Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Side 18
18 EYJAN 16. OKTÓBER 2020 DV
Á ÞINGPÖLLUM
Björn Jón
Bragason
eyjan@eyjan.is
K reppan sem kennd er við kórónaveiruna hefur valdið slíkum
búsifjum í ýmsum greinum at
vinnulífsins að eigið fé fyrir
tækja hefur jafnvel þurrkast
upp. Stjórnvöld hafa gripið til
margvíslegra ráðstafana svo
fyrirtækin komist yfir þenn
an hjalla en óvíst er hvort þær
dugi til. Þetta leiðir aftur hug
ann að því hvernig hægt væri
að standa með myndarlegum
hætti að fjárfestingu til fram
tíðar, sér í lagi í ferðaþjónust
unni. Víða eru til staðar af
burðahæfir stjórnendur sem
byggt hafa upp myndarleg
fyrirtæki en þau þurfa á inn
spýtingu að halda.
Eftir bankahrunið lentu
mörg stærstu fyrirtæki lands
ins í alvarlegum vanda og þá
komu upp hugmyndir þess
efnis að ríkissjóður stofnaði
stóran fjárfestingasjóð. Al
þingi veitti heimild fyrir slík
um sjóði en sem betur fer kom
ekki til stofnunar hans enda
hefði það mögulega getað haft
í för með sér meiri ríkisforsjá
í atvinnulífi en þekkist í lýð
ræðisríkjum.
Framtakssjóðurinn verður til
Þess í stað komu 16 lífeyris
sjóðir sér saman um það síðla
árs 2009 að stofna Framtaks
sjóð Íslands en síðar bættust
VÍS og Landsbankinn í hóp
eigenda. Sjóðnum var ætlað
að vinna að fjárhagslegri og
rekstrarlegri endurskipu
lagningu íslensks atvinnu
lífs í kjölfar fjármálahruns
ins — en ekki síður að skila
góðri ávöxtun til eigenda.
Alls hagnaðist sjóðurinn um
47,7 milljarða króna af 43,4
milljarða fjárfestingu sinni.
Stofnun og starfræksla sjóðs
ins var fjármálamarkaðnum
til mikillar blessunar, félög
voru leyst úr viðjum banka og
nýtt hlutafé varð félögunum
aflvaki til sóknar.
Ýmsir ráðamenn stigu fram
og töldu stofnun Framtaks
sjóðsins hið versta óráð og
ekki skorti gagnrýni stjórn
málamanna á fjárfestingar
stefnu sjóðsins. Jafnt stjórn
sem stjórnarandstaða á Al
þingi sameinuðust til að
mynda í fordæmingu á sjóðn
um fyrir að neita að fjárfesta
í álkaplaverksmiðju á Seyðis
firði svo dæmi sé tekið. Afar
hæpið má teljast að jafngóð
ávöxtun hefði náðst ef póli
tísk sjónarmið hefðu ráðið
för um fjárfestingar sjóðsins.
Þörf á nýjum framtakssjóði
Við núverandi aðstæður í
efnahagslífinu kæmi sér vel
ef stofnaður yrði sjóður sem
einbeitti sér um hríð að fjár
festingu í þeim fyrirtækjum
sem eiga í vanda. Markmið
sjóðsins yrði ekki að gleypa
félög heldur leggja þeim til
nýtt hlutafé, þannig að hreyf
ing kæmist á hlutina um leið
og farsóttinni linnir.
Þetta leiðir aftur hugann að
því hvort ekki mætti hugsa sér
stórt fjárfestingafélag, með
jafnvel 200 milljarða króna
fjárfestingargetu. Raunar
mætti einnig velta því fyrir
sér hvort ekki væri ráð að nýtt
fjárfestingafélag af þessu tagi
yrði skráð á markað í Kaup
höllinni. Hér yrði um að ræða
álitlegan fjárfestingarkost
fyrir hvers kyns fagfjárfesta,
banka, vátryggingafélög,
lífeyrissjóði, sjóði í vörslu
banka, öfluga einkafjárfesta
– og allan almenning.
Almenningur láti til sín taka
Eins og nú háttar til eiga ein
staklingar og heimili aðeins 4
prósent skráðra hlutabréfa hér
á landi. Á hinum Norðurlönd
unum er þetta hlutfall miklu
hærra. Hrun bankanna 2008
fældi almenning frá fjárfest
ingum í hlutabréfum.
Verðmæti fyrirtækja í Kaup
höllinni hefur vaxið mikið frá
hruni og félögum þar fjölgað.
