Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Page 25
FÓKUS 25DV 16. OKTÓBER 2020 Fitjið upp 47 lykkjur á prjóna nr. 5 með Merino Sport frá Katia. Ég mæli með að prjóna smekkinn á hring- prjón (lengd skiptir ekki máli). Prjónið tvær umferðir skv. mynsturmynd án útaukninga og mynsturs (tvær fyrstu umferðirnar í mynsturmynd) með I- cord kanti. Kantarnir á smekknum eru I-cord, www.bit.do/i-cord4. Þá eru fyrstu 2 lykkjurnar í hverri umferð alltaf prjónaðar slétt og 2 síðustu lykkj- urnar í hverri umferð eru teknar óprj ónaðar með bandið fyrir framan eða að þér. Hér að ofan eru mynsturmyndir af annars vegar poppi og hins vegar garðaprjóni. Veldu annað hvort mynstrið og prjónaðu eftir mynstur- mynd (ath. að mynstur byrjar neðst á mynd eða í umferð 1). Þegar mynstri er lokið eru lykkjurnar, sem eftir eru á prjóninum felldar af með sléttu prjóni, á réttunni. Upptaka á lykkjum efst á smekk Til þess að endinn eða kanturinn, sem kemur við háls barnsins, verði fallegur þarf að prjóna upp þessar 47 lykkjur, sem fitjaðar voru upp í byrjun. Prjónið þær upp á röngunni með sléttu prjóni (ein umferð) og fellið þær af á réttunni í næstu umferð á eftir. Þegar fellt er af eru prjónaðar þrjár fyrstu lykkjurnar og þær settar á hjálparband eða nælu (ég hef líka sett prjónamerki í þær og geymt þær þannig). Fellið svo af út umferðina þar til 3 lykkjur eru eftir. Skiptið yfir í tvo sokkaprjóna nr. 5. Þessar lykkjur, sem þið geymduð hér á undan, prjónið þið svo áfram með I-cord snúruprjóni – www.bit. do/i-cord5 – alls 25 sm langa snúru. Þegar réttri lengd er náð er fellt af með sléttu prjóni. Þegar því er lokið þarf að setja hinar þrjár lykkjurnar, sem þið geymduð á nælu, á sokka- prjón og prjóna I-cord snúru þar líka, í sömu lengd. Hér að ofan eru myndir til útskýringar. Frágangur Gangið frá öllum endum, skolið úr smekknum í höndum eða í vél, vindið og leggið á handklæði og látið þorna. Ef smekkurinn er prjónaður úr upp- gefnu garni má hann fara í bæði þvottavél og þurrkara. Garðaprjón (slétt prjón á réttu og röngu) Taka 2 lykkjur af óprjónaðar eins og eigi að prjóna þær slétt (eina lykku í einu), prjónar þær saman slétt (e. SSK) Prjóna 2 lykkjur saman slétt Popplykkjur - Prjóna 8x sömu lykkjuna (framan og aftan í hana til skiptis). Steypið svo lykkju nr. 2 yfir lykkjur nr. 1 þar til ein lykkja er eftir á prjóninum. I-cord lykkjur MYNDIR/AÐSENDAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.