Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Side 21
Það eru takmark- anir í búðum, maður má til dæmis bara kaupa eina pakkningu af klósettpappír og þessar helstu nauð- synjavörur eru skammtaðar. FÓKUS 21DV 16. OKTÓBER 2020 fæti inn á snyrtistofu allt árið. Líkamsræktarstöðin okkar var nýlega opnuð aftur síðan henni var lokað um miðjan mars en það eru enn þá miklar takmarkanir.“ Grímuskylda er í líkamsræktinni og fólk þarf að panta tíma vegna fjöldatak- markana. „Við erum komin með róðra- vél í kjallarann þar sem kaldir mánuðir eru fram undan og lítil útivera svo það verður heilsuræktin okkar næstu mánuði. En það allra, allra erf- iðasta við þetta allt er að vera svona langt frá fjölskyldunum okkar og vinum á Íslandi í svona langan tíma. Ég þakka fyrir Facetime og Zoom sem hefur gert þetta bærilegra,“ segir Ína og vísar í samskipta- forritin vinsælu. Lok, lok og læs Skólarnir voru opnaðir aftur í lok september eftir að hafa verið lokaðir síðan 13. mars. „Auður Embla, eldri dóttir okkar, var að byrja í 1. bekk núna. Fyrstu þrjár vikurnar í september var hún í heima- skóla (fjarnámi) en núna er búið að færa það yfir í „Hybrid model“ svokallað. Hún fer þá í skólann tvo til þrjá daga í viku og er hina dagana í heima- skóla. Fólk gat valið á milli þess að vera 100% í heimaskóla eða þetta „Hybrid model“. Það er enn þá engin frístund í boði fyrir börnin,“ segir Ína en það gerir það nánast vonlaust fyrir fólk með börn að geta stundað 100% vinnu. Yngri stúlka hjónanna, Vig- dís María, er í leikskóla en lenti í sóttkví strax í byrjun skólaársins í haust þar sem kennarinn hennar greindist með veiruna. „Hún var búin að vera í kennslustofunni með kennaranum alla vikuna á undan. Við fórum því í 14 daga sóttkví, Vigdís var COVID- testuð í lok sóttkvíar og var ekki með COVID. Ekkert af börnunum á deildinni smitað- ist sem er nú ansi merkilegt. Það er grímuskylda fyrir starfsmenn á leikskólanum svo kennarinn var með grímu.“ Einn pakki á mann Veitingastaðir eru opnir, en margir enn þá bara með heim- borða kvöldmat með uppáhalds prinsessunum þeirra út af því að það er vírus, er ekki auðvelt, trúðu mér. Eða að við getum ekki hitt ömmur og afa fyrr en vírusinn er farinn, það er enn þá erfiðara. Sjálfsagðir hlutir eins og að fara á róló, hvernig eiga börn að skilja þetta? Að vera bara alltaf heima með mömmu, alla daga. Þær eru samt bara svo duglegar, þær systur er góðar vinkonur svo það var ómetanlegt fyrir þær að hafa hvor aðra í tæplega sex mánuði sem við vorum heima. Sumrin hér eru mjög heit svo uppblásna sundlaugin var í notkun alla daga sumarsins frá morgni til kvölds.“ Það reynist eldri stúlkunni erfiðara að geta ekki hitt vini sína þar sem hún er farin að mynda sterk vinasambönd í gegnum skólann. „Við ákváð- um samt fljótlega í þessu ástandi að halda áfram að hitta okkar nánustu vini og þar eiga systur góða vini, Möggu og Mása, og hafa þau átt margar góðar stundir í þessu COVID- brjálæði. Við erum lítið sam- félag af Íslendingum hér í Iowa City sem hefur orðið ein stór fjölskylda og erum við dugleg að hittast og eiga saman góðar stundir.“ Þrátt fyrir ástandið ætla hjónin ekki að flýta sér heim. Þórarinn er ánægður í vinnunni og á eftir þrjú ár í sérnámi í hjartalækningum. Það er ekki hægt að kveðja Ínu án þess að spyrja út í yfir- vofandi forsetakosningar. „Við fylgjumst ágætlega vel með pólitíkinni hér, þá sérstaklega maðurinn minn. Maður finnur fyrir smá stressi og spennu í fólki hér yfir kosningunum. Verandi í háskólabæ eru flest- ir hér frjálslyndir og kjósa Demókrata en hins vegar þarf ekki að fara langt út fyrir bæ- inn, í sveitina, þar sem víða glittir í Trump-fána. Það er spennandi að búa hér þegar það eru forsetakosn- ingar, maður skynjar hvað þetta skiptir fólk miklu máli. Við munum svo auðvitað hafa kosningavöku að íslenskum sið,“ segir Ína sem þrátt fyrir miklar takmarkanir sér það bjarta í lífinu og bendir á að grímunotkun eins og annað venjist. Nú reyni á innri styrk og að vera fyrirmynd fyrir börnin. n Mæðgurnar eru orðnar vanar grímunotkun og kvarta ekki undan því. Systurnar hafa þurft að dunda sér mikið heima við síðustu mánuði. Fyrsti dagur í 1. bekk hjá Ausu og Vigdís María á leið á fimleikaæfingu Systurnar Auður Embla og Vigdís María. sendingu eða bjóða upp á að fólk sæki mat. „Það er grímu- skylda alls staðar enn þá. Og það eru takmarkanir í búðum, maður má til dæmis bara kaupa eina pakkningu af kló- settpappír og þessar helstu nauðsynjavörur eru skammt- aðar. Rólóvellir eru opnir aftur, en þeir eru merktir „at your own risk“. Það er ekkert sótthreinsað.“ Ína segir þetta þó vera með töluverðum tilslökunum miðað við hvernig ástandið var til að byrja með. „Föstudaginn 13. mars kláraði ég vinnu og sótti stelpurnar í skóla og leik- skóla. Helgina eftir var öllu skellt í lás. Skólum, búðum, líkamsrækt, veitingastöðum, hárgreiðslu- og snyrtistofum o.s.frv. Það eina sem var opið voru apótek og matvörubúðir. Rólóvellir voru innsiglaðir og lokaðir og allar almenn- ings sundlaugar voru lokaðar í allt sumar. Og það að vera með orkumikil börn, en allt er lokað og ekkert hægt að fara eða gera, getur verið krefjandi. Inn í þetta allt kom svo „Black Lives Matter“ með mótmælum og útgöngubanni hér í bænum okkar. Það voru líka mjög stressandi vikur. Við heyrðum mótmælin hingað heim til okkar, mótmælendur fóru út á hraðbrautina I80, eina um- ferðarmestu hraðbraut Banda- ríkjanna, og þurfti því að loka henni nokkur kvöld. Við upp- lifðum okkur samt aldrei í neinni hættu.“ Börnin með grímu Stelpunum gengur vel að ganga með grímuna og kvarta ekki að sögn Ínu. „Við þurfum alltaf að vera með grímu hvert sem við förum, sem eru nú ekki margir staðir þar sem við förum lítið. Auður Embla sex ára þarf að vera með grímuna allan daginn í skólanum, nema auðvitað þegar það er hádegis- matur. Þær eru byrjaðar aftur í fimleikum og þurfa að vera með grímu þar, ég dáist alveg að þeim, þeim finnst þetta ekk- ert mál.“ Ína segir að lífið hafi á köfl- um verið erfitt, stúlkurnar saknað vina sinna og ömmu og afa. „Það að útskýra fyrir fjögurra og sex ára stelpum að við séum ekki að fara í Disney World um páskana að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.