Hagur almennings hefur
vænkast á undanförnum árum,
eignir aukist og skuldir minnk
að. Mikil þátttaka almennings
í hlutafjárútboði Icelandair
endurspeglar aukinn áhuga á
fjárfestingum í hlutabréfum.
Þegar hlutabréfamark
aður var byggður upp hér á
landi undir lok síðustu aldar
var almenningur hvattur til
hlutabréfakaupa með skatta
hvötum, en skattaafsláttur
vegna hlutabréfakaupa var
endanlega afnuminn árið 2002.
Á hinum Norðurlöndunum
eru við lýði ýmsir skattalegir
hvatar til verðbréfafjárfest
inga einstaklinga. Í Svíþjóð
fá svokallaðir fjárfestingar
sparireikningar sérstaklega
hagfellda skattalega meðferð.
Rétt væri að horfa til hinna
Norðurlandanna í þessu tilliti
og hvetja allan almenning til
þátttöku í atvinnulífinu með
þessum hætti.
Skattaafslætti til hlutabréfa
kaupa verður ekki komið á
nema með lögum frá Alþingi.
Ætla mætti að þeir flokkar
sem telja sig málsvara atvinnu
lífsins gætu sameinast um
mál af þessu tagi, það væru þá
helst Framsóknarflokkur, Mið
flokkur, Sjálfstæðisflokkur og
Viðreisn.
Fleiri fjárfestingarkostir
En ef við víkjum aftur að
hugmyndinni um stórt fjár
festingafélag þá gæti það
tekið sér fleira fyrir hendur
en fjárfestingu í fyrirtækjum
í tímabundnum vanda — það
gæti einnig starfrækt sér
stakan nýsköpunarsjóð og þá
byggt upp sérhæfða þekkingu
á því sviði. Sömuleiðis mætti
hugsa sér öflugan innviðasjóð
sem tæki að sér uppbyggingu
brýnna samfélagslegra verk
efna á borð við samgöngur og
orkumannvirki. Hér á landi er
til staðar gríðarleg uppsöfnuð
þörf á innviðafjárfestingum
og kemur sitthvað til: fjölgun
þjóðarinnar, þéttbýlismyndun
á suðvesturhorninu og vöxtur
í ferðaþjónustu. Sundabraut
gæti verið afar áhugaverður
kostur í þessu tilliti sem þá
yrði fjármagnaður með vega
tollum.
Stór hluti fjármagnsins hér
á landi er ekki á markaði eða
á forræði einkaaðila — heldur
á efnahagsreikningi ríkisins.
Raunar eru ýmsar þær eignir
hvergi formlega skráðar, til
dæmis samgöngumannvirki
og veitur.
Því má velta upp hvort ríkis
valdið geti yfir höfuð staðið
eitt í þeim innviðafjárfesting
um sem við blasa. Með því að
fela fjárfestingafélagi á mark
aði slíkar framkvæmdir kæm
ist ríkissjóður hjá skuldum á
efnahagsreikningi sínum sem
síðan hefur áhrif á lánshæfi
landsins.
Aukin eignadreifing
Þjóðfélagslegt mikilvægi fjár
festingafélags af þessu tagi
gæti orðið gríðarlegt. Öflugt
fjárfestingafélag skráð á
kauphöll ætti að setja sér það
markmið að hafa mikla fjár
festingargetu – þess vegna allt
að 200 milljarða sem sannar
lega myndi muna um. Með
skráningu á markað er frekar
tryggt að stjórnendur félags
ins nytu lýðræðislegs aðhalds.
Almenningur og fagfjárfestar
fengju öflugan fjárfestingar
kost, létt yrði á skyldum hins
opinbera og losað um opin
bera forsjá í fjárfestingum og
framkvæmdum.
Hugmyndinni er alla vega
komið á framfæri ef einhver
vill grípa boltann! n
Koma þarf
hreyfingu
á sparifé
landsmanna.
Í því efni eru
ýmsar leiðir
færar.
MYND/STEFÁN
SKOÐANAPISTILL
FÉLAG MEÐ 200 MILLJARÐA
FJÁRFESTINGARGETU
Í leiðum út úr kreppunni þarf að hugsa stórt og hugsa til framtíðar.
Rétt að taka á nýjan leik upp skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa.
Því má velta
upp hvort
ríkisvaldið
geti yfirhöfuð
staðið eitt í
þeim innviða-
fjárfestingum
sem við blasa.