hinriks Bragasonar og hefur veiran lítil áhrif á eftirspurnina. Þ au hjónin hafa síðan árið 1989 staðið að út-flutningi hesta og stofn- uðu utan um þann rekstur fyrirtæki árið 2003. Sjá þau nú um að kaupa hesta innan- lands til útflutnings, sem og að rækta þá til útflutnings auk þess að flytja út hross sem aðrir hafa selt. Árið 2019 flutti fyrirtækið út 653 hesta og stefnir í að sú tala hækki enn árið 2020 og því ekki að sjá að COVID sé að hafa nei- kvæð áhrif á þau millilands- viðskipti eins og svo mörg önnur. Hjá fyrirtækinu starfa börn þeirra Huldu og Hinriks og tengdadóttir. „COVID er ekki að setja strik í reikninginn hjá okkur. Það mætti meira að segja segja að COVID sé að hafa þveröfug áhrif á útflutninginn og sala hesta bara nokkuð góð núna á þessu ári,“ sagði Hulda í samtali við blaðamann DV. Sagði hún að hugsanleg skýr- ing á því væri að fólk hefði ef til vill meira milli handanna enda væri peningum ekki eytt í ferðalög á meðan. Útflutningi fylgir mikið tilstand Á hljóðinu í Huldu að dæma er ljóst að hún nýtur sín vel í þessum bransa og er stolt af því sem hún er að selja: „Íslenski hesturinn er fyrir löngu búinn að vinna sér inn sérstöðu og er mjög vinsæll til dæmis í Þýskalandi. Hestarn- ir okkar eru einstakir, gang- tegundirnar, töltið og skeiðið og karakterinn þeirra, þeir eru svo ljúfir og góðir,“ út- skýrir hún. Að flytja út hest fylgir mikið tilstand, enda um 350 kílóa lifandi veru að ræða. Fyrst þarf að sækja hestinn og koma honum til dýralækn- is sem fyllir út nauðsynlega pappíra sem fylgja hestinum út, svokallað vegabréf, auk þess sem dýralæknirinn vott- ar að hesturinn sé heilbrigður og hafi heilsu í ferðalagið. Að því loknu fer hesturinn til Keflavíkur, en þeir eru allir fluttir utan með flugi. Hestun- um er í Keflavík komið fyrir í sérstökum fluggámum sem rúmast í Boeing 757 frakt- flutningavélar Ice landair. Þar hitta hestarnir jafnframt um- sjónarmann hestaflutninga hjá Icelandair sem flýgur með hestunum út. 167 fullar þotur Fullhlaðinn rúmar Icelandair þota heila 60 hesta, og reikn- ast Huldu þannig til að um sé að ræða 167 fullar frakt- flutningavélar Icelandair sem Hestvit hefur flutt út í gegnum árin. Hestarnir sem Hestvit selur til útlanda eru, að sögn Huldu, á breiðu verðbili. „Þeir byrja í svona fjögur til fimm hundruð þúsundum en geta farið í margar milljónir. Þar vegur auðvitað þyngst gæði hestsins, það er að segja gang- tegundirnar, hvað hann lyftir fótunum hátt til dæmis, eða hvort hann henti í keppni eða bara sem reiðhestur,“ útskýrir hún. Aðspurð hverjir það eru sem kaupi sér íslenska hesta segir Hulda það vera „alls konar fólk“ og tekur fyrir það að þetta sé yfirstéttarsport. „Nei, þetta er ekki ódýrt sport, vissulega, en þetta er ekki það dýrasta heldur, hvorki hérna heima né í Evrópu.“ Hér heima leggja um 20-30 þúsund manns stund á íþróttina. „Við erum þriðja stærsta sportið í ÍSÍ á eftir fótboltanum og golfinu,“ segir Hulda. n Heimir Hannesson heimir@dv.is Íslenski hesturinn er eftirsóttur í Þýskalandi. MYND/VALLI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.