Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Qupperneq 32
Snittubrauð fyllt með tómötum, hvítlauk og basilíku 1 stk. snittubrauð 1 stk. hvítlauksgeiri 1 stk. tómatur Handfylli af ferskri basilíku 2 msk. smjör Rifinn ostur Gróft sjávarsalt Byrjið á því að bræða smjör í potti, leyfið því aðeins að kólna. Setjið hvítlaukinn í hvítlauks pressu og blandið honum saman við smjörið. Skerið nokkrar djúpar rákir í snittu- brauðið og smyrjið það að utan og inn í rákirnar með hvítlaukssmjör- inu. Skerið tómat í þunnar sneiðar og setjið um það bil tvær sneiðar í hverja rák. Stráið rifnum osti yfir snittubrauðið, setjið það í ofninn við 200 gráður í um 15 mínútur. Þegar brauðið er tekið úr ofninum eru basilíkulauf sett í rákirnar og stráð aðeins yfir ásamt grófu salti. Una í eldhúsinu Lasagne Lasagne er alltaf góð máltíð sem allir verða saddir og sælir af, ekki skemmir svo fyrir að gera góðan skammt fyrir fjóra hér á heimilinu og eiga í afganga næsta dag. 500 g nautahakk 680 g Cirio-pastasósa (eða ykkar uppáhalds pastasósa) 170 g tómat-paste 4-5 stk. gulrætur ½ gul paprika ½ rauð paprika ½ búnt fersk basilíka 4 msk. ólífuolía 1 stk. laukur 2 stk. hvítlauksgeirar 100 g lasagne-pastaplötur 250 g kotasæla Rifinn ostur Salt og pipar Byrjið á því að skera niður græn- metið, setjið hvítlaukinn í pressu og steikið það allt saman upp úr ólífuolíu á pönnu. Steikið hakkið á pönnu, kryddið vel og blandið saman við græn- metið. Blandið pasasósunni saman við ásamt tómat-paste-inu, leyfið að malla á pönnunni í um 20 mínútur. Leggið 1/3 af blöndunni í botninn á eldföstu móti, 1/3 af pastaplöt- unum yfir og dreifið kotasælu yfir. Endurtakið þetta 2-3 sinnum. Stráið svo rifnum osti yfir í lokin og setjið í ofn í 25-30 mínútur á um 200 gráðu hita. Una Guðmundsdóttir elskar allt með bræddum osti. Hver gerir það ekki? Hér fær ostur að njóta sín á klassísku lasagne sem flest öll heimili elska. MYNDIR/AÐSENDAR 32 MATUR 16. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.